Klofningsheiði

Í sumar gekk ég yfir Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þetta er leið sem mig hefur lengi langað til að fara enda heyrt margar sögur um ferðalög yfir þessa heiði.

Um heiðina lá þjóðleið í gamla daga og fram á 20. öld. Hún er auðrötuð í björtu og vel vörðuð uppi á sléttlendinu á heiðinni sjálfri sem er í um 620 m hæð.

Ég gekk upp vegarslóða í hlíðinni upp frá gömlu sandgryfjunum ofan við Flateyri. Þaðan inn í Klofningsdal fram hjá því sem ég held að sé vatnsveita Flateyringa inn í hvilftina og eftir vegarslóða í skorningum upp skriðurnar í botninum. Þar er komið upp á brúnina vestan megin og frá þeim stað liggja vörður í NA yfir heiðina um 1,2 km og er þá komið fram á brúnina í botni Sunddals í Súgandafirði. Leiðin þar niður er frekar villugjörn og auðvelt að týna slóðinni enda mjög stórgrýtt og skriðurunnið. Þegar kemur niður úr skriðunum er slóðin greinileg. Á herforingjaráðskortunum er leiðin sýnd norðan megin við Þverá og út allan dalinn en farið yfir ánna neðar og gengið að Stað.

Þá má spyrja sig hvort að hægt sé að fara yfir heiðina á reiðhjóli. Það ætti að vera hægt að hjóla á vegarslóðanum inn í Klofningsdal en allir venjulegir hjólreiðamenn þurfa að leiða hjólið megnið af leiðinni eftir það. Það er sérstaklega mikið klungur niður í botni Sunddals. Vanir slóða hjólreiðamenn á hjóli með góðri dempun ættu þó að komast mikinn hluta leiðarinnar hjólandi. Það er þó engin hjólaslóð og kindagötur eru ekki áberandi.

Benda má á kortasjá Landmælinga Íslands þar sem auðvelt er að skoða nútíma kort, herforingjaráðskortin, loftmyndir og innrauðar loftmyndir af landinu öllu.

Það er hægt að smella í tvígang á myndirnar hér að neðan og eru þá birtar stærri myndir.

Flateyri

Hérna sést inn að Flateyri frá vegarslóðanum upp hlíðina. Fjallið Þorfinnur í baksýn.

 

Klofningur1

 

 

Horft út Klofningsdal. Valþjófsdalur handan við fjörðinn.

 

 

Klofningur2

 

Leiðin upp skriðurnar í botni Klofningsdals.

 

 

Klofningur3

 

Mynd tekinn af Seljanefi vestan Klofningsdals inn Önundarfjörð. Þar stendur þessi varða.

Klofningur4

 

 

 Horft NV af Klofningsheiði. Það voru kindur uppi á heiðinni í 600 m hæð. Heiðin er mikið til rennislétt.

Á loftmynd sést einhverskonar vegarslóði sem liggur eftir heiðinni í NV fram á brún Sunddals þar sem hann opnast að Vatnadal.  Klofningur5

Horft eftir vörðunum á leiðinni yfir heiðina í NA átt. Uppi sést engann veginn að maður er upp á mjórri heiði. Maður gæti eins ímyndað sér að leiðin yfir heiðina væri 100 km en ekki bara 1,2 km.

Komið fram á brúnina á Sunddal, horft í NVKlofningur6


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband