Það þarf að bæta snjóruðning á stígum

Víða virðist snjóruðningur hafa gengið hægt fyrir sig á stígum frá því á föstudaginn þegar snjónum kyngdi niður. Á laugardaginn var t.d. ekki búið að ryðja hjólastíginn í Fossvogi þótt göngustígurinn hafi verið ruddur. Óruddur stígurinn í Fossvogi

Í morgunn var ekki búið að ryðja beygjuna frá stígnum við Kringlumýrarbraut uppá Fossvogsstíginn undir göngubrúnni á Miklubraut. Þetta hefur þó smá saman verið að koma en hætt er við að bílstjórar yrðu ekki ánægðir með svona þjónustu.

Heyrst hefur að snjóruðningur hafi verið einna lakastur í Hafnarfirði og Garðabæ en betri í Kópavogi og Reykjavík. Mér hefur þótt það misjafnt í Reykjavík og Kópavogi en hef ekki séð það sjálfur í Hafnarfirði og Garðabæ.  Það var hinsvegar vel rutt upp í Mosfellsbæ hvað ég sá í kringum miðbæinn þar. Mér fannst áberandi hvað stígarnir voru vel hreinsaðir þar uppfrá en sumstaðar hefur mér þótt að snjónum sé meira þjappað ofan á stíginn frekar en að honum sé ýtt af stígnum. Það er eins og tækin ráði ekki alltaf við snjóinn sem fyrir er. Þetta er bagalegt því færðin verður ójöfn þegar gengið er í þjöppuðum snjó.

Mosfellsbær á hrós skilið fyrir vel rudda stíga.

Fróðlegt væri að heyra frá fleirum um hvernig hafi verið rutt á þeirra leið. 

Í strætóEn þegar tíðin er slæm með stormi og illa ruddum stígum má alltaf stytta sér leið og taka strætó aðra leið eða báðar.

Strætó bs. veitir frábæra þjónustu sem óvíða er að finna í nágrannalöndum okkar og leyfir reiðhjól í strætó. Þennan möguleika er mjög auðvelt að nota sér og maður er nokkuð viss um að komast með hjólið á flestum leiðum. Það er helst á hraðleiðunum, 1, 3, og 6 sem erfitt getur verið að taka hjólið með á annatíma.

Strætó á hrós skilið líka. Áfram Strætó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hérna í Álaborg í Danmörku þar sem ég bý eru aðalhjólastígarnir alltaf mokaðir sem eitt af forgangsatriðum, og er undantekning ef það er ekki búið að moka þegar ég er á ferðinni kl 8 á morgnanna, jafnvel á vetri eins og í fyrra sem er sá harðasti í mörg ár með vel yfir 1/2 meters snjó voru ekki nema c.a. vika samtals sem stígarnir voru ófærir og voru margir dagar sem stræto gekk ekki vegna ófærðar sem að hjólastígarnir voru þokkalega færir.

Gestur Leó (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 17:20

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Því miður eiga sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu nokkuð í land með að ná frændum okkar Dönum. Það stendur þó vonandi til bóta. Það bjargar líka miklu að veturnir eru ekki snjóþungir þessi árin hjá okkur. Í fyrra kom t.d. bara einn bylur (http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1024294/) sem leiddi til einhverrar ófærðar. Núna í vetur hefur líka bara komið einn að ráði.

Árni Davíðsson, 14.2.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband