Bull og vitleysa?

Eins og oft þegar fjölmiðlar fjalla um niðurstöðu úr vísindarannsóknum er umfjöllunin mjög skrítinn. Ef maður borðar sem svarar tveimur dökkum súkkulaði molum á dag minnkar hættan á hjartaáfalli eða heilablóðfalli um heil 39%! Þvílíkt undralyf ef satt væri. Ég efast um að lyfjaiðnaðurinn gæti ná viðlíka árangri.

Hvað gerist ef maður borðar fjóra dökka mola á dag? Eða 10 bláber? Eða 7 jarðarber? Finnst mönnum líklegt að það sé orsakasamband á milli tveggja suðusúkkulaði mola og að líkur á hjartaáfalli sé 39% minni? Ég held það sé mjög ólíklegt. Ég held að fólk sem borðar tvo dökka mola á dag sé mjög óvenjulegt og hófstillt fólk og hugsanlega geti verið einhver tenging milli þannig fólks og minni hættu á áföllum í hjarta eða heila en að suðusúkkulaðið orsaki þetta held ég að sé bara bull.

En ef menn vilja fara eftir þessu með páskaeggið þá skuli menn gæta þess að fá sér suðusúkkulaði páskaegg og ekki éta meira en sem nemur 2 molum eða 6 g. á dag. Páskaegg sem er 250 g. dugar þá í 41 dag. Menn klára það þá bara um hvítasunnuna.


mbl.is Páskaegg góð fyrir heilsuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Æi, svona útreikningar eyðileggja alveg fyrir manni að borða eitthvað gott svona einstaka sinnum.

Úrsúla Jünemann, 31.3.2010 kl. 11:08

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég held að maður geti alveg borðað eitthvað gott stöku sinnum og páskaegg þar á meðal.

Ég athugaði þetta tímarit sem þetta er birt í á hvar.is. Það er aðgangur að því þar en ekki fyrr en eitt ár eftir útgáfu. Þannig að maður þarf að bíða í heilt ár eftir því að geta lesið umrædda grein, nema maður leiti það uppi á bókasafni eða borgi fyrir aðgang.

Árni Davíðsson, 31.3.2010 kl. 12:29

3 identicon

Titill fréttarinnar er svo óendanlega misvísandi, þar sem t.d. sykur og hert fita í súkkulaði er hreint og beint óhollt rusl sem fer ILLA með líkamann. Sumar þjóðir hafa gengið svo langt að BANNA herta fitu, en Morgunblaðið sér ástæðu til að telja okkur trú um að vara með slíkri fitu sé holl. Flott!

En sjáið til, ég get búið til svona fyrirsagnir líka!

Morgunblaðið - ódýr auglýsingamiðill vina og vandamanna í viðskiptalífinu?

Jón Flón (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 23:17

4 identicon

Þeir sem borðuðu að meðaltali 6 grömm af súkkulaði á dag voru 39% ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma.

 Orðið ólíklegri gefur til kynna að hér sé um samanburð að ræða. En hver er samanburðarhópurinn? Það kemur hvergi fram. Ég gæti vel trúað því að þeir sem borða að meðaltali 6 grömm af súkkulaði á dag séu ólíklegri til að fá hjartasjúkdóma en t.d. þeir sem borða að meðaltali 100 grömm af súkkulaði á dag. Það kemur hvergi fram að það sé verið að bera þennan hóp saman við fólk sem borðar ekkert súkkulaði. 

Kristinn Eysteinsson (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 11:28

5 identicon

when you purchase mbt shoes, you may often vacillating. As mbt becoming more and more popular worldwide. there’re various web shop cheap mbt shoes, but we don’t know how choice best one. Thesuitshoes.com is a great place we can buy our lovely mbt shoes . all of us want to buy a health care shoes. I like to put on my favorite MBT feel really good, I hope in my 20 birthday mother also can send me a pair of fashionable mbt shoes.

mbt shoes (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband