Nagladekk undir reiðhjól eru nauðsynleg að vetrarlagi

Það gildir allt annað um nagladekk undir hjól heldur en undir bíla. Það er vegna þess að bíll er miklu þyngri, aflmeiri og fer miklu hraðar en maður á reiðhjóli.

Bíll með bílstjóra er um 1-2 tonn að þyngd og með vél frá 75-200 kw og ekur á stofnbrautum á um 60-90 km/klst (þótt meðalhraðinn innanbæjar sé á bilinu 30-40 km klst).

Maður á reiðhjóli vegur oftast um 75-100 kg, fæturnir hans afkasta um 75-200 w (sem er einn þúsundasti af afli bílsins) og hámarkshraði hans á jafnsléttu er um 30 km klst (en meðalhraði um 10-25 km/klst eftir einstaklingum).

Reiðhjólið slítur örugglega innan við einum þúsundasta af sliti bíls vegna þessa. Það er, það þarf sennilega yfir þúsund reiðhjól á nagladekkjum til að slíta sömu þyngd af malbiki og einn bíll á nagladekkjum. Áhrifin eru þó sennilega meiri því þarna er áhrif hraða bílsins á stofnbrautum ekki tekin með.

1 á móti þúsund virðist reyndar vera ágætis mælikvarði á samanburði milli reiðhjóla og bíla hvað varðar lýðheilsuáhrif, mengun, umhverfisáhrif og slysahættu.
  • Fyrir hverja þúsund einstaklinga sem bílar drepa í umferðinni drepa reiðhjól einn.
  • Fyrir hvern reiðhjólamann sem deyr í umferðinni vegna slysa deyja 1.000 einstaklingar vegna offitu og hreyfingarleysis.
  • Umhverfisáhrif bíla eru sennilega yfir þúsundföld á við reiðhjól m.v. notkun auðlinda.

mbl.is Nagladekk víða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband