Fjölmiðlar og beint lýðræði

Beint lýðræði er skemmtileg hugmynd og erfitt að standa á mót henni. Mér finnst samt eins og menn tali stundum eins og það sé patent lausn og að beinu lýðræði fylgi engin vandamál.

Skoðanamyndun hjá almenningi ræðst að miklu leyti af fjölmiðlaumhverfinu og hinum almenna anda í samfélaginu. Sá sem ræður yfir fjölmiðlunum ræður því að miklu leyti hvaða skoðanir almenningur aðhyllist.

Beinu lýðræði fylgir því sú hætta, að sterk peningaöfl sölsi undir sig fjölmiðlana og stýri þannig "útkomunni" úr beinu lýðræði. Átökin á síðasta áratug um setningu fjölmiðlalaga og eignarhaldið á fjölmiðlunum og eignarhald kvótakónga á mogganum í dag ætti að sýna okkur að það þarf að fara varlega í að auka beint lýðræði.

Það þarf með einhverjum hætti að tryggja að skoðanamyndun verði ekki of einhliða í samfélaginu og að öll eða flest sjónarmið komist að með sambærilegu vægi.

Ég mundi vara við að treysta um of á nýju netmiðlana og samfélagsvefina. Þeim er hægt að stýra eins og öðru af þeim sem hafa nóga peninga. Þeir mundu einfaldlega kaupa ímynda- og auglýsingastofur til að reka sinn áróður á samfélagsvefjunum og ná með því sama tangarhaldi á skoðanamyndun þar.

Það er hið besta mál að fleiri taki þátt í stjórnmálum í fulltrúalýðræðinu eins og Styrmir stingur upp á. Ætti kannski að kalla það "þáttökulýðræði".


mbl.is Nauðsynlegt að opna flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband