Kalt vor og sumar

Það hefur verið kalt í vor og sumar fram að þessu og það getur skýrt hluta af þessari minnkun.

Minnkandi kaupmáttur eftir hrun hefur líka dregið úr allri neyslu landsmanna, á ferðalögum eins og öðru.

Þá má benda á að ríkið tekur til sín lægra hlutfall af eldsneytisverði en í nágrannaríkjum okkar og eldsneytisverðið er  bara í meðallagi hér miðað við lönd í evrópu.

Svo má benda á að sennilega eru bensínstöðvar óvíða fleiri en hér á landi þannig að dreifingakostnaður eldsneytis hlýtur að vera hár.


mbl.is Þolmörkum náð fyrir löngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið snýst bara ekki um hlut ríkisins af hverjum lítra heldur kaupmátt almennings. Þetta væri ekki "dýrt" bensínverð ef ég væri 2x fljótari að vinna inn fyrir lítranum. Svili minn í Danaveldi fær um 16 lítra af eldsneyti fyrir klukkutímavinnu á meðan ég fæ rétt tæplega 8. Fyrir hrun vorum við með sömu laun ef umreiknað var á milli gjaldmiðla.

Þýðir lítið að nefna hvað bensínið er "ódýrt" hérna þegar krónan er hrunin frá því sem áður var t.d. miðað við þá Dönsku, bensínverð í Danmörku er nánast óbreytt frá sumrinu 2007. Hækkunin er í kringum krónu danska(rétt rúmlega 10 danskar krónur).

Karl J. (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 10:44

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég get alveg verið sammála þér.

Það er bara spurning um hvaða samanburð maður velur sér. Það er ekki skrítiði þótt við komum illa út í samanburði við Noreg og Danmörku. Það varð hrun hérna sem tekur langan tíma að ná sér upp úr. Við komum alls ekki illa út úr samanburði við margar aðrar þjóðir á meginlandinu.

Svo er það kalda veðrið sem eflaust hefur sitt að segja núna í sumar. 

Árni Davíðsson, 21.6.2011 kl. 13:27

3 identicon

,,Hrunið" var ekki bara hér á landi, Árni.

Hrynjandi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 16:16

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Satt er það.

Ísland var "eina" landið þar sem ekki var gengið undir skuldir bankana og þar sem gengið hrundi um helming (það er auðvitað ekki samband þar á milli). Það er einmitt það sem mörgum finnst vera kosturinn við krónuna, að gengið geti lækkað fyrirhafnarlítið, og lífskjörin þar með sömuleiðis, og samkeppnisstaða landsins batnað. Í sumum öðrum löndum verður að grípa til róttæks niðurskurðar til að ná sömu markmiðum og atvinnuleysi getur orðið mun meira. Kaupmáttur þeirra sem halda sinni vinnu lækkar kannski ekki eins en atvinnuleysisvofan verður sársaukafyllri.

Það eru engar barbabrellur til að gera þetta sársaukalaust. Meira að segja AGS sem flestir hafa nú talið vera hallt undir óheftan kapitalisma fannst að skattar hefðu ekki verið hækkaðir nóg og lögðu til hækkun skatta nú fyrir stutt. 

Árni Davíðsson, 21.6.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband