Kostnaður við framkvæmdir

Það er augljóst mál að það hefði verið hægt að byggja þessar brýr með ódýrari hætti en það hefði líklega ekki munað mjög miklu ef þetta er borið saman við kostnað við aðrar framkvæmdir. Það var líka  lagt upp með að brýrnar yrðu flottur "arkítektúr" og minnisvarði og þeir sem hafa skoðað brýrnar líst vel á þær og þær eru mikil samgöngubót á þessarri leið.

Nýjasta skýrsla Vegagerðarinnar um framkvæmd samgönguáætlunar er frá 2011 og þar má sjá raunkostnað eða kostnaðaráætlun við hin ýmsu verk. Til dæmis kostar göngubrú yfir Vesturlandsveg með stuttum stígbútum um 104 milljónir króna. Undirgöng fyrir akandi og gangandi undir Reykjanesbraut við Straumsvík kosta um 305 milljónir króna. Það er þá á verðlagi þess árs býst ég við þannig að bæta þarf um 4% verðbólgu á ári upp á núvirðið. Svona geta menn skoðað kostnað við hinar ýmsu framkvæmdir ef áhugi er fyrir hendi.

Af einhverjum ástæðum hefur þó kostnaður við þessa framkvæmd vakið sérstakan áhuga ýmissra aðila en þeir virðast ekki hafa jafn mikin áhuga á að fjalla um kostnað við aðrar framkvæmdir.

ellidaarbryr.jpg

 


mbl.is Göngubrýrnar kostuðu 264 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Tvíbreið brú í tengslum við Norðfjarðargöng var í útboði 87 milljónir.

Brúin sem er verið að gera austan við Vík í Mýrdal ásamt 2 km af vegi kostar rérr innan við 500 milljónir.

264 millur fyrir þessar hjóla og göngu brýr er gaga

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.1.2014 kl. 22:02

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég hef enga ástæðu til að rengja þær tölur um kostnað sem þú nefnir en kostnaður við framkvæmdir hlýtur alltaf að fara eftir forsendum sem að baki liggja. Kannski ráða forsendurnar á bakvið framkvæmdirnar sem þú nefnir því  að þær eru til þess að gera ódýrar?  Þær eru ekki í skýrslu Vegagerðarinnar frá 2011 enda væntanlega nýrri.

Það kom reyndar fram í nýrri frétt í morgunblaðinu í dag að kostur nr. 2 í samkeppninni hefði ekki orðið ódýrari en þessi og að ýmislegt skýri háan framkvæmdakostnað.

Árni Davíðsson, 9.1.2014 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband