Fimm spurningar að spyrja fjármálamenn og banka

Oft finnst mér að fjölmiðlar spyrji ekki viðmælendur þeirra spurninga sem skipta máli hverju sinni. Hér á eftir fara fimm spurningar sem fjölmiðlamenn mega gjarnan spyrja fjármálamenn landsins og bankana.

1) Samkvæmt opinberum tölum skulda íslendingar og íslensk fyrirtæki um 10.000 milljarða erlendis en ekkert er að óttast því á móti koma traustar eignir sem bókfærðar eru upp á um 8.000 milljarða. Ef við gleymum bókhaldsbrellunum í augnablikinu, hvert er þá raunverulegt virði þessara eigna íslendinga erlendis?

2) Hvaða tekjur hafa íslendingar og íslensk fyrirtæki af þessum eignum?

3) Duga tekjurnar til að greiða afborganir og vexti af lánum sem tekin voru til að kaupa eignirnar?

4) Mikið af þessum lánum eru skammtímalán sem voru tekin á lágum vöxtum. Ef tekst að endurfjármagna lánin verða nýju lánin með hærri vöxtum. Eru tekjurnar nægjanlegar til að standa straum af afborgunum og vöxtum gamalla og nýrra lána?

5) Hvað gerist ef íslendingar hafa ekki nægt tekjustreymi af þessum eignum til að standa undir afborgunum og vöxtum?

Grein í Mogganum 6. október 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband