Í sumar gekk ég yfir Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þetta er leið sem mig hefur lengi langað til að fara enda heyrt margar sögur um ferðalög yfir þessa heiði.
Um heiðina lá þjóðleið í gamla daga og fram á 20. öld. Hún er auðrötuð í björtu og vel vörðuð uppi á sléttlendinu á heiðinni sjálfri sem er í um 620 m hæð.
Ég gekk upp vegarslóða í hlíðinni upp frá gömlu sandgryfjunum ofan við Flateyri. Þaðan inn í Klofningsdal fram hjá því sem ég held að sé vatnsveita Flateyringa inn í hvilftina og eftir vegarslóða í skorningum upp skriðurnar í botninum. Þar er komið upp á brúnina vestan megin og frá þeim stað liggja vörður í NA yfir heiðina um 1,2 km og er þá komið fram á brúnina í botni Sunddals í Súgandafirði. Leiðin þar niður er frekar villugjörn og auðvelt að týna slóðinni enda mjög stórgrýtt og skriðurunnið. Þegar kemur niður úr skriðunum er slóðin greinileg. Á herforingjaráðskortunum er leiðin sýnd norðan megin við Þverá og út allan dalinn en farið yfir ánna neðar og gengið að Stað.
Þá má spyrja sig hvort að hægt sé að fara yfir heiðina á reiðhjóli. Það ætti að vera hægt að hjóla á vegarslóðanum inn í Klofningsdal en allir venjulegir hjólreiðamenn þurfa að leiða hjólið megnið af leiðinni eftir það. Það er sérstaklega mikið klungur niður í botni Sunddals. Vanir slóða hjólreiðamenn á hjóli með góðri dempun ættu þó að komast mikinn hluta leiðarinnar hjólandi. Það er þó engin hjólaslóð og kindagötur eru ekki áberandi.
Benda má á kortasjá Landmælinga Íslands þar sem auðvelt er að skoða nútíma kort, herforingjaráðskortin, loftmyndir og innrauðar loftmyndir af landinu öllu.
Það er hægt að smella í tvígang á myndirnar hér að neðan og eru þá birtar stærri myndir.
Hérna sést inn að Flateyri frá vegarslóðanum upp hlíðina. Fjallið Þorfinnur í baksýn.
Horft út Klofningsdal. Valþjófsdalur handan við fjörðinn.
Leiðin upp skriðurnar í botni Klofningsdals.
Mynd tekinn af Seljanefi vestan Klofningsdals inn Önundarfjörð. Þar stendur þessi varða.
Horft NV af Klofningsheiði. Það voru kindur uppi á heiðinni í 600 m hæð. Heiðin er mikið til rennislétt.
Á loftmynd sést einhverskonar vegarslóði sem liggur eftir heiðinni í NV fram á brún Sunddals þar sem hann opnast að Vatnadal.
Horft eftir vörðunum á leiðinni yfir heiðina í NA átt. Uppi sést engann veginn að maður er upp á mjórri heiði. Maður gæti eins ímyndað sér að leiðin yfir heiðina væri 100 km en ekki bara 1,2 km.
Komið fram á brúnina á Sunddal, horft í NV
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Bloggar, Umhverfismál | 30.12.2010 | 21:45 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.