Ekki umferðarslys

Skilgreiningin á umferðarslysi er þessi:

Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðild að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð.

Það þýðir að fall gangandi vegfarenda eins og þetta eða önnur föll í hálku eru ekki skráð sem umferðarslys. Mikill fjöldi slysa verður við fall. Sennilega má telja þau í hundruðum á hverju ári en þar sem þau eru ekki skráð sem umferðaslys eru þetta slys sem við höfum litla hugmynd um. Af sama meiði eru íþróttaslys og önnur slys við hreyfingu sem eru líka lítið þekkt stærð.

Flest þessara slysa eru ekki alvarleg sem slik en mörg þeirra mundu þó geta fallið i flokk mikilla meiðsla samkvæmt skilgreiningunni yfir áverka í umferðarslysum. Einkum þó beinbrotin.

Skilgreing á miklum meiðslum ef umferðarslys:

Beinbrot, heilahristingur, innvortis meiðsl, kramin líffæri, alvarlegir skurðir og rifnir vefir, alvarlegt lost (taugaáfall) sem þarfnast læknismeðferðar og sérhver önnur alvarleg meiðsl sem hafa í för með sér nauðsynlega dvöl á sjúkrahúsi.

Eitthvað óþekkt hlutfall af þessum slysum eru raunverulega alvarleg og jafnvel banaslys. Á tíu ára tímabili eftir árið 2000 eru skráð tvö andlát í banameinaskrá Landlæknis þar sem ástæðan var fall í hálku. Það hlýtur að teljast vera lágmark því líklegt er að svona banamein séu frekar vanskráð heldur en hitt einkum þegar eldra fólk á í hlut. Fallið er þá kannski frumorsök en banamein er skráð sem einhver fylgikvilli beinbrots eða höfuðáverka.

 


mbl.is Á bráðamóttöku eftir fall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband