Ég hef hjólað mikið á höfuðborgarsvæðinu frá því ég var 22 ára. Þá átti ég lengst af heima innarlega á Kársnesi en var í skóla og vinnu á Grensás, Keldnaholti, HÍ, Miðbænum og Garðatorgi. Eftir að ég lauk námi hef ég alltaf unnið í útjaðri höfuðborgarsvæðisins af einhverri undarlegri ástæðu. Nú á ég á heima utarlega á Kársnesi en vinn upp í Mosfellsbæ. Þar áður var ég í Hafnarfirði. Þegar ég byrjaði á þessum vinnustöðum hætti ég að hjóla í vinnu í nokkra mánuði eða jafnvel ár. Ég varð að yfirvinna einhvern þröskuld í hvert skipti auk þess sem ætlast var til að maður væri á einkabíl í vinnunni. Þegar ég síðan steig yfir þröskuldinn og hjólaði í vinnuna uppgötvaði ég að þetta var ekki óyfirstíganlegt frekar en fyrri daginn og nú hjóla ég um 1-2 viku í í vinnu árið um kring. Ég skipulegg vinnuna þannig að ég þarf ekki að fara langt þá daga sem ég er á hjóli. Ég hef líka uppgötvað að strætó er ákjósanlegur ferðamáti saman með reiðhjólinu. Yfir veturinn, sérstaklega í slæmum veðrum, tek ég hjólið með í strætó frá Grensás upp í Mosó og kem því þokkalega ferskur og ósveittur í vinnu. Hef a.m.k. ekki ennþá verið rekin af kaffistofunni fyrir stæka svitalykt þótt ekki sé aðgangur að sturtu. Ég get skipt um föt og strýk svitann af með klút ef hann er einhver. Með strætó uppeftir svitnar maður varla neitt þrátt fyrir stuttan hjólatúr frá Kársnesi á Grensás.
Ég ætla að skrifa nokkrar leiðalýsingar undir titlinum Hjólað í vinnuna á næstunni eftir því sem ég hef tíma til. Tilgangur skrifanna er tvíþættur. Vonandi hvetur þetta einhvern til að taka fram hjólið og prófa. Sá hin sami á eftir að uppgötva að hindranirnar eru fyrst og fremst í huga hans sjálfs en ekki í umhverfinu. Leiðalýsingarnar hjálpa líka vonandi öðrum að finna góðar leiðir, sem henta þeim til að hjóla milli áfangastaða.
Ég ætla að skrifa nokkrar leiðalýsingar undir titlinum Hjólað í vinnuna á næstunni eftir því sem ég hef tíma til. Tilgangur skrifanna er tvíþættur. Vonandi hvetur þetta einhvern til að taka fram hjólið og prófa. Sá hin sami á eftir að uppgötva að hindranirnar eru fyrst og fremst í huga hans sjálfs en ekki í umhverfinu. Leiðalýsingarnar hjálpa líka vonandi öðrum að finna góðar leiðir, sem henta þeim til að hjóla milli áfangastaða.
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 15.4.2009 | 00:22 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Velkominn á Bloggið Árni. Gaman að sjá alvöru hjólreiðafólk hérna inni.
En í pistlinum þínumhittir þú gjörsamlega naglann á höfuðið. Að það er bara að stíga yfir þröskulinn til að byrja að hjóla í vinnuna. Þetta er bara skref sem þarf að taka og þú kemur nákvæmnlega með það sem fólk þarf að heyra. Það þarf ekki að hjóla alla daga og allt sem maður fer. Hjólreiðar er lífsstíll en ekki þráhyggja og því hægt að blanda því saman við aðra samgöngumáta, hvort sem það er strætó eða einkabílinn.
Ég bíð spenntur eftir frekari pistlum frá þér.
Kveðja Vilberg
Vilberg Helgason, 20.4.2009 kl. 19:34
Blessaður Árni, velkominn á bloggið. Líst vel á þetta hjá þér, ein leiðin sem er í myndaalbúminu er leiðin sem ég hjóla til að komast í Kópavogslaug.
Ég hef einmitt gert töluvert af því að skoða leiðarlýsingar hjá þeim sem eru að hjóla, ég er ferlega áttavillt og villist endalaust, þannig ramba ég iðulega upp að Rauðavatni eða inn í Heiðmörk þegar ég ætla að fara eitthvert allt annað. Ætla að bæta úr þessu með því að fara í hjólatúrana sem fjallahjólaklúbburinn verður með á þriðjudagskvöldum í sumar.
Hjóla-Hrönn, 20.4.2009 kl. 22:54
Þakka hlýjar kveðjur. Ég vona að ég standi undir þessum væntingum og að menn drepist ekki úr leiðindum að skoða myndir af götum, stígum og malbiki. Mikið af þeim stöðum sem ég hjóla um á leiðinni uppí Mosó eru ekki sérstaklega fallegir þótt fjallasýnin sé fögur. Verst er að þessar slóðir eru algjörlega mannlausar fyrir utan bílstjórana. Ég vona að það breytist í framtíðinni.
Ég lít gjarnan á bloggin ykkar reglulega og hef gaman að.Árni Davíðsson, 23.4.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.