Andvana fædd?

Sundabraut er eðlileg þróun í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrr eða síðar þarf að gera ráð fyrir ytri leið norður fyrir og suður fyrir á höfuðborgarsvæðinu. Það er líka ágætis hugmynd að þetta verðí einkaframkvæmd.

Hinsvegar held ég að á þessum timapunkti sé hugmyndin andvana fædd. Sundabraut á að liggja allt norður á Kjalarnes á fjórum brúm og kosta um 60 milljarða samkvæmt lauslegum hugmyndum. Hætt er við að hún muni kosta mun meira en það og þar af mun fyrsta brúin yfir í Grafarvog verða dýrust. Hvernig á að fá einkaframtakið til að byggja óhagkvæmar og óþarfar brýr við núverandi umferð þegar nóg er að byggja þá fyrstu til að hala inn aurinn? Hver ætlar síðan að borga fyrir að keyra yfir brúnna þegar ókeypis verður að keyra Gullinbrú/Vesturlandsveg? Hætt er við að gera þurfi sérstaka samninga við einkaframtakið og að það verði bæði belti og axlabönd til að tryggja hagnað þeirra og að áhættan muni í raun liggja á hinu opinbera og almenningi af framkvæmdinni.

Gjaldtaka yrði að vera á hverri brú til að tryggja tekjur af hverjum áfanga því varla vilja Grafarvogsbúar kosta framkvæmdir norður eftir með háu gjaldi á fyrstu brúnni. Til að tryggja næga umferð má síðan líka ekki auka þjónustu á Vesturlandsvegi til að fá fleiri til að velja gjaldaleiðina um Sundabraut.

Sundabraut verður varla byggð fyrr en búið er að taka ákvörðun um uppbyggingu á Geldinganesi og Álfsnesi en það er ekki alveg í pípunum. Álfsnes á síðan áfram að verða leikvöllur Sorpu í sorpvinnslu og er stór hluti Álfsnes óbyggilegur af þeim sökum eins og fyrri sorphaugar á Geirsnefi og í Gufunesvogi.


mbl.is Til í viðræður um gerð Sundabrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband