Ókeypis máltíð fyrir stúdenta?

Þar er sjálfsagt mál að hafa gjaldskyldu á bílastæðum við HÍ, HR og Landsspítalann. Notendur ættu auðvitað að greiða fyrir þá þjónustu sem bílastæðin eru. Það er ekki ókeypis að byggja bílastæði og þau taka verðmætt pláss sem væri hægt að nýta undir byggingar eða garða.

HI loftmynd1Staðsetning bílastæðana skiptir líka máli. Núna eru bílastæðin látin umkringja byggingar eða höfð miðsvæðis og lengja þar með oft aðkomuleiðir fyrir aðra sem sækja þjónustuna sem þessar stofnanir veita. Betra væri að hafa bílstæðin á jaðrinum og helst samsíða stofnbrautunum sem bílarnir nýta. Þannig væri greiðari aðgangur að byggingunum og umferð væri mest við stofnbrautirnar en þyrfti síður að leita alveg upp að húsunum.

Upphæð gjaldsins þyrfti í raun ekki að vera há til að hafa afgerandi áhrif á ferðavenjur margra. Lágt gjald myndi mjög draga úr akstri þeirra sem búa í um 500 m til 3 km fjarlægð frá þessum stofnunum. Þótt mörgum þyki það galið að keyra 500 m eru samt margir sem gera það vegna þess að á endastöð bíður ókeypis bílastæði. Aðrar hvatir geta líka ráða einhverju um að þeir keyra í vinnuna eins og að sýna þjóðfélagslega stöðu sína með bílnum sínum. Lágt gjald myndi líka hafa talsverð áhrif á þá sem búa fjær og hlutfalll þeirra sem sleppa bílnum og hjóla eða taka strætó eða fá far myndi aukast umtalsvert jafnvel á lengri vegalengdum.

HR loftmynd1Menn mundu halda að það væri mjög sterkt samband milli ferðamáta og fjarlægðar frá vinnustað. Ég þekki það á frekar fjölmennum vinnustað í Reykjavík að það var ótrúlega lítið samband milli fjarlægðar frá vinnu og vals á ferðamáta. Þeir sem hjóluð í vinnuna voru í raun ekki mikið líklegri til að búa nálægt vinnustaðnum. Það er, menn hjóluðu jafnt þótt fjarlægðin væri 1 km eða 10 km í vinnuna.

Ég mundi því endilega hvetja til þess að gjaldskylda væri tekin upp sem fyrst en að hún mætti alveg vera lág, segjum t.d. 50 kr/klst.

HR4Munum það að sjaldan launar kálfurinn ofeldið og virðing fæst með verði. Smile


mbl.is Vilja nemendur greiða 700 krónur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Meginhluti fjárhæðarinnar sem kemur inn vegna gjaldskyldra bílastæða við HÍ rennur til Bílastæðasjóðs en þó fer einnig nokkur upphæð til skólans og hefur hún verið nýtt til að bæta aðstöðu hjólreiðafólks"

Ókeypis máltíð fyrir hjólreiðafólk...greidd af bíleigendum ?

Magnús (IP-tala skráð) 13.11.2013 kl. 16:38

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Megnið af bílastæðunum við Háskólann er gjaldfrjáls en þó ekki ókeypis og er notkun þeirra niðurgreidd á fjölbreyttan hátt þar á meðal af þeim sem ekki koma í skólann á bíl. Ég held að þetta sé klínk miðað við meðgjöfina til þeirra sem koma á bíl.

Árni Davíðsson, 13.11.2013 kl. 21:57

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Auðvitað á að borga fyrir bílastæði, ekki spurning.

Úrsúla Jünemann, 14.11.2013 kl. 15:54

4 identicon

Námsmenn, að minnsta kosti þeir sem eiga börn, eiga vart til hnífs né skeiðar. Lélegur aðbúnaður sem birtist í lélegum matvælum og svo framvegis, verður þess valdandi miðlungsnámsmenn verða lélegir og afburðarnámsmenn miðlungs. Námslán eru mun lægri en flestar bætur og þar sem þetta er oft ungt fjölskyldufólk þýðir það erfitt líf. Háhúsaleiga, sem almennt heimtir um 80-90% tekna námsmanns með fjölskyldu hefur líka mikið þarna um að segja. Við sjáum að slæmur aðbúnaður námsmanna er peningasóun fyrir ríkið. Sóun á mannauð, sem fer að hluta til í vaskinn afþví ekki er nógu vel búið að honum, og því sóun á fé og framtíð landsins. Að kreista út gjöld fyrir námsmenn leysir ekki þann vanda. Nær væri að hækka til muna gjöld á bílastæðum hálaunafólks, til dæmis bílastæðagjöldin fyrir utan alþingi.

Common sense (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 11:05

5 identicon

Hækkum bílastæðagjöld fyrir atvinnulausa, öryrkja og eldri borgara! Nýðumst á fátækum!

Árni (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 11:06

6 identicon

Ég vil koma í veg fyrir að aðrir en börn efri-millistéttarfólks sem enn búa heima á hótel mamma geti stundað nám! Misrétti til náms! Yes!

Árni (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 11:08

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég er sammála þér Common sense að láta ýmsa fleiri greiða fyrir bílastæðin t.d. alþingismenn. Þeir fá núna niðurgreidd (eða ókeypis) bílastæði í rándýrum bílakjallara og njóta líklega flestir bifreiðahlunninda eða ökustyrks í ofanálag. Því miður mun gjaldataka fyrir bílastæði toppanna koma lítið við kauninn á þeim því þeir eru flestir ef ekki allir með bifreiðahlunnindi og njóta því ákveðinnar skattameðgjafar og þurfa því sjálfir minna að standa undir kostnaði við rekstur bílsins eins og að greiða fyrir bílastæðin.

Held að þetta sé kaldhæðni hjá þér nafni en ég held það væri mjög fróðlegt að kanna félagslega samsetningu háskólastúdenta með tilliti til ferðamáta. Ég mundi halda að þeir sem tilheyrðu þessum hópum og hafa minna milli handanna séu líklegri til að nýta sér aðra ferðamáta en bílinn og væru því ólíklegri til að þurfa að greiða gjöld fyrir stæði. Ef valið stendur á milli þess að taka gjöld fyrir bílastæði eða hækka svo kölluð skráningargjöld myndi ég frekar velja fyrri kostinn.

Árni Davíðsson, 15.11.2013 kl. 12:57

8 identicon

Það er þegar búið að hækka námslán og það talsvert. Var hækkað strax í fyrra. Ef hækkanir halda áfram detta eflaust margir út úr námi.

B (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband