Ósannað að öryggisbúnaður hafi fækkað slysum á börnum um 35%

Það er ekki vitað hver þáttur öryggisbúnaðar er í fækkun slysa. Að öllum líkindum er hann einhver. Líklegra er að fækkun slysa á börnum megi að mestu rekja til þriggja þátta.

  • Öruggari umhverfis og lægri ökuhraða í íbúðahverfum. 30 km hverfin og hraðatálmandi aðgerðir eins og hraðahindranir og þrengingar skipta þar líklega miklu.
  • Minni hreyfingar barna og meiri inniveru. Minni útileikir og hreyfingarleysi eru neikvæðir fylgifiskar.
  • Meiri notkunar öryggisbúnaðar. Börnum er mikið ekið sem er neikvætt en nú eru þau oftast í barnabílstólum eða beltum sem er þó ágætt.

 


mbl.is Umferðarslysum barna fækkað um 35%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlífðarbúnaður á drifsköft traktora skilaði strax marktækum árangri. Engin tölfræði til sem sýnir fram á að þrengingar hafi fækkað slysum

Grímur (IP-tala skráð) 1.6.2018 kl. 12:07

2 identicon

Þar sem aðeins er verið að fjalla um að færri börn meiðist í umferðarslysum sem farþegar í bíl þá má auðveldlega draga aðrar ályktanir en þú gerir. Fréttin hefði mátt taka það skýrar fram.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2018 kl. 16:43

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Það er kannski það sem ég er að benda á. Það er lítil eða engin tölfræði til um árangur af mismunandi aðgerðum.

Er annars slys við drifsköft dráttarvéla umferðarslys samkvæmt opinberri skilgreiningu á umferðarslysum? Það held ég ekki.

Umferðarslys:

Umferðarslys er það óhapp sem a.m.k. eitt ökutæki á hreyfingu á aðild að og á sér stað á opinberum vegi, einkavegi eða svæði sem opið er almennri umferð.

Árni Davíðsson, 1.6.2018 kl. 16:55

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Sæll Vagn.

Það kemur reyndar ekki fram að átt sé við börn sem slasist í bíl. Það er ekki hægt að túlka það öðruvísi en að þetta séu öll börn sem slasast í umferðarslysum og þá hlýtur að vera átt við skilgreininguna á umferðarslysi sem ég bendi á hér að ofan.

Samgöngustofa hefur tilhneigingu til að segja ekki alla söguna enda er raunveruleikinn oft flóknari en svo að hægt sé að skýra hann nema í lengra máli.

Árni Davíðsson, 1.6.2018 kl. 17:14

5 identicon

"Í um­ferðarlög­um kem­ur skýrt fram að ökumaður ber fulla ábyrgð á að farþegar und­ir 15 ára aldri noti rétt­an ör­ygg­is­búnað."  gefur vissa vísbendingu um viðfangsefnið þó skýrar hefði mátt að orði komast.

Vagn (IP-tala skráð) 1.6.2018 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband