Það er rétt sem fram kemur að hjólreiðar eru holl hreyfing en það er tæpast hægt að kalla hana hættulega. Hreyfingarleysi er hættulegra en hjólreiðar og skiptir þá ekki máli hvort hjálmur er notaður eða ekki.
Í þeim löndum þar sem hjólreiðar eru öruggastar, Hollandi og Danmörku, er hjálmanotkun lítil í samanburði við lönd þar sem hjólreiðar eru óöruggari (1). Það er sennilega eitthvað allt annað en hjálmurinn sem skiptir mestu máli fyrir öryggi hjólreiðamanna. Til dæmis virðist fjöldi hjólreiðamanna skipta máli, aðstaða til hjólreiða og fræðsla til ökumanna.
Ef slysatölur á Íslandi eru skoðaðar er ekkert sem bendir til þess að það sé hættulegra að hjóla en að ganga eða aka bíl (2). Auðvelt er með hlíðsjón af þessum tölum (2) að færa rök fyrir því að hjólreiðar séu öruggari en bæði akstur og ganga. Þó birtast aldrei fyrirsagnir á sömu nótum um að akstur og ganga sé hættuleg hvað þá að mælt sé með hjálmanotkun við þessa iðju. Hjólreiðar eru líka hættuminni en þátttaka í mörgum íþróttum þar sem engar hlífar eða hjálmar eru notaðir (1).
Jákvæð áhrif hjólreiða eru það mikil fyrir heilsuna að hreyfingarleysi er mun hættulegra en að hjóla hvort heldur með eða án hjálms þegar tekið er tillit til slysa sem hjólreiðamenn verða fyrir (3). Niðurstöður rannsóknar í Danmörku benda sömuleiðis til þess að hreyfingarleysi sé hættulegra en hjólreiðar án hjálms (4) en sú rannsókn fór fram á gögnum sem eru fyrir tíma hjálma í hjólreiðum.
Það er auðvitað ekkert að því að hjólreiðamenn noti hjálm og það er skylda lögum samkvæmt fyrir ungmenni yngri en 15 ára. Hjálmur getur verndað höfuðið ef slys verðar og höfuðið rekst í og þannig getur hann gert gagn í þeim tilvikum. Í keppnishjólreiðum er hjálmanotkun skylda og í downhill og skyldum greinum eru notaðir sérstakir hjálmar og ýmsar aðrar hlífar enda er teflt á tæpasta vað á miklum hraða í þessum greinum og algengt að menn detti.
Mikilvægast fyrir öryggi hjólreiðamanna er að minnka líkur á að slys verði. Það verður best gert með því að fræða bílstjóra og hjólreiðamenn, fjölga hjólreiðamönnum þannig að ökumenn veiti þeim meiri athygli í umferðinni, og bæta aðstæður til hjólreiða.
(1) John Franklin: Þversagnir í öryggismálum hjólafólks.
(2) Umferðarslys á Íslandi árið 2009. Umferðarstofa. Bestu upplýsingar um slys eru upplýsingar um banaslys. Á tíu ára bili árin 2000-2009 létust 225 einstaklingar í umferðarslysum. Skipting þeirra eftir vegfarendahópum var þannig að samtals létust 113 ökumenn bifreiða, 77 farþegar í bifreið, 14 ökumenn bifhjóla, 17 gangandi vegfarendur og 4 aðrir. Engin reiðhjólamaður lést á þessu tímabili. Síðasti reiðhjólamaðurinn sem lést í slysi lést árið 1997. Nær allir þessir einstaklingar létust vegna þess að bílstjóri á bíl olli slysi með skelfilegum afleiðingum. Undantekningin eru þeir fáu ökumenn bifhjóla sem duttu sjálfir og biðu bana.
(3) Morten Lange: Hjólreiðar áhrif á heilsufar.
Hjólreiðar eru holl hreyfing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Vísindi og fræði | 14.8.2010 | 14:32 (breytt kl. 15:09) | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Ég held að alvöru hjólreiðamenn noti flestir hjálma. Það er þetta sunnudaga fólk sem nennir ekki að setja hann á sig ( ef það þá á hann til)
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.8.2010 kl. 17:20
Flott færsla hjá þér, Árni. Spurning hvort þú gætir sent þetta eða svipað inn sem svargrein í Moggann ?
@Jóhannes : Hvað er alvöru hjólreiðamaður ? Ef fjöldi ferða á reiðhjólinu og tíðni eru mælikvarðinn, þá eru það kannski "miðbæjarrotturnar" sem eru efst í goggunarröðinni ? Í sumar þegar ég hef hjólað að miðbænum úr Laugardalshverfi, hef ég verið að telja fjöldi hjólreiðamanna með og án hjálma. Oft eru um 25% með hjálm. En sunnudagshjólreiðamenn virðast einmitt vera með hjálm, samkvæmt minni reynslu.
Þeir sem setja sér í stellingar til að fara út að hjóla nota hjálm, þeir sem eru að skreppa, nota hjólið sem sjáklfsagður liður í daglegu lífi, nota siður hjálma. (Sýnist mér, og er í góðu sdamræmi við hvernig þetta er í löndunum með alvöru hjólreiðamenning, DK + NL)
Aðrir sem nota hjálma mikið eru þeir sem líka spá mikið i annars konar búnaði, sem sagt eru í sér hjólreiðafötum, og sér hjólreiðaskóm. Þetta hafa norskir vísindamenn staðfest, og þar kom fram að þetta séu líka ( í Noregi) hjólreiðamenn sem eru að hjóla hratt (taka harða æfingu, á kvöldin /um helgar, eða á leið í og úr vinnu), og stundum taka lítið tillit til annarra, og lenda miklu frekar í slysum sem þýða heimsókn á bráðmóttöku.
Morten Lange, 15.8.2010 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.