Oftast góðir vegir

Ég ók hringinn og um Vestfirði í sumarfríinu. Það er auðvitað ekki alsherjarúttekt á vegakerfinu en það kom mér á óvart hvað vegir með bundnu slitlagi voru góðir víðast hvar. Miðað við aðstæður það er að segja því umferð getur varla verið mikil um mest af þessum vegum árið um kring. Maður varð ekki mikið var við holur í vegunum né heldur að uppbygging þeirra væri ónýt eftir þungaumferð nema þá helst í Norðurárdalnum.

Tek undir það að gott væri að breikka vegina og hafa betri vegaxlir. Sumstaðar virðast tvær akreinar í hvora átt vera óskhyggja miðað við breidd. Kannski væri betra að hafa eina akrein í miðjunni og vegaxlir sitthvorum megin til að mætast og taka framúr.  Vegirnir bera þó ekki meiri hámarkshraða en nú er og sumstaðar ætti hann jafnvel að vera lægri á eldri vegum þar sem veglínunni hefur ekki verið breytt í nútímahorf.


mbl.is Vilja breiðari vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

"Það er auðvitað ekki alsherjarúttekt á vegakerfinu" það er nefnilega töluvert stórt lykilatriði.

Vegagerðin er og hefur verið að forgangsraða viðhaldi veganna og fær leið 1 lang mest sem og þeir vegir sem höfuðborgarbúar aka mikið á. Stór hluti af leiðinni til Ísafjarðar (á vestfjörðum) er nýbyggður þannig að það hefði komið mér á óvart ef hann væri orðin slæmur. Það á ekki við um aðra tengivegi og sveitavegi. Td er laxárdalsvegur í Refársveit komin með holur sem ná 17cm dýft og steinar standa 10cm up úr veginum. Sá vegur stendur 7 km fyrir utan nálæasta þorp og 10 km í það næsta. Þarna eru einir 12 bæjir, ein rétt og afréttur ásamt þónokkrum fjölda sumarhúsa. Þessi vegur er ekkert einsdæmi þó hann sé verr farinn en flestir í nágreni hans. Vegur 74 sá vegur með bundnu slitlagi á Íslandi sem er hvað verst farinn en það hefur meter (1.08m) brotnað af vegöxlunum,veggunnurinn er ónýtur vegna skorts á viðhaldi  auk þess sem á þem vegi er að finna hætulegustu einbreiðu brú á Íslandi, blindbeygja öðrumeigin, 90° og blind hæð hinumegin með erfið og hættuleg t-gatnamót(30 metra frá) hinumegin ásamt miklu falli niður í glúfrið ef slys ber að höndum.

Meðaltals ástand vega samkvæmt economist á Íslandi er sambærilegir til þess sem gengur og gerist í Kenía, Tansaníu og Simbabve,enda eru þeir vegir sem ekki hafa fengið sitt viðhald frá hruni eða jafn vel fyrr, færari yfir hávetur þegar umferðin er búin að troða niður sjóinn en á sumrin

Brynjar Þór Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 16:01

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég efast ekki um að þetta sé rétt hjá þér. Við ókum líka veginn úteftir Ströndnum  frá Hrútafirði að Hólmavík. Hann er malarvegur að mestu og ekki skemmtilegur. Þeir sem búa við þessa vegi eru ekki öfundsverðir. Uppúr stendur að þetta var mín upplifun af Hringveginum, vegum á Austfjörðum og "nýju" Vestfjarðarvegunum eða um 3.300 km af þjóðvegum.

Það hefur líka verið byggt talsvert af göngum og fleiri göng á teikniborðinu  og hefur verið lofað framkvæmdum. Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðargöng og Dýrafjarðargöng. Mér sýnist ekki hallað á dreifbýlið í vegaframkvæmdum í samanburði við suðvesturhornið ef tekið er tillit til þessa enda er ég ekki að heimta meira fjármagn í vegina í þéttbýlinu. Það eru til betri lausnir við umferðarvanda suðvesturhornsins en meira magn af vegum. Það er líka skiljanlegt að af litlu er að taka eftir hrun.

Árni Davíðsson, 20.9.2012 kl. 09:21

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Vegurinn um skagaheiði (frá skagastönd og til sauðárkrós norður átt) er gott dæmi um margt sem á sér stað hjá vegagerðinni. Aðstæður til vegagerðar gerast ekki beti en þarna enda er landið þar jökulruðningur í gegn og hreifist því ekki, gefur ekkert eftir og vegur með olíumöl myndi endas mörg ár. Það myndi kosta 600-800 miljónir en að koma honum í gott stand myndi/mun kosta 200-250 miljónir samkvæmt vegagerðinni(sagt á Íbúafundi 2010) Árlegt viðhald þarna er metið 80-100 miljónir á ári en ekkert viðhald er metið þarna í 20 ár og takmarkað 50+ væri þar bundið slitlag. Það er ekki til peningur til að byggja veg en það þykir sjálfsagt að hrúga peningum í viðhald þegar það hentar og ekkert þess á milli. Væri vegurinn í góðu ástandi væri hægt að gera út á ferðamenn en nokkrir áhugaverðir staðir eru þarna sem hægt er að gera út á.

"Það er líka skiljanlegt að af litlu er að taka eftir hrun." það er spurning, við borgum 80-90 miljarða árlega í "geggjöld" af bensíninu, öðru nafni olíugjald en ríkið ver ekki nema um 25 miljöruð ca 2013 þangað sem þessir peningar eiga að fara.

Brynjar Þór Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband