Jörðin er flöt segir FÍB

Léleg blaðamennska. Jörðin er flöt og Moggin birtir þá niðurstöðu FÍB hugsunarlaust. Kannski ættu fjölmiðlar að hugsa sig um og bera fullyrðingar fólks út í bæ undir einhvern sem þekkingu hefur á málefninu?

Það sem er fyndnast við þessa fullyrðingu FÍB er að þeir afsanna hana í sömu málsgrein:

"Á sömu einu mínútunni geta 150* einkabílar farið þessa leið á 40 km hraða. Þó aðeins einn farþegi sé í hverjum einkabíl, þá er bíllinn samt þrisvar* sinnum afkastameiri en strætóinn. Til að strætó nái einkabílnum í afköstum þyrftu þrír* strætisvagnar með 50 farþega hver að vera á ferðinni þessa einu mínútu."

Hugsið svo aðeins! Hvað geta margir strætisvagnar farið sömu leið á sömu mínútunni og 150 einkabílar fara með kannski 1,1 einstakling að meðaltali í bílnum? Kannski svona 50-100 strætisvagnar. Hvor er þá með meiri afkastagetu, 150 einkabílar eða segjum 50 strætóar?


mbl.is Segja einkabílinn afkasta meiru en strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Árni !

Það væri nú kannski ekki úr vegi; að þið á Reykjavíkursvæðinu færuð að átta ykkur á, að það fara fleirri landsmenn um stræti og torg Reykjavíkur og nágrennis en þið ein, hjólandi og akandi - eða þá: með strætisvögnunum.

Varla; ætlist þið til þess, að við:: sem komum utan af landsbyggðinni sjeum að paufazt með stærri - sem og smærri pinkla og böggla á milli tiltekinna áætlana leiða hinna svo kölluðu Strætó b/s, eða hvað ?

Og nú; tala jeg sem Sunnlendingur (úr Árnesssýslunni, nánar tiltekið), ágæti drengur.

Munum bara; að Strandamenn - Þingeyingar - Hjeraðsbúar auk fjölda annarra þurfa nú stundum að erinda í Reykjavík og nágrenni:: ekki bara þið, sem búið á þeim hluta Suðvestur-hornsins.

Fjölgun akreina; ætti ekki að vera neitt stórmál / fremur en lagning marg umtalaðrar Sundabrautar - í stað Borgarlínu óráðssíu kjaptæðisins, Árni minn.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.9.2024 kl. 20:59

2 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Ekki ætla ég að efast um stærðfræðihæfni eins eða neins. En oftar en ekki þegar ég lendi í að aka á eftir strætó um Lindahverfi verð ég var við að vagninn er án farþega. Afkastagetan er til staðar en afköstin engin þar. Það er óþarfi að leggjast í milljarðafjárfestingar fyrir Borgarlínu. Til að gera almenningssamgöngur nothæfar á höfuðborgarsvæðinu þarf að auka tíðni ferða og leiða og hafa þær fríar. Milljarðarnir myndu nýtast mun betur þannig.

Örn Gunnlaugsson, 5.9.2024 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband