Ökuskirteinislás í bifreiðar?

Það er frekar óhuggulegt hversu margir sem hafa verið sviptir ökurétti halda áfram að aka. Þessi hópur virðist vera mun líklegri til að lenda í slysum og árekstrum en meðalökumaðurinn. Ég veit m.a. um hjólandi sem var ekið á af manni sem var sviptum ökuréttindum og var bílstjórinn í órétti.

Undarlegt að engum skuli hafa dottið í hug í "eftirlitsþjóðfélaginu" að hafa ökuskirteinislás í bifreiðum þannig að ekki sé hægt að ræsa bifreið nema sett sé gilt ökuskirteini í lásinn. Það gæti að mestu útilokað akstur þeirra sem ekki hafa ökuréttindi og vonandi aukið ábyrgðartilfinningu ökumanna þegar þeir setjast undir stýri.

Tæknilega ætti þetta að vera frekar auðvelt og þetta gæti verið skyldubúnaður í nýjum bílum. Þeir sem væru sviptir ökuréttindum ættu þá að vera skyldaðir til að koma svona búnaði fyrir í sínum bíl. Hann gæti og verið þannig forritaður að ekki væri hægt að aka bíl nema með ákveðnum ökuskirteinum í.


mbl.is Gat vart gengið vegna ölvunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband