Skeiðholt í Mosfellsbæ

Það stendur til að fara í framkvæmdir við Skeiðholt í Mosfellsbæ eins og sagt er frá á heimasíðu Mosfellsbæjar. Framkvæmdinni er lýst svona:

FÆRSLA SKEIÐHOLTS, GATNAGERÐ, LAGNIR OG HLJÓÐVEGGUR

Um er að ræða færslu á núverandi götu Skeiðholts í Mosfellsbæ. Helstu verkþættir eru rif og fræsing núverandi götu, gatnagerð fyrir nýrri götu, gerð bílastæðagötu, stígagerð, lagning regnvatnslagna, aðlögun annarra veitna og gerð hljóðveggja meðfram Skeiðholti.

Nú eru komin tilboð í verkið og er greint frá þeim á heimasíðu Mosfellsbæjar. Eftirfarandi tilboð bárust: 

Gleipnir ehf 135.293.490 kr
Stéttarfélagið ehf 131.027.750 kr
Steinmótun ehf 161.687.200 kr

Kostnaðaráætlun 117.684.700 kr

Breyting á skipulagi Skeiðholts var auglýst fyrr á árinu hérna.  

Ég gerði athugasemd við skipulagið vegna þess að mér fannst skynsamlegra að byggja litlar íbúðir á svæðinu. Athugasemdin er í meðfygljandi pdf skjali. 

Ég taldi að framkvæmdin væri óskynsamleg. Þótt hún nái því markmiði að auka umferðaröryggi sóar hún dýrmætu byggingarlandi og býr til óvistlegt umhverfi sem er fáum til gagns. Tekjur bæjarins af þessu landi yrðu 0 kr. en kostnaður talsverður við gerð og viðhald svæðisins.

Ég legg til að hætt verði við framkomið skipulag og að skipulag við Skeiðholt verði endurskoðað í heild sinni með það að markmiði að meðfram götunni verði komið fyrir þéttri byggð með litlum íbúðum sem henta þeim hópum sem nú eiga erfiðast uppdráttar á fasteignamarkaði. Svæðið í heild sinni er um 243 m á lengd og um 24 m á breidd, nema við Markholt þar sem breiddin er 38 m. Flatarmál er tæpir 6.000 m2 með þvergötunum. Á þessu svæði væri auðveldlega hægt að byggja nokkuð margar litlar íbúðir. Svæðið er í göngufjarlægð við alla nauðsynlega þjónustu eins og verslanir, leikskóla og skóla og liggur vel við öflugum almenningssamgöngum. Það væri því hægt að gera mjög hógværar bílastæðakröfur og bílastæðin ættu auðvitað að vera seld eða leigð sér frá íbúðunum. Gestastæði gætu verið með
gjaldskyldu. Tekjur bæjarins af íbúðunum yrðu umtalsverðar. Umhverfið yrði mun vistlegra og meira spennandi.

Það var ekki tekið tillit til minna athugasemda og búið að bjóða út framkvæmdina og tilboð komin.

Skeidholt


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband