Er skynsamlegt að hleypa umferð bíla á eina göngustíginn vestan Kringlumýrarbrautar?

Þessar ráðstafanir í kringum kirkjugarðinn í Fossvogi virðast að mörgu leyti til bóta miðað við ástandið sem hefur verið þarna. Óheft umferð hefur verið um allan kirkjugarðinn og hefur þetta meira minnt á bíladaga en hátíð ljóss og friðar. 

Hins vegar líst mér ekki á að hleypa umferð á eina göngustíginn milli Reykjavíkur og Kópavogs vestan Kringlumýrarbrautar. Hann er mjög vinsæl göngu- og hjólaleið og ætti að vera það líka á aðfangadag.

Það vekur athygli að lögreglan eða yfirvöld gera þetta ár eftir ár án þess að spyrja kóng eða prest hvað þá almenning eða þá sem nota göngustíginn sbr. tilkynningu lögreglunnar: "Suðurhlíð verður opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni."

Með þessu er lögreglan að vísa gangandi og hjólandi útí hafsauga og torvelda þeim að heimsækja kirkjugarðinn þennan dag, a.m.k. ef þeir koma úr Kópavogi.

Stígurinn sem verður lagður undir bílaumferð er sýndur hér með rauðum lit á kortinu.

Stígur vestan Kringlumýrarbrautar

 


mbl.is Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hjólaði þennan stíg í gær og var að furða mig á að það voru biðskyldumerki á honum.  Það voru hins vegar engar merkingar sem vöruðu mig við því að í einhverja daga væri göngustígurinn orðinn að akvegi.  Það var hríðarbylur þegar ég var á ferð og skyggni fremur slæmt.  Sá þá för eftir bíla á stígnum og var að spá í hvaða slúbbert hefði verið að keyra þarna í leyfisleysi.  Alla vega gott að vita að þetta er með leyfi yfirvalda, svo maður fari ekki að hella sér yfir fólk.

Hjóla-Hrönn, 24.12.2010 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband