Grein Frosta er að því leyti gölluð að hann heldur bara fram kostnaðinum við Borgarlínuna en reiknar ekki með kostnaðinum við þá miklu uppbyggingu gatnakerfisins sem Borgarlínan leysir af hólmi að töluverðu leyti næstu 20-30 ár.
Kostnaður sem hefur verið áætlaður fyrir Borgarlínuna eru um 70 milljarðar miðað við hraðvagnakerfi um 58 km í allt. 150 milljarðarnir miðast við ef allt kerfið yrði léttlestarkerfi sem sveitarfélögin eru nú þegar búin að afskrifa. Líklegast er að fyrsti áfanginn verði kannski á bililnu 25-30 milljarðar og mundi falla til á nokkrum árum.
Samsvarandi kostnaður sem hefur verið nefndur fyrir allar fyrirhugaðar stórar framkvæmdir í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu er um 150 milljarðar eða meira. Tafatími í umferðinni yrði samt meiri án Borgarlínu þrátt fyrir tvöfaldan kostnað. Frosti nefnir náttúrlega ekki að kostnaður er um helmingi hærri fyrir vegaframkvæmdirnar heldur en fyrir Borgarlínu. Það virðist reyndar vera sameiginlegt hjá flestum sem agnúast út í kostnað við Borgarlínuna að þeir virðast alveg sáttir við að eyða tvöfalt hærri upphæð í fleiri vegi og gatnamót.
Hvor leiðin sem verður valin þá dreifast útgjöldin á kannski 20-30 ár. Væntanlega verður farin blönduð leið og við eyðum kannski 70 milljarða í Borgarlínu og aðra 70 milljarða í vegaframkvæmdir á næstu 20-30 árum.
Svo sleppir hann auðvitað að fjalla um einkaneysluna sem sparast við að velja Borgarlínu fremur en ýtrustu vegaframkvæmdir næstu 20-30 ár. Þar eru bílarnir og bílastæðin kannski svipað háar upphæðir. Ef maður ætti að giska hleypur sú upphæð kannski á hundruð milljarða króna hvort um sig á þessu tímabili.
Fljótlegt dæmi: Ef annað hvert heimili sparar einn bíl í 30 ár eru það um:
3 bílar m.v. 10 ára afskriftartíma/2 (annað hvert heimili) = 1,5 bílar á heimili * 4 milljóna verð bíls = 6 milljónir fyrir bíla + 6 milljónir fyrir stæði. Samtals um 12 milljónir kr á heimili yfir þetta 30 ára tímabil. Þessar 1-2 milljónir (sem virðist ofáætlun um helming hjá Frosta) er bara klink miðað við þessar 12 milljónir sem sparast í einkaneyslu á heimili.
Ekki á leið í pólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 8.1.2018 | 16:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
þeir sem ekki vilja eiga bíl, eiga ekki bíl. Þeir sem vilj eiga bíl, eiga og nota bíl hvort sem þessi borgrlína er lögð eða ekki, Þú og Dagur hafið ekkert um það að segja. Ef þessi borgarlína verður byggð fer efnafólk sem á og vill nota bíl úr borginni og aumingja á strædó koma í staðinn.
Guðmundur Jónsson, 8.1.2018 kl. 20:04
Það er nú ýmislegt sem þú gleymir sjálfur að taka inn í reikninginn, hvert einasta verkefni hjá borginni tvöfaldast í kostnaði.
Hefurðu séð borgarlínuna hvar hún á að vera lögð? það eru kannski í besta falli 3% íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu sem eru í göngufæri við þetta batterý.
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að til að koma niður borgarlínunni þá þarf að taka af núverandi leiðum bíla sem þýðir að tafir yrðu gífurlegar fyrir bíleigendur og enn verri í framtíðinni þegar gott sem enginn peningur er settur í gatnakerfið vegna borgarlínunnar. Þannig að það er alrangt hjá þér að halda því fram að hún leysi einhverja uppbyggingu gatnakerfis af hólmi.
Einnig máttu ekki gleyma rekstrarkostnaðinum fyrir þetta stórslys né vöxtunum á láninu.. og hvar á að fá peninginn fyrir þessu, ekki er ég sem bíleigandi til í að borga fyrir eitthvað sem ég kem líklegast aldrei til með að nota.
Halldór (IP-tala skráð) 8.1.2018 kl. 22:27
Það er hægt að kynna sér Borgarlínuna hérna á vef Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kynningarfundur er n.k. fimmtudag. Borgarlínan er í skipulagsferli hjá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu en ekki bara borginni.
http://www.ssh.is/skipulagsferli
Halldór, hvað gerirðu ráð fyrir að fólk geti gengið langa vegalengd ef þú reiknar með að bara 3% íbúa höfuðborgarsvæðisins verði í göngufjarlægð?
Árni Davíðsson, 9.1.2018 kl. 10:09
Ég er fylgjandi nauðsynlegri umræðu um Borgarlínuna. Hitt er svo annað, að sú umræða má ekki fara líkt og umræðan var um flugvöllin, ef einn var á móti flugvelli, þá studdi hann manndráp og þeir sem voru með flugvelli voru utanbæjarsleikjur. Hvorki umræða um téða Borgarlínu eða flugvöll er gagnslítil ef þetta á að vera stefið, að mínu mati.
Ljóst er Borgarlína er verkefni til 20 ára. Samhliða því verður talsverð fjölgun á íbúum á Höfuðborgarsvæðinu öll, ekki bara í 101 eða í Úlfarársdal. Þess vegna er verið að vinna þetta verkefni, eins og ég skil það. Eins ef ferðamönnum heldur áfram að fjölga, þá bílum fjölga þar fyrir utan.
Það vita það allir að núverandi gatnakerfi mun ekki þola 50-70.000 bíla til viðbótar. Ekki nema að hér eigi að útbúa 3 akgreina aksturbrautir með mislægum gatanmótum frá Kvos og upp að Hólum, Melum og Foldum. Það er ekki borg sem ég sé fyrir mér að búa í.
Þeir sem e-ð hafa kynnt sér Borgarlínu vita augljóslega verður tíðni flutningseininga mun meiri en í dag. Eins verða þá minni vagnar sem flytja farþega úr hverfunum á þær stöðvar sem Borgarlína mun ganga um.
Verði þetta raunin verður nýtnin mun meiri eða eins og við sjá um hvernig þetta er gert á hinum Norðurlöndunum. Þar notumm við flest öll almenningssamgöngur.
Svo getur þessi umræða einfaldlega snúist um pólitík, að menn og konur kjósi að vera móti núverandi meirihluta, hvað sem gengur.
Það, þó svo að Borgarlína sé samþykkt af öllum þeim Sjálfstæðismönnum sem stýra hinum bæjunum hér í kring.
Undarlega umræða.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.1.2018 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.