Strætó hentar illa í dreifbýli

Staðahverfi virðist full dreifbýlt miðað við 1.170 íbúa á 38 ha lands (31 íbúi/ha) til að halda úti tíðum strætó samgöngum. Þjónusta á hálf tíma fresti þykir ekki óeðlileg þegar svo er bæði á Íslandi og í nágrannalöndum okkar. 

Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrir íbúa Staðahverfis. Lítil endurnýjun virðist hafa orðið í íbúasamsetningu í hverfinu sem má sjá af því að nemendum í grunnskólanum í hverfinu hefur fækkað mikið í gegnum árin. Þarna hefði þurft að koma til öflugri endurnýjun. Líklegt er að íbúarnir í svona dreifbýlu hverfi með háu hlutfalli af sérbýli nýti sér almenningssamgöngur litið og að flestir keyri.

Að mínum dómi hefði verið æskilegra að þétta þetta hverfi og sleppa t.d. íbúabyggðinni í Úlfarsárdal í staðinn. Núna situr borgin uppi með að þurfa byggja nýtt hverfi með nýja innviði og nýjan grunnskóla í Úlfarsárdal en í staðinn hefði verið hægt að þétta byggð í Grafarvogi,  nýta innviði þar og skapa betri þjónustu fyrir íbúana t.d. með tíðari strætóferðum.

Til dæmis hefði mátt byggja sunnan við Korpúlfstaðaveg frá Egilshöll að Úlfarsá á um 150 m breiðri ræmu og taka af golfvellinum sem því nemur. Það er um 20 ha svæði sem hefði verið hægt að leggja undir nýja byggð.

Korpulfstadahverfi


mbl.is Gefast upp á að nota strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband