Of sterkt til orða tekið?

Mér finnst þetta of sterkt til orða tekið hjá Herdísi. Ég hefði sagt að: "Gamlir barnastólar geta verið varasamir" en að þeir séu dauðagildrur? Er þetta ekki gjaldfelling orðanna?

Er ekki lífið sjálft dauðagildra því á endanum verður það okkur að aldurtila?
mbl.is Gamlir barnastólar dauðagildrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega fáránlegur málflutningur varðandi þessa stóla. Sett fram af manneskju sem vill láta alla sjá hversu ómissandi stofnun hennar er. Leggja þetta rugl niður, eins og margar aðrar stofnanir, sem engum tilgangi þjóna öðrum en að kosta pening, en jafnframt tóm leiðindi fyrir almenning.

Halldór Egill Guðnason, 23.10.2014 kl. 13:55

2 Smámynd: Soffía Anna Steinarsdóttir

Þetta er ekki of sterkt til orða tekið því ef við þekkjum ekki sögu barnabílstóls eigum við ekki að nota hann, svo einfalt er það. Það er ekki nægilegt að segja að slíkur stóll geti verið varasamur því hann getur verið DAUÐAGILDRA!

Get ekki ímyndað mér að málflutningur HS hafi nokkuð með það að gera að hún sé að reyna að halda lífi í stofnuninni sem hún vinnur hjá og mér þykir þið tveir heldur vera að gera lítið úr lífum barna með ykkar málflutningi. Það er aldrei of varlega farið þegar börn eru annars vegar og ég er hrædd um að margir kasti krónunni en spari aurinn þegar þeir fjárfesta í barnabílstólum og það er fyrst og fremst vegna þekkingarleysis.

Soffía Anna Steinarsdóttir, 23.10.2014 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband