Betri nýting lands

Það kemur á óvart hvað þessi hugmynd er framsækin um betri nýtingu lands. Það er sjáfsagt að skoða það á Melunum eins og í öðrum hverfum borgarinnar hvort hægt sé að nýta land betur en nú er gert. Það sem kemur á óvart er að frumkvæðið virðist koma frá borginni um að íbúar á þessum lóðum geta bætt nýtingu á lóðum sínum og væntanlega haft fjárhagslegan ávinning af því fyrir sig. Þeir gætu þá selt byggingarréttin á þessum hluta af lóðinni sinni undir þéttari byggð og komið bílastæðum í meira mæli fyrir í bílakjöllurum. Ég sé ekki eftir því þótt bílskúrar eða bílastæði hverfi og íbúar græði. Það er hið besta mál.

Þessa leið mætti fara mun víðar í borginni þar sem eru lítið nýttar lóðir og bílastæði. Þétta byggð, láta bílastæði taka minna pláss og búa til betri garða við blokkir í borginni sem eru fýsilegri til útivistar. Allir græða, þeir sem flytjast í nýjar íbúðir, þeir sem eiga (eða leigja) lóðirnar, verktakarnir sem byggja og borgin sjálf. Þetta er tækifæri til að endurnýja hverfin og nýta betur innviði eins og skóla og leikskóla og styrkir verslun og þjónustu í hverfunum.


mbl.is Ráðist á rótgróið hverfi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband