Hjólað í vinnuna í Mosfellsbæ úr Kópavogi

Hjólað úr Kópavogi í Mosfellsbæ um Nýbýlaveg, Fossvogsstíg, Bustaðaveg og Vesturlandsveg, föstudaginn 11. júní. Leiðin er sýnd á kortinu. Það er hægt að klikka á kortið tvisvar og fá þá stærri mynd.

Hjólað úr Kópavogi í Mos

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 73 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur því 36 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

Ferðin tók 36 mín. Til samanburðar má nefna að það tekur um 20 mín með bíl á morgnanna að fara þessa 16 km. Leiðin liggur öll á móti umferðarstraumnum á morgnanna og er því hindrunarlaus á bíl. Með strætó tekur ferðin um 40 min á sumaráætlun strætó úr Hamraborg í Háholt í Mosfellsbæ. Til viðbótar kemur 10 min göngutúr eða 5 min hjólaferð upp í Hamraborg.

Þessi ferð:
Vegalengd: 15.8 km
Meðalhraði: 23.2 km/klst
Ferðatími: 36:11 mínútur
Hámarkshraði: 43.4 km/klst
Vindur: Lítill vindur
Úrkoma: Þurrt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Snilldarfærsla Árni.

Væri gaman að sjá fleiri svona færslur og mæli með því að þið snillingarnir í lhm eða ifhk setjið upp safn af svona ljósmyndaleiðum fyrir fólk að átta sig á hvar best ber að halda sig og hvaða leiðir komi til greina.

Ég hef hjólað þessa leið nokkrum sinnum og saknaði nú bara borgarinnar í smá stund þegar ég sá þetta.

Kv Vilberg

Vilberg Helgason, 28.6.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Þetta er góð hugmynd Vilberg. Það þarf eitthvað að skipuleggja þetta til að auðvelt sé að finna rétta leið. Mínar leiðir eru aðallega settar fram til að sýna hvar er mögulegt að hjóla en það er ekki víst að öllum þyki þægilegt að hjóla þessar leiðir.

Þær gefa líka hugmynd um tímann sem ferðirnar taka. Jafnvel á svona löngum leiðum eins og hér er sýnd er maður bara um helmingi lengur en á bíl. Á styttri leiðum munar litlu eða maður er fljótari á hjólinu. Ég fer þetta líka í öllum veðrum en myndavélin mín sem er á stýrinu þolir ekki rigningu og rafhlaðan þolir ekki frost í langan tíma þannig að þetta eru mest góðviðrismyndir.

Árni Davíðsson, 29.6.2010 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband