Afhverju ekki bílastæðagjöld?

Það er merkilegt að það eina sem ekki má skera niður eru niðurgreiðslur til bílaeigenda sem sækja háskóla. Þeir eiga áfram að njóta ókeypis bílastæða þótt stæðin kosti bæði peninga og pláss.

Það væri fróðlegt ef hagfræðideildir háskólanna mundu reikna út hverjar niðurgreiðslurnar eru með bílaeigendum. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri um 20.000 kr. á önn á bíl, bara fyrir bílastæðin. Háskólarnir ætla að hækka skráningargjöld á önn um þá sömu upphæð. Við byggingu HR kom í ljós hvað þessar niðurgreiðslur eru háar. Þar kostaði Reykjavíkurborg bílastæði fyrir 300 milljónir  og sérstakan veg fyrir 500 milljónir (skv fjárhagsáætlun en ekki endanleg niðurstaða). Samtals var lífsstíll bílaeigenda við HR niðurgreiddur um 800 milljónir af almannafé. Strætóleiðin sem var búinn til fyrir HR er hugsanlega niðurgreidd um 5 milljónir á ári (ágiskun sennileg er það lægra). Lífsstíll þeirra sem nota einkabíl við HR var því niðurgreiddur um sömu upphæð og fer í almenningssamgöngur við skólann næstu 160 ár.

Vel farið með peninga háskólanna?

Háskólar á Íslandi eru einu háskólarnir í hinum vestræna heimi sem ekki taka gjöld fyrir bílastæði. Hvergi nokkur staðar vestan hafs né austan þekkist það að háskólar líti á það sem sitt helsta hlutverk að niðurgreiða lífsstíl háskólafólks sem notar einkabíl.

Ríkið ætti alls ekki að heimila hækkun skráningargjalda til háskóla sem sýna af sér það ábyrgðarleysi í fjármálum að niðurgreiða þennan samgöngumáta með þessum hætti, umfram alla aðra samgöngumáta.

Ökustyrkir

Útaf hruninu gæti verið búið að svipta flesta starfsmenn háskólana yfirborgunum sínum í formi ökustyrkja fyrir akstur sem þeir ekki inntu af hendi fyrir vinnuveitenda. Skatturinn lætur óátalið að launþegar fái 2.500 km skattfrjálsan ökustyrk á ári, sem yfirborganir. Það eru um 2.500 km * 90 kr/km = 225.000 kr í niðurgreiðslur með rekstri einkabíls, sem er skattfrjáls á ári. Ef launþegi væri á vinnustað með samgöngusamning og fengi 40.000 kr fyrir árskort með strætó yrði hann hinsvegar að borga tekjuskatt af því. Svo furða menn sig á ofnotkun einkabíla á Íslandi.

Niðurgreiðslur hvetja til ofnotkunar

Ofnotkun einkabíla stafar að miklu leyti af gríðarlegum niðurgreiðslum hins opinbera og samfélagsins með rekstri einkabíla. Rekstur einkabíla er sennilega mest niðurgreidda fyrirbærið á Íslandi ef maður undanskilur mennta- heilbrigðis og tryggingakerfin.


mbl.is Vilja hærri skráningargjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Góð færsla !

Morten Lange, 14.6.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband