„Útrýmingarbúðir“ er óheppileg þýðing á „Concentration camp“

Dómsmálaráðherra páfagarðs notaði orðið Concentration camp" sem nær væri að þýða sem fangabúðir eða einangrunarbúðir. Gasa svæðinu er réttilega lýst sem risastórum fangabúðum fyrir Palestínumenn. 

Hugtakið  Concentration camp" var fyrst notað af Bretum í búastríðinu yfir fangabúðir sem þeir settu upp til að einangra íbúa Búahéraðanna frá skæruliðum Búa til að þeir nytu ekki stuðnings íbúana. Bretar brenndu og eyðilögðu bæi og ræktarland og ráku íbúana saman í þessar fangabúðir þar sem þeir bjuggu við illan kost og dóu umvörpum úr hungri, sjúkdómum og vosbúð. Fleiri herir hafa þó rekið slíkar fangabúðir til að geyma óbreytta borgara bæði fyrr og síðar þó hugtakið hafi fyrst verið notað þarna. Útrýmingarbúðir eru frekar það sem á ensku heitir Extermination camp" og hefur einungis verið rekið af nasistum í Þýskalandi.  Það er þó skilgreiningaratriði hvenær staður eða búðir þar sem fjöldamorð og útrýming hópa fer fram eru kallaðar útrýmingarbúðir.

Hernað Ísraelsstjórnar á Gasa má best skilja sem kosningabragð fyrir komandi þingkosningar til að bæta stöðu núverandi stjórnarflokka í augum sumra ísraelskra kjósenda. Ísraelsstjórn veit vel að þeir geta ekki brotið Hamas á bak aftur né stöðvað eldflaugaskothríð Hamas eða annarra samtaka nema skamma stund. Stjórnmálamönnunum er sama Þótt um 1000 manns láti lífið og mörg þúsund særist í þessum aðgerðum þeirra og þótt stór hluti þeirra sé óbreyttir borgarar og börn.

Okkar stjórnmálamenn eru sumir eins. Gleymum því ekki að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson ætluðu að láta íraskan almenning greiða með blóði sínu fyrir áframhaldandi veru bandaríska hersins á Íslandi þegar þeir gerðust þátttakendur í hinni ólöglegu innrás í Írak.



mbl.is „Allsherjar útrýmingarbúðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband