Hjólreiðar 2010 - 1 þáttur - Hjólin

Á árinu 2010 hjólaði ég um 4.100 km á þremur hjólum. Gary Fisher Wahoo árgerð 2004, Trek 2200 árgerð 2004 og Mongoose Sycamore árgerð 1996. Það eru rúmir 11 km á dag að jafnaði árið um kring.

Gary Fisher Wahoo 2004

 Gary Fisher Wahoo 2004 er hardtail ál fjallahjól með dempara að framan (bilaðan). Það er útbúið með bögglabera og tösku og aurhlífum. Ég set líka stundum kerru aftan í það. Það hef ég notað árið um kring en þó einkum á veturna síðustu ár. Þá er það útbúið með nagladekkjum. Ég er sennilega búinn að hjóla á því um 10.000 km en núverandi mælir stendur í um 7.900 km. Það er búið að skipta um afturgjörð á því og ég er búin að skipta um krans og keðju tvisvar, sveifarlegu einu sinni og víra og barka einu sinni. Ég er líka búinn að skipta um hnakk og stamma til að lyfta stýrinu. Þetta hjól er hálfgerður hlunkur en mjög sterkt. Í Straeto nr15Ég hef farið í eina langa ferð á því um 800 km og það sló ekki feilpúst þar þrátt fyrir farangur í hnakktöskum að framan og aftan og ofan á bögglaberanum. Í þannig múnderingu var það stöðugt og gott ferðahjól en þungt í vöfum með farangurinn.

Hér er það á leiðinni upp í Mosó í leið 15.

Trek 2200

Trek 2200 2004 er spretthjól (racer) úr áli með carbon gaffli í stýri og carbon sætisgaffli. Það er hvorki með skrúfgötum fyrir aurhlífum né bögglabera. Ég útbjó það með aurhlífum sem eru festar með gúmmí festingum utanum gafflana og bögglabera sem hangir neðan úr hnakknum sem styður við hnakktösku frá Carradice. Það ber um 10 kg. Þannig útbúið er hjólið eins og létt ferðahjól og ég nota það á sumrin mest til að hjóla í vinnuna en einnig í skemmtihjólarí á kvöldin. Því hef ég núna hjólað um 2700 km.

Trek 2200

 

Hér er líka mynd af því á Gemlufallsheiði.

Mongoose Sycamore

 

 

Mongoose Sycamore 1996 er hardtail fjallahjól úr stáli ódempað. Ég fékk það gefins fyrir um 2 árum. Það var í fínu ástandi, greinilega búið að vera inni að mestu leyti. Það þurfti bara að skipta um bremsupúða og endurnýja víra og barka og þar með var það orðið eins og nýtt. Ég skipti líka út aurhlífum, setti götudekk og annan hnakk en hélt bögglaberanum. Síðan er það búið að þjóna vel. Ég nota það mest á haustin og vorin og á veturna þegar ekki er hálka og set það ekki á nagladekk. Oftast er það með létta tösku á bögglaberanum. Það er ótrúlega gott hjól, sterkt, létt, lipurt og spretthart. Ef einhver er með svona hjól í skúrnum hjá sér er það frábært til að ganga í endurnýjun lífdaga í upprunalegri mynd eða þá að láta gjörbreyta því. Til dæmis hjá Kríu eða hjá Hjólameistaranum. Ég er sennilega búinn að hjóla eitthvað um 2.000 km á því en mælirinn stendur í 612 km.

Í næsta þætti ber ég saman tölfræðina yfir þessi hjól árið 2010.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Skemmtileg samantekt hjá þér Árni.  Ég á "bara" tvö hjól, og það munu ábyggilega fleiri bætast í safnið þegar ég hef betri aðstöðu til að geyma fleiri hjól.  Langar að prófa racer og mun fjárfesta í svoleiðis ef ég fæ ekki í bakið og hálsinn.

Hjóla-Hrönn, 23.2.2011 kl. 10:45

2 identicon

Tek undir hvert orð Hrannar. Nema þetta með fjölda gæðinga á fóðrum. Á bara einn klár. Komnir 100 km. Keypt fyrir viku.

Örlygur Sig. (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:08

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Sá var líka flottur Örlygur.

Ég verð að viðurkenna að ég á víst fleiri hjól en þessi þrjú þó þau hafi lítið verið notuð í fyrra. Ég á líka eldgamalt tékkneskt samanbrjótanlegt, DBS 3 gíra og gamalt Gitane 10 gíra + plús tvö stell sem ég ætlaði að gera við.

Ekki gleyma liggjandi/rekka/recumbent Hrönn.

Árni Davíðsson, 25.2.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband