Er þetta kínverska eða hvað?

„Umrætt fyrirtæki heitir Miðbæjareignir og átti í viðskiptum við Icebank. Stjórnendur þess höfðu fulla trú á íslenska bankakerfinu í árslok 2007 og tóku tilboði Icebank um að vera aðili að endurhverfum viðskiptum. Miðbæjareignir töpuðu 160 milljónum króna, sem félagið lagði inn að handveði hjá Icebank sem skuldatryggingu vegna 8 milljarða  króna  láns frá Icebank til Glitnis. Á þeim tíma var skuldatrygging í slíkum viðskiptum 2%, enda var Glitnir með mjög hátt lánshæfismat hjá matsfyrirtækjum. "

Er árið ennþá 2007. Hvað merkir þetta bull; „endurhverf viðskipti", „handveð", „skuldatryggingu vegna 8 milljarðar króna láns"? Ég er viss um að það sé til íslenska yfir þetta. Það hefði einhver þurft að segja Guðrúnu að það yrði henni ekki til framdráttar að skrifa þennan texta. Hún virðist gjörspillt og ekki vill maður sjá hana komast til áhrifa í borginni með þetta á bakinu og fyrirtæki sem heitir „Miðbæjareignir".

Mbl.is hefði síðan átt að búa til frétt þar sem bakgrunnur málsins er útlistaður og bullið þýtt yfir á mannamál úr þessu fjármálamandarín ársins 2007.


mbl.is Segir sig af lista Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Get ekki hrósað henni fyrir að víkja, hún gerði það ekki fyrr en skýrslan var komin út þó svo að hún hafi vitað málavexti allann tímann. En svona er þetta nú, fólk gerir ekkert í sínum málum fyrr en skíturinn er kominn upp. Hef kannski rangt fyrir mér, efast þó um það.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 20:22

2 identicon

Tómas það er augljóst að hún hefur ekki vikið af listanum sjálfviljug. Henni hefur verið sagt að víka af meðframbjóðendum sínum sem sennilega vilja ekkert gera með manneskju sem tók stórt lán sem þjóðin er síðan að greiða af af núna.

Árni Árnason (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 20:34

3 identicon

Hvaða bull er þetta. Lesið fréttina aftur. Fyrirtækið hennar tók ekkert lán. Það  veitti lán, þ.e. borgaði 160 milljónir í tryggingu fyrir lán sem Glitnir fékk hjá Icebank. Svo tapaði fyrirtækið hennar þessum peningum þegar Glitnir rúllaði vegna þess að Glitnir gat ekki borgað Icebank þessa 8 milljarða til baka. Hún segir af sér einungis og einvörðungu vegna þess að nafn félagsins hennar kemur fram í skýrslunni.

Leiður á heimsku fólki (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 21:30

4 identicon

Það virðist sem svo að henni og manni hennar hafi verið tekin af banksterunum, og svo þarf hún að víkja. Mig grunar bara að hún sé ekki nógu spillt fyrir framsókn sem er ekkert nema handbendill gamla kolkrabbans.

Bjöggi (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 22:55

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eitthvað gæti leynst undir yfirborðinu. Fyrirtækið 'Miðbæjareignir' var til heimilis að Túngötu 6. Þar voru og eru væntanlega enn höfuðstöðvar Baugsveldisins. Öll fyrirtæki með lögheimili þar eru tortryggileg.

Gott væri ef "Leiður á heimsku fólki" gæti útskýrt kínverskuna fyrir okkur hinum. Hvers konar viðskipti eru þetta, þegar eitthvert skúffufyrirtæki borgar 160 milljónir tryggingu fyrir 50 sinnum stærra lán eins banka til annars banka??

Skeggi Skaftason, 27.4.2010 kl. 23:29

6 identicon

Hygg að það sé viljandi sem svona fjármálagjörningum er lýst á "kínversku", einmitt til að venjulegt fólk skilji ekki. Því gjörningurinn stenst enga skoðun. Skrifaði um þetta stuttan pistil:

Einar Friðriksson (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband