Í tilefni af síðustu sveitarstjórnarkosningum er ekki úr vegi að birta aftur grein, sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2012.
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember s.l. og spyr hvort á Íslandi séu verstu stjórnmálamenn í heimi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nú varla en að íslenskir stjórnmálamenn séu almennt undir meiri smásjá en erlendir starfsbræður þeirra. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við málflutninginn hvað varðar stjórnmálamennina en hnýt um það sem hann segir um kjósendur. Orðrétt segir hann:
... eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé gert af þvi að veita þeim aðhald í þeim efnum sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðislegu þjóðfélagi ...
Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt, þ.e., að kjósendur geri miklar kröfur til stjórnmálamanna og að kjósendur ætlist til þess að þeir fari vel með vald. Mér finnst ýmislegt benda í þveröfuga átt. Margir kjósendur virðast fremur ætlast til þess að stjórnmálamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngreinarálit við úthlutun gæða og moki undir einstaklinga og fyrirtæki að geðþótta. Svona framkoma stjórnmálamanna vekur jafnvel meiri aðdáun heldur en hitt, a.m.k. í ákveðnum hópi og er sá hópur ekki alltaf lítill. Það sem virðist skipta marga meira máli er að geta þegið greiðana og að fíla sig sem buddies í þessu kerfi, vera partur af klíkunni eða vinningsliðinu. Þegar upp um svona háttalag kemst vekur það yfirleitt litla athygli og enn minni hneykslan almennings sem tekur því með jafnaðargeði og finnst þetta bara eðlilegt. Með vandaðri skoðanakönnun væri svo sem auðvelt að kanna hug almennings til þessarar íslensku gerðar af spillingu til að komast að hinu sanna um hvaða kröfur almenningur gerir til stjórnmálamanna. Það væri áhugaverð könnun.
Spillingin íslenska er sennilega mest á sveitarstjórnarstiginu, sem er það svið stjórnmálanna sem er minna undir smásjá fjölmiðla og almennings. Þrátt fyrir það má benda á mýmörg dæmi úr stóru bólunni sem litla athygli fékk og vakti enn minni hneykslan. Ég held það séu ekki ýkjur ef því er haldið fram að mörg mál, sem upp komu á þessum árum, hefðu í nágrannalöndum okkar leitt til afsagnar viðkomandi stjórnmálamanns og rannsóknar lögreglu. Þar kemur sennilega til að engin aðili telur sig hafa frumkvæðisskyldu að rannsókn svona brota hér á landi og laga umhverfið er of veikt að þessu leyti. Til dæmis hefur það engar afleiðingar þó stjórnsýslulög séu brotin við úthlutun gæða sem hlaupa á milljónum eða milljónatugum.
Þá er þáttur fjölmiðla stór því þeir virðast forðast það eins og heitan eldinn að taka þessi mál upp, hugsanlega vegna tengsla við stjórnmálaöfl og auglýsendur.
Flokkur: Birtar blaðagreinar | 6.6.2014 | 15:20 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.