Áhugavert verkefni en margt annað þarf að skoða

Ég er lestarfikill en ég veit að það eitt að láta tóma neðanjarðarlest ferðast milli stöðva mun ekki breyta miklu í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki hægt að rekar neðanjarðarlest hér nema að gera miklar breytingar ofan jarðar sem ég held að almenningur og stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir til að gera. Þær breytingar má eins gera fyrir strætó eða þá ofanjarðarlest ef út í það er farið.

Strætó er besta lausnin. Til að bæta samkeppnisstöðu strætó má fara ýmsar leiðir. Strætóhópur samtaka um bíllausan lífsstíl hafa lagt til  þessa framtíðarsýn um strætó í almannaþjónustu.

Það verður ekki gengið lengra í að niðurgreiða fargjöld í strætó. Fargjöld með strætó eru hér mun lægri en í nágrannalöndunum og þjónustan á annatíma er sambærileg í flestum hverfum og í sambærilegum hverfum í nágrannalöndum okkar.

Samgöngusamningar á vinnustöðum þar sem mönnum eru greiddir samgöngustyrkir fyrir að koma ekki á bíl í vinnuna og spara þar með bílastæði fyrir launagreiðandann er góð leið til að minnka notkun einkabíla og auka notkun strætó, hjólreiða og göngu.

Önnur leið er að draga úr niðurgreiðslum með notkun einkabíla t.d. að:

  • minnka hvata í skattkerfinu til notkunar einkabíla,
  • taka raungjald fyrir notkun bílastæða
  • taka raungjald fyrir notkun vega
  • verðleggja land miðað við markaðsverð, land undir vegum og bílastæðum sé ekki undanþegið sanngjarnri lóðarleigu.

Upphaflegur titill á færslu: "Því miður ekki heil brú í þessu"
mbl.is Kanna hagkvæmni jarðlestakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  • taka raungjald fyrir notkun vega og bílastæða. Þannig að strætófarþegar og hjólreiðafólk borgi einnig sinn hluta og hætti að vera afætur þeirra sem nota einkabílinn.
  • borga eigendum einkabílsins fyrir þá þjóðhagslegu hagkvæmni og þann virðisauka sem styttri ferðatími og örara flæði vöru og þjónustu skapar.

Balli (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 13:44

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Einn aðalkostuinn sem ég sé við neðarjarðarlestarkerfi í borginni er að þá getur maður beðið innan dyra og jafnvel fengið sér sæti.  Það er ýmislegt sem fælir mig frá því að nota strætó í dag.  Ég á erfitt með að standa upp á endann, get labbað, en verð að setjast niður á meðan ég bíð eftir strætó.  Það er ekki alltaf hægt að fá sæti inni í strætóskýlinu og ef þar situr einhver og reykir (eða er með óhóflegt ilmvatn eða rakspíra) þá verð ég að fara út úr skýlinu og standa fyrir utan.

En þetta kostar alveg geypilegan pening að koma upp svona kerfi frá grunni.  En það væru meiri möguleikar á að ég nýtti mér svoleiðis en strætó.

Hjóla-Hrönn, 16.2.2011 kl. 17:12

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég breytti titlinum á færslunni því ég hef verið full fordómafullur í upphafi. Það er svona stundum þegar maður er að flýta sér og hefur bara stuttan texta í mbl.is til að styðjast við.

Rétt er að taka fram að mér finnast lestir mjög skemmtileg farartæki. Það var rætt við forsprakka verkefnisins í morgunútvarpi og eftir það finnst mér verkefnið mjög áhugavert. Það kom meðal annars fram að þetta verði skoðað af víðum sjónarhóli og þeir ætla að fá fleiri fræðimenn á ýmsum sviðum til samstarfs við sig.

Ég skil það vel Hrönn að þér finnist lestir og sú þjónusta sem er í kringum þær meira aðlaðandi en strætó og fararmátinn er líka þægilegri og minna um beygjur og hristing. Það er að vísu hægt að bæta aðstöðu og þjónustu í kringum strætó en því miður hefur þjónusta á skiptistöðvum heldur minnkað heldur en hitt. Ég efast reyndar um að upptaka á neðanjarðarlest eða ofanjarðarlest verði hagkvæm á næstu áratugum og ég held að við getum náð sömu markmiðum með strætó.

Það sem er erfiðast er í rauninni ekki að byggja lest heldur að snúa við af braut einkabílavæðingar. Þar held ég að skoðanir Balla sýni við hvað er að etja. Strætófarþegar og hjólreiðamenn eru alls ekki afætur á einn né neinn, þvert á móti. Það eru ákaflega sterk öfl sem vilja útmála bílaeigendur sem fórnarlömb þótt að þeim hafi verið hampað á allan mögulegan hátt á Íslandi. Vonandi verður í verkefninu einnig könnuð hagfræði mismunandi samgöngumáta frá öllum hliðum. Þar efast ég ekki um að einkabílinn komi verst út.

Árni Davíðsson, 16.2.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband