Hættum að niðurgreiða akstur

Bílaeigendur borga eingöngu fé til ríkisins, ekkert til sveitarfélaganna. Það er búið að sýna fram á að þeir tekjustofnar standa ekki undir utgjöldum rikisins síðustu ár til vegakerfisins.

Allar götur sveitarfélaga, öll bilastæði og allur rekstur á þeim er greiddur úr sameiginlegum sjóðum einhverra, ekki beint af bilaeigendum eða af sérstökum sköttum sem þeir greiða.

Í götum og bílastæðum felst gríðarlegur sokkin kostnaður, sem i sífellu er verið að greiða af en sá kostnaður er sokkin í bókhaldinu og er ekki uppi á yfirborðinu. Þetta er árlegur kostnaður upp á nokkur prósent af landsframleiðslu, kannski um 40-80 milljarðar á ári.

Til viðbótar koma kannski um 10-20 milljarða niðurgreiðslur í gegnum skattkerfið til þeirra bílaeigenda sem njóta bifreiðahlunninda og ökutæjastyrkja. Ívilnanir til kaupa á rafmagnsbílum eru síðan kannski um 5-10 milljarðar í viðbót á ári.

Almenningssamgöngur Strætó fá um 2-3 milljarða á ári og það er látið eins og það sé rosa peningur.

Þrír milljarðar er u.þ.b. upphæðin sem fer á hverju ári í að laga skemmdir á slitlagi malbiks á höfuðborgarsvæðinu sem eingöngu má rekja til nagladekkja sem slíta yfirborði gatna um 20-40 falt meira en ónegld vetrardekk, það er um 2000-4000% meira.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sleppa reiðhjólastígunum sem kosta einhverjar milljónir á hvert reiðhjól, auk þess sem hjólreiðamenn nota göturnar ótæpilega.

Vagn (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 05:11

2 identicon

Auk þess eru hjólreiðamenn ekki með skyldutryggingu þannig að þeir geta engan veginn bætt skaða á ökutækjum eða gangandi ökummönnum sem þeir valda.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 08:16

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þú gleymir að vegagerðin sér alfarið um byggingu, rekstur og viðhald asamt þjónustu stofnbrauta sveitafélaga. Þar kemur inn stórt hlutfall til baka sem bíleigendur borga til ríkis.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.3.2023 kl. 10:43

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Vagn og Jósef. Það má alveg halda sig við efni færslunnar. Hið opinbera kostar fjölmargt sem ekki er til umræðu hér. Allar íþróttavelli af öllu tagi og allt starf innan íþrótta t.d. 

Hallgrímur. Ég gleymi ekki hlut ríkisins né skatttekna þess af bílaeigendum: "Bílaeigendur borga eingöngu fé til ríkisins, ekkert til sveitarfélaganna. Það er búið að sýna fram á að þeir tekjustofnar standa ekki undir utgjöldum rikisins síðustu ár til vegakerfisins."

Árni Davíðsson, 5.3.2023 kl. 11:00

5 identicon

Megin reglan er sú að hver borgi fyrir sig. Hversvegna eiga bíleigendur að borga vegina fyrir hjólreiðafólk? Svaraðu nú kaupmannspungur.cool

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 12:05

6 Smámynd: Árni Davíðsson

Jósef. Meginreglan er ekki að hver borgi fyrir sig. Vandamálið er einmitt að bílaeigendur borga ekki fyrir sig. Þú ættir að lesa það sem stendur í færslunni.

Svo máttu sleppa að uppnefna fólk. 

Árni Davíðsson, 5.3.2023 kl. 13:10

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Bíleigendur greiða mun meira en þú heldur. 90% eldsneytisverðs

er skattur sem er eyrnamerktur til vega og viðhaldsmála.

Svo merkilega vill til, á hinu óspillta landi, að einungis

20% skila sér þangað og restinn er notuð í eitthvað allt annað

en lög gera ráð fyrir. Beindu frekar þinni skoðun á Alþingi

og ríkisstjórn, því ef ekki væri fyrir þennan þjófnað af 

skattinum í eitthvað allt annað þá værum við með besta

vegakerfi í heimi bæði í borg og bý.

Ekki er það nú stórmannlegt að nota uppnefningar. Svei.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.3.2023 kl. 13:52

8 Smámynd: Árni Davíðsson

Þetta er gömul þjóðsaga og áróður FIB þar sem allt er týnt til. Við borgum Vsk. af allri vöru og þjónustu og ekki bara bílnum en FÍB hefur rekið áróður fyrir því að allt sem tengist bílum eigi að gagnast bílaeigendum, sem er auðvitað hrein steypa. Ef maður kaupir Opal pakka á þá Vsk. að gagnast Opal kaupendum? Nýjasta nýtt er hér: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-20-tekjur-rikisins-af-okutaekjum-halda-ekki-i-vid-utgjold og hér: https://www2.deloitte.com/content/dam/Deloitte/is/Documents/tax/skattadagur/2023/stefania%20kolbrun%20asbjornsdottir.pdf

Árni Davíðsson, 5.3.2023 kl. 14:15

9 identicon

Það vill oftast gleymast þegar rætt er um kostnað við vegakerfið að ríki og sveitarfélög fá megnið af sínum tekjum frá störfum og starfsemi sem ekki væri til nema vegakerfi væri fyrir hendi. Og þegar vegir eru lagðir er það æði oft til að koma til móts við þarfir atvinnuveganna frekar en bíleigenda. Sem sést ágætlega á því að metinn er þjóðhagslegur ávinningur af vegaframkvæmdum áður en framkvæmdir hefjast. Og sé þjóðhagslegur ávinningur ekki verulegur eru óskir og þarfir bíleigenda oftast að engu hafðar.

Það þarf víst vegi svo Reykvíkingurinn geti keypt sér mjólk, kjöt, kartöflur og ferska ávexti innan borgarmarkanna. Undarlegt væri að sjá fólk burðast með sementspoka og sand, sófasett og ísskápa þar sem alla vegi vantaði. Babú, babú, við erum að koma hlaupandi úr Breiðholtinu með slasaðan mann á börum! Og hótelin fyllast seint ef túristar þurfa að labba frá Keflavík með farangurinn og að skoða Geysi væri viku gönguferð.

Niðurstaðan, ef dæmið væri heiðarlega allt gert upp, væri því sennilegast sú að bíleigendur borga fyrir sig og marga aðra. Bíleigendur eiga mikið inni hjá þeim sem hafa komið sér hjá því að greiða sinn hlut en njóta þess út í ystu æsar að vegakerfi er fyrir hendi.

Vagn (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 18:03

10 identicon

Það er eiginlega engin glóra í neinni fullyrðingu í þessum pistli.

Innviðir einsog götur eru nauðsynlegur hluti af efnahagslegri starfsemi svo hægt sé að dreifa vörum og þjónustu með hagkvæmum hætti sem og sinna neyðarþjónustu. Hjólreiðar gegna þar ENGU hlutverki. 

Sveitarfélög innheimta GATNAgerðargjöld af öllum nýbyggingum sem standa undir ÖLLUM innviðum við byggingu nýrra hverfa, gatna, göngustíga OG hjólreiðastíga. Þá innheimta sveitarfélögin fasteignagjöld af öllum fasteignum sem ætlað er að standa undir viðhaldi þessara sömu innviða sem og snjómokstri. Ef það væru engar götur þá væru engar nýbyggingar mögulegar því byggingarefni er ekki flutt með reiðhjólum. Sveitarfélögin hafa ekki beinar tekjur af bifreiðanotkun en þau hafa heldur engar beinar tekjur af reiðhjólanotkun... 

Álögur af eldsneyti standa undir framkvæmdum ríkisins við vegakerfið. Hallinn á þeim reikningi NÚNA má skýra með afgangi sem varð til í kjölfar hrunsins þegar framkvæmdir voru skornar niður en bensíngjaldið rann í ríkissjóð. Hallann núna á síðan að mæta með veggjöldum síðar meir...en eingöngu á bifreiðar...ekki á reiðhjól sem þó nota þessa sömu innviði.

5% af heildartekjum ríkisins kemur frá bifreiðum og er virðisaukaskattur þar ekki meðtalinn. Þetta eru um 51 milljarður á ári. Þetta eru tekjur sem ríkið þyrfti að bæta sér upp með öðrum hætti ef mjólkurkúin missir nytina. 

Það eru ENGIN bein gjöld tekin af reiðhjólamönnum vegna notkunar á reiðhjólastígum eða hinu almenna gatnakerfi sem fjármagnað er af ríkinu með tekjum af bifreiðum.

Kostnaður við bílastæði eru greidd af EIGENDUM þessara bílastæða. Einu bílastæðin sem eru "niðurgreidd" eru á litlu svæði í miðju Rvk og það er pólitísk ákvörðun meirihlutans í borginni væntanlega fyrst og fremst til að hygla sjálfum sér.

Bifreiðahlunnindi og ökutækjastyrkir eru skattskyldar tekjur en ökutækjastyrkir undanþegnir að svo miklu leiti sem aksturinn var í þágu atvinnuveitanda.

Svokallaðir samgöngusamningar, sem ná m.a. til hjólreiða, eru skattfrjálsir.

2-3 milljarðar ERU rosa peningur og ef allur kostnaður við rekstur almenningssamgagna væri greiddur af notendum myndi farið kosta um 1500 krónur.

Það er bara skortur á pólitískum vilja að nagladekkjanotkun sé ekki skattlögð. Hefur ekkert með neina grundvallarspurningu að gera. 

Notkun reiðhjóla er 10x hættulegri per ekinn kílómeter en notkun einkabílsins. Væri ekki eðlilegt að banna notkun reiðshjóla vegna álags á heilbrigðiskerfið? Það er engin heilagur réttur að mega hjóla út um allt og leggja kostnað á aðra borgara í þessu landi. Þú getur alltaf jú tekið strætó í staðinn. Þessi punktur er bara settur fram til að sýna að það er ekkert mál að setja fáránlegar skoðanir fram með "rökrænum" hætti með því að horfa fram hjá heildarmyndinni. 

Magnús (IP-tala skráð) 5.3.2023 kl. 18:59

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Bílaeigendur borga í sameiginlega sjóði, ekki satt? Götur sveitafélaga koma öllum til góða, er það ekki?

Wilhelm Emilsson, 5.3.2023 kl. 20:09

12 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég legg til að vegaskattur verði lagður á hjólreiðamenn, enda borga þeir ekki fyrir vegi eins og þeir sem borga skatta gengnum kaup á eldsneyti fyrir bíla, og svo framvegis. 

Rétt væri að þeir borguðu eins og aðrir fyrir afnot af vegum þegar þeir hjóla, þegar vörur eru fluttar til verslana sem þeir nota og þegar vðrum er dreift heim til þeirra. 200 þúsund á ári fyrir hvert reiðhjól kannski? 

Það er gotta að minna á að fólk á að borga fyrir sig, takk fyrir pistilinn, Árni.

Hörður Þórðarson, 5.3.2023 kl. 22:00

13 identicon

Hjólreiðar eru langhættulegasti ferðamátinn. Gúgglaðu það. En auðvitað dáist maður af þeim sem hjóla í þessu veðravíti sem hér er. Kostnaður við stíga og þess háttar á hvern hjólaðan km. er geysihár ef að líkum lætur. Á því eru ekki gerðar mælingar; best að vita ekki sannleikann þar um. 

Rafbílar eru öruggasti ferðamátinn og sá umhverfisvænsti, ekki satt?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 6.3.2023 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband