Bílastæðavandi?
Nýlega var rætt við yfirmann á Landspítalanum um erfiðleika við að fá bílastæði við spítalann. Þetta þekkja allir sem komið hafa á spítalann á bíl og er augljóst óhagræði fyrir sjúklinga sem eiga erfitt um gang. Í máli yfirmannsins kom fram að þetta stæði nú allt til bóta eftir færslu Hringbrautar því þá væri hægt að byggja enn þá fleiri bílastæði en nú eru! En er það eina lausnin sem kemur til greina?
Undanfarin ár hafa tveir stærstu vinnustaðir landsins, Háskóli Íslands og Landspítalinn, verið í aðhaldi hjá eiganda sínum, ríkinu. Vegna þess geta þeir ekki haldið í við aukna eftirspurn eftir þjónustu frá sjúklingum og nemendum. Stjórnendur þeirra hafa reynt að grípa í taumana með aðhaldsaðgerðum og hefur aukin gjaldataka á sjúklinga og skólagjöld á nemendur komið til álita. Ég ætla ekki að fjalla um þessi fjárhagsvændræði sem slík. Mig langar hinsvegar til að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé eðlilegt að svona stofnanir reki ókeypis bílastæði fyrir starfsfólk og þá sem njóta þjónustu þeirra? Er það ekki hlutverk þeirra fyrst og fremst að veita þá þjónustu sem þeim er falið, menntun og heilbrigðisþjónustu? Eru frí bílastæði hluti af þeirri þjónustu?
Kostnaður við bílastæði.
Gerð bílastæða, rekstur þeirra og landið sem fer undir stæðin kosta peninga. Í miðborginni þar sem þessar stofnanir eru er land sérstaklega dýrt. Samtökin sem lögðust gegn færslu Hringbrautar hafa metið verðmæti landsins sem fara undir brautina á um 6 milljarða. Ég hef engar tölur um verðgildi landsins undir bílastæðunum en víst er að það er ekki ókeypis. Bílastæði við þessar stofnanir eru í eðli sínu takmörkuð gæði. Ef eftirspurninni er ekki stýrt er hætt við að framboðið dugi aldrei til nema með því að leggja meginhluta byggingarlandsins undir bílastæði eða að byggja dýr bílastæðahús. Jafnvel eftir slíkt átak er en óleystur sá vandi að starfsfólk sem mætir fyrst á morgnana leggur í stæðin næst húsunum en sjúklingar og fatlaðir verða að gera sér að góðu stæði langt í burtu. Er þá skynsamlegt fyrir stofnanirnar að auka framboðið og leggja en meiri kostnað í bílastæði af takmörkuðu fjármagni sínu? Er ekki skynsamlegra að taka upp stýringu á þessum takmörkuðu gæðum og láta þá sem nota stæðin greiða fyrir þau og ná þannig jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar?
Gjaldtaka og aðrar aðgerðir.
Ef vel ætti að vera ætti gjaldtaka fyrir bílastæði að standa undir gerð, rekstri, viðhaldi og kostnaði við landið undir stæðunum. Þá bæru stofnanirnar engan kostnað af rekstri bílastæðana af takmörkuðu fjármagni sem ríkið skammtar þeim. Einnig ætti að grípa til annarra ráðstafana til að draga úr eftirspurn s.s. með skipulagningu almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Einnig ætti að vera fjárhagslegur hvati fyrir starfsmenn eins og hlunnindi greidd sem afsláttar kjör á reiðhjólum og afsláttur á fargjöldum með strætó. Slíkar hlunnindagreiðslur mundu nýtast öllu starfsfólki en ekki mest þeim sem best hafa kjörin eins og hlunnindagreiðslur með einkabílum starfsmanna í dag.
Fyrirkomulag gjaldtöku.
Fyrirkomulag gjaldtöku getur verið ýmiskonar. Starfsmenn og nemendur gætu greitt mánaðargjald inn á ákveðinn stæði. Upphæð gjaldsins gæti verið á bilinu 2-5000 kr. Gestir og sjúklingar gætu greitt tímagjald eins og tíðkast í bílastæðahúsum. Einnig mætti hafa kerfi með gjaldfrí stæði með tímamörkum á stöðu svipað og menn þekkja frá Danmörku þar sem notaðar eru tímaskífur. Húsverðir þyrftu að hafa vald til að skrifa út sektir á bíla sem brytu gegn stöðureglum. Bílar, sem ekki hafa mánaðarkort eða tímaskífur, eru komnir fram yfir í tíma, standa á gangstéttum eða utan bílastæða yrðu sektaðir umsvifalaust. Í gjaldfríum stæðum mundu skussarnir greiða fyrir rekstur stæðana með sektum.
Gjaldtaka er sanngjörn.
Það að sífellt þurfi að leggja meira land undir bílastæði í samfélaginu er ekki náttúrulögmál. Það eru til aðrar betri lausnir sem allir græða á. Með því að hafa sanngjarna gjaldtöku á bílastæðum er tryggt að:
- Framboð á stæðum er nægjanlegt þar sem þörf er á og fyrir þá sem á þurfa að halda.
- Komið í veg fyrir að stærstur hluti landnotkunar verði fyrir bílastæði.
- Skapaður möguleiki á aðlaðandi umhverfi með bættum útivistarmöguleikum og styttri vegalengdum milli staða.
- Þeir borgi sem kostnaðinum valda.
Grein í Mogganum 5. apríl 2005
Meginflokkur: Birtar blaðagreinar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 8.1.2009 | 22:18 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.