Einhliða fréttaflutningur

Þarna hefði verið eðlilegt af blaðamanni að leita álits forsvarsmanna annarra fyrirtækja og almennings og rekja nokkrar staðreyndir, frekar en að láta duga að láta einn óánægðan blása. Mig grunar að þeir sem eru óánægðir með breytingarnar í Borgartúni séu hávær minnihluti. Flestir við götuna eru líklega ánægðir með breytingarnar enda lyfta þær henni upp og gera hana mun eftirsóknarverðari og þar með verðmætari. Af staðreyndum má benda á að akreinum var ekki fækkað í Borgartúni og þetta voru örfá stæði sem voru tekin undir gangstétt og hjólastíg og þau stæði voru ekki við Borgartún 6.

Það er skiljanlegt að það sé óþægilegt að hafa ekki stæði fyrir viðskiptavini en það er þó fyrst og fremst vandamál Ámunda og annara í Borgartúni 6 en ekki samfélagsins. Fyrirtækin í Borgartúni 6 þurfa einfaldlega að skipuleggja sín bílastæði þannig að þau nýtast viðskiptavinum og stýra notkun þeirra. Það er nóg af þeim bakvið húsið en ef þau eru alltaf full af bílum starfsmanna gagnast þau ekki viðskiptavinum.

Stofnanir og fyrirtæki í Borgartúni ættu að taka upp samgöngusamninga á vinnustað og hvetja starfsmenn til vistvænni samgangna. Þau gætu líka tekið upp gjaldskyldu fyrir bílastæðin og þar með myndu þeir starfsmenn sem búa skammt frá hætta að keyra í vinnuna, og ganga, hjóla eða taka strætó í staðinn. Húsfélög við Borgartún gætu þess vegna tekið sig saman um að reka bílastæðin á sínum lóðum sameiginlega og með því bæta nýtingu þeirra og stjórna betur framboði á bílastæðum.

Eins og sjá má á mynd af Borgartúni er fátt annað þar en hús, bílastæði og gata. Er verra að hafa líka góða gangstétt, hjólastíg og tré?

borgartun.jpg


mbl.is Íhuga flutning úr Borgartúninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fer oft í viku um Borgartún, ef gert í 12 ár. Eftir lagfæringu á götunni er hún orðin manngeng og hjólafær. Enda er nú loksins fjöldi fólks gangandi um götuna og hjólreiðafólk kemst leiðar sinnar af öryggi. Bílastæðafjöldinn við húsin þar er óhemjumikill, allt umhverfis flest húsin. Stæðin sem tekin voru við lagfæringu götunnar voru líklega einungis 2-3 %. Ég get ekki séð að strætó tefji umferðina. Stutt autt bil verður fyrir framan vaginn þegar hann stoppar og vagninn leggur af stað án tafar. Flest stopp eru einungis 30- 90 sek. Og munið að ef 25 farþegar eru í vagninum, þá þýðir það 15-20 færri bílar á götunni.

Kristbjörn Egilsson (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 17:42

2 identicon

Margt til í mörgu hér. Notaði sjálfur reiðhjól í 6 ár sem aðalferðamáta og er ég ekki að mótmæla hjólreiðastígum. Aðalmálið fyrir mig er að vörumóttakan mín hverfur fyrir hjólreiðarstíg og þar sem stór hluti af okkar rekstri byggist á því að senda mat út úr húsi erum við ekki sáttir við þessar breytingar. Það eru 12 stæði upp við Rúgbrauðsgerðina en verða 4, eða minka um nær 70%. Einnig hverfa 2 stæði fyrir fatlaða, sem eru við húsið, við þessar breytingar.

Minn skilningur á fólkinu sem vinnur og sækir þjónustu í Borgartúni er að það sé mikill bílasætðiskortur og er ég aðeins að vekja athygli á því, og vona að einhver sjái sér hag í að setja upp bílstæðishús. PS bíastæðisjóður er búinn að setja mæla fyrir utan hjá mér P2, næst dýrasti taxtinn.

Ámundi (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 18:41

3 identicon

Ámundi: Það er langt frá því að vera "mikill bílastæðaskortur" við Borgartún. Bílastæðin þar eru ótrúlega mörg. Vandinn er að of margt fólk kýs að koma til vinnu á bíl, og geyma bílinn sinn í 8-10 klukkustundir í stæðum sem annars gætu nýst viðskiptavinum. Ég lái fólkinu svo sem ekki. Stæðin eru frí (skattfrjáls hlunnindi), það er búbót í því. Aðgengi fyrir hjólandi/gangandi (og þar með strætó) hefur verið slappt hingað til.

Lausnin á vandamálinu eru ekki fleiri bílastæði. Lausnin er færri bílar. Ég tek fram að með þessu er ég ekki að segja að "allir" eigi að hjóla. Ég er að segja að yfirvöld og fyrirtæki eigi að gera aðrar samgönguaðferðir fýsilegar með sambærilegum gæðum á aðbúnaði og niðurgreiðslum og fyrir bílasamgöngur.

Bragi Freyr (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 21:40

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Það er auðvitað leiðinlegt ef rekstrinum er raskað en þetta virðist þó fyrst og fremst vera vandamál sem þarf að leysa innan lóðar. Það er kannski erfitt á Borgartúni 6 ef ekki er innangengt fyrir ykkar rekstur aftan við húsið.

Þarna var einu sinni Lyfjaverslun ríkisins með aðkeyrsludyr á sitt hvorum enda aftan við hús og hringakstur.

Mér sýnist að þar sem er komin er svona mannfrek starfsemi á lítið svæði að lausnin sé að taka upp bílastæðastjórnun á lóðunum. Þá væri það sennilega góður kostur að nokkur húsfélög sameinist um rekstur á sínum lóðum til að bæta nýtingu á bílastæðum og auka framboð.

Árni Davíðsson, 1.4.2014 kl. 21:51

5 identicon

Ég hélt í einfeldni minni að það væri ekki hægt að klúðra málum meira en á Hofsvallagötunni.

Ég skora á hjólafólk að reyna að hjóla með fjölskyldu sinni eftir Borgartúninni og hlusta síðan á hræðsluöskrin í börnunum þegar hjólastígurinn rennur skyndilega útí mitt hringtorgið á einni mest eknu götu landsins.

Hver ræður eiginlega svona fólk í vinnu?

Kalli (IP-tala skráð) 1.4.2014 kl. 22:45

6 identicon

Það er bara verið að eyðileggja þessa götu. Með tíð og tíma flytja fyrirtæki sig á hentugri stað þar sem fólki getur komist að þjónustunni á bíl. Þá verður þessi gata bara dýr minnisvarði um hjólastíga sem enginn á erindi á.

Til að þessar hugmyndir gangi upp hjá hólreiðaáhugamönnum, þ.e. að koma öllum flutningum yfir á hjól, verður að banna bíla á íslandi... og banna fólki í leiðinni að flytja úr landi.

Þetta er samt alveg magnað að sjá hvernig frekjan kristallast í baráttu áhugafólks um hjólreiðar gegn einkabílnum. Má fólk bara ekki ferðast eins og því hentar.

Andhjólandi (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 05:57

7 Smámynd: Árni Davíðsson

Mér finnst þú taka allt of djúpt í árinni "Andhjólandi". Gatan hefur ekki verið eyðilögð þótt hún hafi verið fegruð. Það er auðvelt að komast um allt á bíl. Fólk getur núna frekar ferðast eins og því hentar því valkostirnir eru fyrir hendi. Auðvitað er ekki ætlunin að "allir" hjóli eða gangi þótt skapaðar séu aðstæður fyrir þessa vegfarenda hópa til viðbótar við akandi. Það er frekar að fleiri gangandi og hjólandi og fólk í strætó liðki fyrir umferð með því að vera ekki á bíl. Umferðarteppur samanstanda jú af fólki í bílum.

Eins og þú sérð á myndinni þekja bílastæði og götur nánast alla fleti og sumstaðar á fleiri en einni hæð. Það er vandséð hvernig á að vera hægt að koma fyrir meira plássi fyrir bíla og samt hafa mannsæmandi aðstæður fyrir aðra vegfarendur.

ps. Þú ættir líka að skrifa undir eigin nafni, það er meira mark takandi á fólki sem þorir að standa við eigin skoðanir. "Andhjólandi" finnnst mér lika ósmekklegt. Persónulega tel ég mig ekki andbílandi þótt að ég vilji bæta aðstæður fyrir aðra vegfarendur.

Árni Davíðsson, 2.4.2014 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband