Sjálfbær án íhlutunar mannsins

Grasflatir borgarinnar þurfa mikið viðhald til að vera í því ástandi sem sumir íbúar vilja hafa á þeim. Það þarf að slá þær oft yfir sumarið og því fylgir mikill hávaði og mengun frá sláttutækjum. Sú vinna sem þarna er innt af hendi væri sennilega betur varið í eitthvað skynsamlegra eins og t.d. ræktun skjólbelta og skjólskóga í borginni.

Sveitarfélögin hafa hin síðustu ár verið að taka inn æ fleiri gróðurbrletti og byrja að slá þá þvert yfir í stað þess að reyna að halda gróðurfari á þeim náttúrulegu. Til dæmis hafa ýmsar mýrar verið ræstar fram og slegnar og gróðurfari þeirra breytt alveg án ástæðu. Ef hægt er að hafa annað gróðurfar á þessum túnum er það bara til bóta.

Endurheimta mætti votlend á nokkrum stöðum og láta það síðan þróast sjálft. Eins mætti rækta skjólskóga á stórum spildum til að draga úr vindi á útivistarsvæðum. Marga þurrlendisbletti má láta alveg í friði og láta náttúrulega framvindu hafa sinn gang. Það vill svo til að náttúrulegt gróðurfar í kringum höfuðborgarsvæðið er í hraðri sókn eftir að beit var hætt og ekki er að sjá að við þurfum að sinna þeim gróðri mikið. Hann sér alveg um sig sjálfur og kostar ekki kr. á hektarann í viðhaldi.

þar sem við viljum stunda trjárækt getum við gert  það með aðferðum framvindunnar. Byrjað með öspum og greni og ræktað seinvaxnari og langlífari tegundir í skjóli þeirra og síðan grisjað og höggið hinar skjótvaxnari. Draga má úr viðhaldi með því að gróðursetja runna undir trén sem halda undirlaginu lausu við illgresi.


mbl.is Vilja minnka tún í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Alveg sammála. Það er óþarfi að rækta alla þessa grasbletti. Látum náttúrulegan gróður njóta sín. Skilgreining á illgresi er stundum svolítið skondið. Hefur enginn til dæmis haft ánægju af því að horfa á flöt sem er gull af fiflum?

Úrsúla Jünemann, 20.7.2011 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband