Víða virðist snjóruðningur hafa gengið hægt fyrir sig á stígum frá því á föstudaginn þegar snjónum kyngdi niður. Á laugardaginn var t.d. ekki búið að ryðja hjólastíginn í Fossvogi þótt göngustígurinn hafi verið ruddur.
Í morgunn var ekki búið að ryðja beygjuna frá stígnum við Kringlumýrarbraut uppá Fossvogsstíginn undir göngubrúnni á Miklubraut. Þetta hefur þó smá saman verið að koma en hætt er við að bílstjórar yrðu ekki ánægðir með svona þjónustu.
Heyrst hefur að snjóruðningur hafi verið einna lakastur í Hafnarfirði og Garðabæ en betri í Kópavogi og Reykjavík. Mér hefur þótt það misjafnt í Reykjavík og Kópavogi en hef ekki séð það sjálfur í Hafnarfirði og Garðabæ. Það var hinsvegar vel rutt upp í Mosfellsbæ hvað ég sá í kringum miðbæinn þar. Mér fannst áberandi hvað stígarnir voru vel hreinsaðir þar uppfrá en sumstaðar hefur mér þótt að snjónum sé meira þjappað ofan á stíginn frekar en að honum sé ýtt af stígnum. Það er eins og tækin ráði ekki alltaf við snjóinn sem fyrir er. Þetta er bagalegt því færðin verður ójöfn þegar gengið er í þjöppuðum snjó.
Mosfellsbær á hrós skilið fyrir vel rudda stíga.
Fróðlegt væri að heyra frá fleirum um hvernig hafi verið rutt á þeirra leið.
En þegar tíðin er slæm með stormi og illa ruddum stígum má alltaf stytta sér leið og taka strætó aðra leið eða báðar.
Strætó bs. veitir frábæra þjónustu sem óvíða er að finna í nágrannalöndum okkar og leyfir reiðhjól í strætó. Þennan möguleika er mjög auðvelt að nota sér og maður er nokkuð viss um að komast með hjólið á flestum leiðum. Það er helst á hraðleiðunum, 1, 3, og 6 sem erfitt getur verið að taka hjólið með á annatíma.
Strætó á hrós skilið líka. Áfram Strætó!
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkur: Samgöngur | 8.2.2011 | 22:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Hérna í Álaborg í Danmörku þar sem ég bý eru aðalhjólastígarnir alltaf mokaðir sem eitt af forgangsatriðum, og er undantekning ef það er ekki búið að moka þegar ég er á ferðinni kl 8 á morgnanna, jafnvel á vetri eins og í fyrra sem er sá harðasti í mörg ár með vel yfir 1/2 meters snjó voru ekki nema c.a. vika samtals sem stígarnir voru ófærir og voru margir dagar sem stræto gekk ekki vegna ófærðar sem að hjólastígarnir voru þokkalega færir.
Gestur Leó (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 17:20
Því miður eiga sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu nokkuð í land með að ná frændum okkar Dönum. Það stendur þó vonandi til bóta. Það bjargar líka miklu að veturnir eru ekki snjóþungir þessi árin hjá okkur. Í fyrra kom t.d. bara einn bylur (http://arnid.blog.is/blog/arnid/entry/1024294/) sem leiddi til einhverrar ófærðar. Núna í vetur hefur líka bara komið einn að ráði.
Árni Davíðsson, 14.2.2011 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.