Ekki alveg réttur samanburður

Þarna er ekki tekið tillit til fjárbindingar í húsnæðinu hjá þeim sem eiga húsnæðið sjálfir.

Ef maður á t.d. 30 milljóna húsnæði skuldlaust gætu tapaðar vaxtatekjur af þeirri upphæð verið 1,5 milljónir á ári m.v. 5% raunvexti. Forsendurnar skipta auðvitað máli s.s. raunvextir, breytingar á fasteignaverði, kostnaður við viðhald og skattar.

Það er a.m.k. ljóst að eign sem engum vöxtum skilar kostar líka þótt sá kostnaður sé ekki tíundaður hér.

Það væri áhugavert að skoða byggingakostnað íbúðarhúsnæðis og hvernig væri hægt að lækka hann. Líka hvort fasteignaverð endurspegli byggingarkostnað og hvernig best væri hægt að ná jafnvægi milli byggingarkostnaðar og fasteignaverðs þannig að hægt sé að byggja íbúðir sem landsmenn hafi efni á. 


mbl.is 18% af ráðstöfunartekjum í húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

HVar finnur þú 5% raunvexti nú til dags?

Lífeyrissjóðirnir geta ekki einusinni haldið við 3,5% raunvexti sem þeir eru

skildaðir til að gera skv lögum.

Ein besta fjárfesting sem þú getur gert í dag er að borga niður verðtryggt lán

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 12:45

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ja kæra Sleggja, kannski hvergi en eins og ég segi fer þetta eftir forsendum. Við verðum líka að horfa til lengri tíma en dagsins í dag. Hverjir hafa meðalvextir verið t.d. á ríkisskuldabréfum s.l. 20 ár?

Árni Davíðsson, 30.4.2012 kl. 13:00

3 identicon

Ég væri líka tilbúinn til að sjá tölulegt miðgildi í þessum tölum til að átta mig betur á hversu þungt þetta leggst á tekjulægri hópana.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:24

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þau er í með í kringum 4-5% raunvexti.

Alveg eins og verðtryggðu lánin.

Með örðum orðum með því að borga niður lánin þá ertu að koma alveg jafn vel ´út.

En ert þú að mæla með því að eyða ekki þínum eigin peningum í hús. Frekar skuldsetja sig uppí topp og gera það gott á skuldabréfa eða hlutabréfamakraðinum...  a la 2007.    ég hélt að sá hugsunarháttur væri búinn en það er gaman að sjá að fólk er ennþá í græðgisgírnum  :)

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 14:29

5 Smámynd: Árni Davíðsson

Þetta eru ekki ráðleggingar í peningamálum. Ég er bara að benda á það að ef maður á mikið fé bundið í fasteign skila þeir peningar ekki tekjum (nema ef fasteignaverð hækkar). Það þarf að taka tillit til þess þegar kostnaður við mismunandi eignaform er metið.

Það er svo sem hægt að eyða í öruggari sparnað en að spila á hlutabréfamarkaði. Maður ætti a.m.k. aldrei að taka lán til að spila í því lottói.

Árni Davíðsson, 30.4.2012 kl. 15:24

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er ekki að segja að íbúð silar tekjum

Ég er bara að segja að borga niður lán er fín fjárfesting í sjálfum sér.

Í staðinn fyrir að sleppa borga niður lán á íbúðinni og nota peningana í staðinn til þess að kaupa skuldabréf.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 15:58

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Yfirleitt ráða markaðslögmál einhverju um það hvernig menn velja að ávaxta fé sitt. Ég er einnig á því að þar hafi menningin töluverð áhrif, t.d. hvað telst eðlilegt eða normal í hverju samfélagi og stjórnar einatt hegðun fólks.

Staðan er sú að þúsundir íbúða standa nú auðar á höfuðborgarsvæðinu. Því ætti bæði fasteignaverð og leiguverð að hafa hrunið miðað við markaðsaðstæður eða offramboð. 

Þetta hefur þó ekki gerst. Hvers vegna? Vegna ýmissa ólöglegra aðgerða eftir því sem best verður séð. Samráð virðist vera milli fjármálafyrirtækja um að halda þessum eignum bæði af leigumarkaði og sölumarkaði. Þetta myndi í bókum einnhverra kallast markaðsmisnotkun. 

Ríkið er gegnum íbúðalánasjóð þátttakandi í þessum leik. 

Tapið af hruninu er með þessum hætti fært yfir á leigjendur og þá sem eru að kaupa í fyrsta skipti eða að stækka við sig í fasteign. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.4.2012 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband