Frábær keppni

Þetta er opinn keppni fyrir alla þannig að allir geta tekið þátt. Svipað og almenningshlaup.

Þarna eru bestu hjólreiðamenn landsins fremstir í flokki en síðan eru menn af ólíkri getu þannig að maður finnur fólk af svipaðri getu og maður sjálfur. Hjólreiðar eru skemmtileg blanda af samvinnu og samkeppni. Maður lendir oft í hóp sem er af svipaðri getu og maður sjálfur og hópurinn hjálpast að við að skila öllum áfram. Það er nauðsynlegt að vinna saman og kljúfa vindinn til að geta haldið sæmilegum hraða. Þá skiptast menn á að vera fyrstir því þar eyða menn mestri orku en hvíla síg aftar í hópnum og safna kröftum fyrir næsta átak fremst. Menn deila jafnvel nesti og vökva og hjálpast að.

Til að vinna verða menn að slíta samvinnunni og slíta sig frá hópnum og verða fyrstir. Það geta menn gert í endasprettinum, þegar markið nálgast eða í brekkum. Oft er gott að nýta sér hliðarvind því þá ná þeir sem aftar eru ekki að "drafta" eða teika, hanga í skjólinu af fremsta manni.

Oft eru hjólreiðamenn flokkaðir í þrjá flokka. Þá sem eru góðir á endasprettinum í stuttum átökum, þeir sem eru góðir á löngum vegalengdum og geta slitið sig frá tímanleg fyrir markið og þeir sem eru góðir í brekkum og ná að rífa sig frá þar og halda forskotinu.

Flestir geta fengið keppni við hæfi eins og fyrr segir og átt spennandi keppni og leikið þessa taktík í hjólakeppninni. Nú ef menn vilja ekki svona átök geta menn spjallað við aðra sama sinnis á leiðinni og fengið skemmtilega ferð út úr þessu.


mbl.is Hjólað til Hvolsvallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband