Réttu máli hallað

Það er ekki rétt að sveit­ar­fé­lögin hafi bannað dreif­ingu taðs á opin svæði og það er bæði heimilt að nýta það til upp­græðslu og ræktunar. Það þarf bara að gera það af einhverju viti og með leyfi landeigenda. Hversvegna Linda Björk Gunn­laugs­dótt­ir, formaður Lands­sam­bands hesta­manna­fé­laga, kýs að hagræða sannleikanum hlýtur að vera rannsóknarefni og kannski hefði blaðamaður átt að spyrja hana áleitinna spurninga frekar en að dreifa áróðri hestamanna umhugsunarlaust. Þetta sýnir enn og aftur á hvaða stigi blaðamennska er á Íslandi. Hagsmunaöðfl mata fjölmiðla á áróðri og rugli sem þeir gleypa við án þess að spyrja einnar gagnrýninnar spurningar eða leita álits einhvers sem vit hefur á málinu. Á Facebook má sjá að nær allir sem tjá sig um þessa "frétt" trúa bullinu eins og nýju neti og er þá sennilega tilganginum náð hjá Landssambandi hestamannafélaga.

Líklega er þetta upphlaup hestamanna ætlað að koma kostnaði við dreifingu á hestaskit frá þessari íþrótt og atvinnuvegi á herðar skattgreiðenda eins og endranær. Svo tuða menn um háa skatta og útþenslu hins opinbera.


mbl.is Mikill hiti í hestamönnum vegna hrossaskíts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband