Gera kjósendur nægar kröfur til stjórnmálamanna?

Í tilefni af síðustu sveitarstjórnarkosningum er ekki úr vegi að birta aftur grein, sem ég skrifaði og birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2012.

 

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar grein í Morgunblaðið þann 28. nóvember s.l. og spyr hvort á Íslandi séu verstu stjórnmálamenn í heimi. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það sé nú varla en að íslenskir stjórnmálamenn séu almennt undir meiri smásjá en erlendir starfsbræður þeirra. Ég ætla ekki að gera athugasemdir við málflutninginn hvað varðar stjórnmálamennina en hnýt um það sem hann segir um kjósendur. Orðrétt segir hann:

„... eru gerðar miklar kröfur til stjórnmálamanna af kjósendum þeirra. Þeim er falið mikið vald í okkar umboði og við ætlumst til þess að þeir fari vel með það. Ef þeir gera það ekki er það óviðunandi þó að mismikið sé gert af þvi að veita þeim aðhald í þeim efnum sem er í raun hlutverk kjósenda í lýðræðislegu þjóðfélagi ...“

Ég er alls ekki viss um að þetta sé rétt, þ.e., að kjósendur geri miklar kröfur til stjórnmálamanna og að kjósendur ætlist til þess að þeir fari vel með vald. Mér finnst ýmislegt benda í þveröfuga átt. Margir kjósendur virðast fremur ætlast til þess að stjórnmálamenn misfari með vald, hygli ákveðnum öflum, fari í manngreinarálit við úthlutun gæða og moki undir einstaklinga og fyrirtæki að geðþótta. Svona framkoma stjórnmálamanna vekur jafnvel meiri aðdáun heldur en hitt, a.m.k. í ákveðnum hópi og er sá hópur ekki alltaf lítill. Það sem virðist skipta marga meira máli er að geta þegið greiðana og að fíla sig sem „buddies“ í þessu kerfi, vera partur af klíkunni eða vinningsliðinu. Þegar upp um svona háttalag kemst vekur það yfirleitt litla athygli og enn minni hneykslan almennings sem tekur því með jafnaðargeði og finnst þetta bara eðlilegt. Með vandaðri skoðanakönnun væri svo sem auðvelt að kanna hug almennings til þessarar íslensku gerðar af spillingu til að komast að hinu sanna um hvaða kröfur almenningur gerir til stjórnmálamanna. Það væri áhugaverð könnun.

Spillingin íslenska er sennilega mest á sveitarstjórnarstiginu, sem er það svið stjórnmálanna sem er minna undir smásjá fjölmiðla og almennings. Þrátt fyrir það má benda á mýmörg dæmi úr stóru bólunni sem litla athygli fékk og vakti enn minni hneykslan. Ég held það séu ekki ýkjur ef því er haldið fram að mörg mál, sem upp komu á þessum árum, hefðu í nágrannalöndum okkar leitt til afsagnar viðkomandi stjórnmálamanns og rannsóknar lögreglu. Þar kemur sennilega til að engin aðili telur sig hafa frumkvæðisskyldu að rannsókn svona brota hér á landi og laga umhverfið er of veikt að þessu leyti. Til dæmis hefur það engar afleiðingar þó stjórnsýslulög séu brotin við úthlutun gæða sem hlaupa á milljónum eða milljónatugum.

Þá er þáttur fjölmiðla stór því þeir virðast forðast það eins og heitan eldinn að taka þessi mál upp, hugsanlega vegna tengsla við stjórnmálaöfl og auglýsendur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband