Á árinu 2010 hjólaði ég um 4.100 km á þremur hjólum. Gary Fisher Wahoo árgerð 2004, Trek 2200 árgerð 2004 og Mongoose Sycamore árgerð 1996. Það eru rúmir 11 km á dag að jafnaði árið um kring.
Gary Fisher Wahoo 2004 er hardtail ál fjallahjól með dempara að framan (bilaðan). Það er útbúið með bögglabera og tösku og aurhlífum. Ég set líka stundum kerru aftan í það. Það hef ég notað árið um kring en þó einkum á veturna síðustu ár. Þá er það útbúið með nagladekkjum. Ég er sennilega búinn að hjóla á því um 10.000 km en núverandi mælir stendur í um 7.900 km. Það er búið að skipta um afturgjörð á því og ég er búin að skipta um krans og keðju tvisvar, sveifarlegu einu sinni og víra og barka einu sinni. Ég er líka búinn að skipta um hnakk og stamma til að lyfta stýrinu. Þetta hjól er hálfgerður hlunkur en mjög sterkt. Ég hef farið í eina langa ferð á því um 800 km og það sló ekki feilpúst þar þrátt fyrir farangur í hnakktöskum að framan og aftan og ofan á bögglaberanum. Í þannig múnderingu var það stöðugt og gott ferðahjól en þungt í vöfum með farangurinn.
Hér er það á leiðinni upp í Mosó í leið 15.
Trek 2200 2004 er spretthjól (racer) úr áli með carbon gaffli í stýri og carbon sætisgaffli. Það er hvorki með skrúfgötum fyrir aurhlífum né bögglabera. Ég útbjó það með aurhlífum sem eru festar með gúmmí festingum utanum gafflana og bögglabera sem hangir neðan úr hnakknum sem styður við hnakktösku frá Carradice. Það ber um 10 kg. Þannig útbúið er hjólið eins og létt ferðahjól og ég nota það á sumrin mest til að hjóla í vinnuna en einnig í skemmtihjólarí á kvöldin. Því hef ég núna hjólað um 2700 km.
Hér er líka mynd af því á Gemlufallsheiði.
Mongoose Sycamore 1996 er hardtail fjallahjól úr stáli ódempað. Ég fékk það gefins fyrir um 2 árum. Það var í fínu ástandi, greinilega búið að vera inni að mestu leyti. Það þurfti bara að skipta um bremsupúða og endurnýja víra og barka og þar með var það orðið eins og nýtt. Ég skipti líka út aurhlífum, setti götudekk og annan hnakk en hélt bögglaberanum. Síðan er það búið að þjóna vel. Ég nota það mest á haustin og vorin og á veturna þegar ekki er hálka og set það ekki á nagladekk. Oftast er það með létta tösku á bögglaberanum. Það er ótrúlega gott hjól, sterkt, létt, lipurt og spretthart. Ef einhver er með svona hjól í skúrnum hjá sér er það frábært til að ganga í endurnýjun lífdaga í upprunalegri mynd eða þá að láta gjörbreyta því. Til dæmis hjá Kríu eða hjá Hjólameistaranum. Ég er sennilega búinn að hjóla eitthvað um 2.000 km á því en mælirinn stendur í 612 km.
Í næsta þætti ber ég saman tölfræðina yfir þessi hjól árið 2010.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bloggar, Samgöngur, Umhverfismál | 21.2.2011 | 23:14 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Skemmtileg samantekt hjá þér Árni. Ég á "bara" tvö hjól, og það munu ábyggilega fleiri bætast í safnið þegar ég hef betri aðstöðu til að geyma fleiri hjól. Langar að prófa racer og mun fjárfesta í svoleiðis ef ég fæ ekki í bakið og hálsinn.
Hjóla-Hrönn, 23.2.2011 kl. 10:45
Tek undir hvert orð Hrannar. Nema þetta með fjölda gæðinga á fóðrum. Á bara einn klár. Komnir 100 km. Keypt fyrir viku.
Örlygur Sig. (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:08
Sá var líka flottur Örlygur.
Ég verð að viðurkenna að ég á víst fleiri hjól en þessi þrjú þó þau hafi lítið verið notuð í fyrra. Ég á líka eldgamalt tékkneskt samanbrjótanlegt, DBS 3 gíra og gamalt Gitane 10 gíra + plús tvö stell sem ég ætlaði að gera við.
Ekki gleyma liggjandi/rekka/recumbent Hrönn.
Árni Davíðsson, 25.2.2011 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.