Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða króna láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. "
Er árið ennþá 2007. Hvað merkir þetta bull; endurhverf viðskipti", handveð", skuldatryggingu vegna 8 milljarðar króna láns"? Ég er viss um að það sé til íslenska yfir þetta. Það hefði einhver þurft að segja Guðrúnu að það yrði henni ekki til framdráttar að skrifa þennan texta. Hún virðist gjörspillt og ekki vill maður sjá hana komast til áhrifa í borginni með þetta á bakinu og fyrirtæki sem heitir Miðbæjareignir".
Mbl.is hefði síðan átt að búa til frétt þar sem bakgrunnur málsins er útlistaður og bullið þýtt yfir á mannamál úr þessu fjármálamandarín ársins 2007.
Segir sig af lista Framsóknarflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Blogg um fréttir, Stjórnmál og samfélag | 27.4.2010 | 20:05 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Get ekki hrósað henni fyrir að víkja, hún gerði það ekki fyrr en skýrslan var komin út þó svo að hún hafi vitað málavexti allann tímann. En svona er þetta nú, fólk gerir ekkert í sínum málum fyrr en skíturinn er kominn upp. Hef kannski rangt fyrir mér, efast þó um það.
Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 20:22
Tómas það er augljóst að hún hefur ekki vikið af listanum sjálfviljug. Henni hefur verið sagt að víka af meðframbjóðendum sínum sem sennilega vilja ekkert gera með manneskju sem tók stórt lán sem þjóðin er síðan að greiða af af núna.
Árni Árnason (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:34
Hvaða bull er þetta. Lesið fréttina aftur. Fyrirtækið hennar tók ekkert lán. Það veitti lán, þ.e. borgaði 160 milljónir í tryggingu fyrir lán sem Glitnir fékk hjá Icebank. Svo tapaði fyrirtækið hennar þessum peningum þegar Glitnir rúllaði vegna þess að Glitnir gat ekki borgað Icebank þessa 8 milljarða til baka. Hún segir af sér einungis og einvörðungu vegna þess að nafn félagsins hennar kemur fram í skýrslunni.
Leiður á heimsku fólki (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:30
Það virðist sem svo að henni og manni hennar hafi verið tekin af banksterunum, og svo þarf hún að víkja. Mig grunar bara að hún sé ekki nógu spillt fyrir framsókn sem er ekkert nema handbendill gamla kolkrabbans.
Bjöggi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:55
Eitthvað gæti leynst undir yfirborðinu. Fyrirtækið 'Miðbæjareignir' var til heimilis að Túngötu 6. Þar voru og eru væntanlega enn höfuðstöðvar Baugsveldisins. Öll fyrirtæki með lögheimili þar eru tortryggileg.
Gott væri ef "Leiður á heimsku fólki" gæti útskýrt kínverskuna fyrir okkur hinum. Hvers konar viðskipti eru þetta, þegar eitthvert skúffufyrirtæki borgar 160 milljónir tryggingu fyrir 50 sinnum stærra lán eins banka til annars banka??
Skeggi Skaftason, 27.4.2010 kl. 23:29
Hygg að það sé viljandi sem svona fjármálagjörningum er lýst á "kínversku", einmitt til að venjulegt fólk skilji ekki. Því gjörningurinn stenst enga skoðun. Skrifaði um þetta stuttan pistil:
Einar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.