Fyrir skemmstu skrifaði ég grein um byggingu íbúða og þjónustu á Hagatorgi við Hótel Sögu þar sem ég gerði ráð fyrir að engin bílastæði fylgdu íbúðum en að íbúar gætu samnýtt bílastæðin við Háskóla Íslands og lagt bílum sínum þar á kvöldin og um helgar. Nú hafa menn komið að máli við mig og verið óánægðir með að ekki skuli bílastæði fylgja íbúðum. Það að vera bíllaus er ekki allra og marga dreymir um að ganga beint ofan í bílakjallara og njóta alls þess besta sem stofnbrautarkerfi höfuðborgarsvæðisins hefur upp á að bjóða.
Auðvitað verð ég við þeirri ósk og því vil ég stinga upp á sambærilegri íbúðabyggð á hinum enda skalans. Ekki inni í íbúahverfi heldur einmitt þar sem aðstæður eru hagstæðastar fyrir bílaeigendur. Hvar er betra fyrir þá að vera en einmitt í slaufu paradísinni þar sem Miklabraut/Vesturlandsvegur og Sæbraut/Reykjanesbraut liggja saman? Þar liggja leiðir til allra átta.
Flatarmálið er svipað og flatarmál Kvosarinnar í miðborg Reykjavíkur og er nýtingarhlutfall svæðisins 0% í dag. Þarna er ekki eitt einasta hús (reyndar eitt veituhús). Af því koma engin fasteignagjöld og ekkert útsvar. Flatarmál svæðisins er um 132.000 m2 eða 13,2 ha. Á þeim er hægt á koma fyrir byggingum á um 4,4 ha ef við miðum við að byggja ekki yfir allar slaufurnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þarna væri hægt að byggja eins og fjögur Höfðatorg með öllu saman, bílakjöllurum og 18 hæða turnum og væri hægt að tengja svæðið vel við vegakerfið með að- og fráreinum. Almenningssamgöngur mundu líka eiga greiða leið þarna í gegn. Með því að byggja á svæðinu væri líka hægt að opna nýjar leiðir fyrir gangandi og hjólandi en eins og sakir standa er þetta svæði lokað fyrir þessa vegfarenda hópa.
Við skulum gefa okkur forsendur til að sýna möguleika svæðisins. Þær eru sýndar í meðfylgjandi töflu. Mögulegt byggingarsvæði skiptist í fjórar misstórar eyjar milli slaufa. Í töflunni er gert ráð fyrir að grunnflötur hvers turns sé um 1.000 m2 og að fjöldi þeirra sé mismunandi eftir stærð svæðisins frá tveimur upp í fimm turna eftir stærð slaufunnar. Væntanlega yrði meira og minna allt svæði á hverri slaufu byggt upp með bílakjöllurum, að- og fráreinum, stígum og göngum og gróðri til að koma umferð akandi, gangandi, hjólandi og almenningssamgöngum fyrir. Þetta byggingarmagn er ekki reiknað út. Hæð turna í þessari forsendu er 18 hæðir og er reiknað heildarflatarmál íbúðarýma og sameignar á hverri slaufu með því að margfalda grunnflöt x fjölda turna x fjölda hæða. Gefin er forsenda um 100 m2 meðalflatarmál íbúðar með sameign og hún deilt í heildarflatarmál gefur fjölda íbúða og það margfaldað með 1,5 íbúum á íbúð gefur heildarfjölda íbúa á slaufu. Þessar forsendur gefa fimmtán 18 hæða turna með heildarflatarmál 270.000 m2, 2.700 íbúðir og 4.050 íbúa. Nýtingarhlutfall lóða yrði 6,2 og gatnamótanna í heild um 2,0.
Auðvitað eru þessar forsendur samt óraunhæfar sem slíkar þar sem svona þétt íbúðabyggð án tenginga við skóla og leikskóla kemur ekki til greina. Reyndar er ekki útilokað að koma fyrir leikskóla og fyrstu stigum grunnskóla suðaustan við svæðið utan við slaufurnar, þar sem það snýr út á móti Elliðaánum, og gæti því visst hlutfall íbúða verið reist á staðnum.
Þessar hugmyndir eru fyrst og fremst settar fram til gamans til að sýna hvað plássið er mikið á þessum stað og hve miklu væri hægt að koma þarna fyrir. Ef farið verður í það að byggja upp þetta vannýtta land í slaufunum er líklegt að húsin yrðu mis há og þjónuðu mismunandi hlutverki svipað og á Höfðatorgi. Þarna væri góður staður til að koma fyrir skrifstofum, hótelum, þjónustu og íbúðum. Þetta er svæði sem hentar vel í slíka uppbyggingu og í raun mun betur en mörg þau svæði sem verið er að um-turna núna. Raunhæft er að gera ráð fyrir háu nýtingarhlutfalli þar sem samgöngur eru með allra besta móti í allar áttir bæði á einkabíl og með almenningssamgöngum og hjólandi.
Greinin birtist fyrst í Stundinni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | 5.6.2018 | 15:01 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.