Hjólað í vinnuna, Mosfellsbær-Vesturlandsvegur-Kársnes

1. mynd. Leiðin liggur úr Þverholti í Mosfellsbæ eftir Vesturlandsvegi niður á Bíldshöfða. Þaðan er farið inn á Fossvogsstíginn upp á Nýbýlaveg og út á Kársnes.

 Á hjóla og göngustígakorti Reykjavíkur / Höfuðborgarsvæðisins er sýndur malarstígur austan við Vesturlandsveg. Að mínu áliti er ekki hægt að mæla með honum til almennra hjólreiða. Þetta er fjallahjólastígur sem er venjulega laus í sér og skorin af utanvega mótorhjólum. Það þarf að fara hann varlega og maður fer hægt yfir.

 Leiðin sem ég lýsi hér er því á Vesturlandsveginum og á vegöxlum hans.

2. mynd. Frá „Kjarna“ að Þverholti 2 í Mosfellsbæ er hjólað eftir stíg upp frá nýja torginu þar sem gamli hitaveitustokkurinn lá áður ofanjarðar. Þessi leið sýnir hvernig þægilegur útivistarstígur gæti litið út ef hann mundi ná alla leið til Reykjavíkur. Hann er frekar skýldur af húsum og gróðri og ánægjuleg byrjun á ferðinni.   2 1Hladhamrar2 2V Hulduholar

 Af honum er beygt út í Langatanga framhjá OLIS stöðinni og farið í fyrsta hringtorgið á leiðinni til Reykjavíkur við fjallið Lágafell.

 

Ég hjóla gjarnan rétt innan við hvítu linuna í brún vegarins. Ef vegöxlin er með góðu yfirborði, nægilega breið og ekki þakin sandi eða öðru hjóla ég á henni. Vegöxlin er misbreið á leiðinni í bæinn og yfirborðið er misgróft. Víðast hvar er hún ekki mjög þægileg til hjólreiða vegna þess að yfirborðið er gróft og sprungið. Auðvelt ætti að vera að hafa vegöxl með staðlaðri breidd og með góðu yfirborði því plássið er nægjanlegt til hliðanna. Því miður hefur Vegagerðin ekki hugað nægilega vel að þessu.

 3. mynd er tekin í átt að Úlfarsfelli við Hulduhóla og sýnir góða vegöxl sem er að vísu ekki alveg nægjanlega breið. Í grennd við fellin í Mosfellsbæ getur verið sviptivindasamt og er gott að hafa það í huga þegar hjólað er á þessum slóðum. Sviptivindarnir eru hlémegin við fellin, þ.e. mest í austlægum áttum. Sog frá bílum getur líka verið varasamt í miklum vindi en sogið kemur hlé megin við bílana. Ef það er austlæg átt og vindhraðinn komin upp í tveggja stafa tölu t.d. á Korpu er líklegt að vindhviður séu orðnar óþægilegar á þessum slóðum.

2 3V Hamrahlid

 4. myndin er tekin við hringtorg við skógræktina í Hamrahlíð. Til að hjóla á Vesturlandsvegi þurfa menn að ná tökum á að hjóla í gegnum hringtorg sem eru fjögur á þessari leið. Hringtorg eru mjög örugg gatnamót en því miður fara margir bílstjórar of hratt í gegnum hringtorgin. Ef menn eru óöruggir í hringtorgum bendi ég mönnum á að æfa sig með einhverjum sem kann að hjóla í gegnum þau, t.d. þjálfuðum hjólafærnikennara.

 Taka þarf sér ríkjandi stöðu á akrein þegar farið er í gegnum hringtorg. Mér finnst best á Vesturlandsveginum að vera á ytri akrein því mest öll umferðin er að fara beint áfram í gegnum hringtorgið, fáir koma á móti og fara út í þriðja útafakstri, sem mundi skera leið hjólreiðamanns í gegnum hringtorgið. Ég gæti þá að bilum fyrir aftan (gott að hafa spegill) og þegar hentugt bil er á milli bíla tek ég mér ríkjandi stöðu á ytri akrein, gæti að umferð í hringtorginu og held beint í gegnum hringtorgið stystu leið innan ytri akreinar. Þegar ég beygi útaf held ég ríkjandi stöðu nægilega lengi til að vera ekki klemmdur af bíl við hlíðina og færi mig svo út kant og þá komast bílarnir fram úr.

 5. mynd er tekin við afrein að Korputorgi. Afreinar eru miserfiðar eftir magni umferðar, lengd afreinar og fjölda akreina á afrein. Gott getur verið að fylgja vegbrún inn á afrein ef umferð er mikil eða afrein löng. Síðan er sveigt yfir afreinina út á akbrautina þegar komið er að enda afreinar. Eins og alltaf er nauðsynlegt að líta vel aftur fyrir sig áður en beygt er yfir akrein.

2 6V Grafarholt

 6. mynd er við aðrein frá Grafarholti. Það er eins með aðreinar og afreinar, nauðsynlegt getur verið að sveigja yfir aðrein og halda sig við vegbrún hennar og sveigja síðan aftur yfir þegar henni lýkur. Ég fylgi eiginlega öllum af- og aðreinum á Vesturlandsvegi því umferðin er hröð og þessar reinar eru langar. Takið eftir því að vegöxlin hverfur hér þegar kemur að aðreininni. Þetta er hönnunargalli því betra væri að halda vegöxlinni áfram.

2 7V Suðurlandsveg

 

 7. mynd er við brúna þar sem Suðurlandsvegur tengist Vesturlandsvegi. Við af- og aðreinarnar þar halda vegaxlirnar sér og er það miklu betra.

 

2 8V Hofdabakki

 8. mynd er tekin við afrein upp á Höfðabakkabrú. Hún er tvær akreinar með frekar þéttri umferð og það vantar algjörlega bundið slitlag á vegöxl. Þarna þarf að fara varlega yfir akreinarnar. Stoppa ef bílar eru og meta fjarlægð og hvort bílar ætli upp afreinarnar eða áfram vestur úr. 2 9V Hofdabakkabru

 9. mynd er undir Höfðabakkabrú. Á kaflanum frá Viðarhöfða og að aðreinum frá Höfðabakka hinum megin við brúna eru vegaxlir mjög lélegar og vantar bundið slitlag. Varast þarf háa akbrautarbrún og drullu, krap og frosin hjólför eftir aðstæðum. Ég reyni sem mest að vera uppi á veginum þarna.

Handan við brúna koma tvær aðreinar niður á veginn. Þar er hægt að komast auðvedlega yfir með því að hinkra eftir umferðarljósunum uppi á brúnni. 

2 12V Bildshofdi afrein

 10. mynd er tekin af gatnamótum afreinar við Bildshöfða. Þarna tek ég leiðina útaf Vesturlandsvegi. Stundum fer ég útaf áður en ég kem að Suðurlandsvegi, inn á Stórhöfða og fylgi honum allt að Breiðhöfða og þaðan inn á Bildshöfða. (Hef ekki en fundið Svarthöfða!)

2 13Bildshofdi

 11. mynd á fleygiferð  niður Bildshöfða. Varast þarf útkeyrslur. Best að vera í ríkjandi stöðu niður brekkuna. 

 

 2 14Ellidaarstokkur

 12. mynd. Stokkurinn yfir Elliðaárnar. Á þessum slóðum fer maður að sjá lifandi fólk sem er kærkomin tilbreyting.

 

2 16Fossvogsstigur

 

 13. mynd. Fossvogsstígur. Svo það gleymist ekki. Nauðsynlegt er að hafa góð ljós á hjólinu í skammdeginu bæði að framan og aftan til að bílstjórarnir sjái mann. Til að hjóla af öryggi í myrki um myrkvaða stíga þurfa ljósin að vera það góð að maður sjái vel fram á stíginn. Ef ljósin eru ekki nógu góð þarf að fara hægar yfir og sýna fyllstu varkárni. Einn af kostunum við Vesturlandsveginn er að hann er vel upplýstur.

 2 18Furugrund Nybylavegur

14. mynd. Gatnamót Furugrundar og Nýbýlavegar. Ég beygi af stígnum við Fossvogsskóla inn í Kópavog og kem upp hjá Furugrund. Þaðan liggur leiðin eftir Nýbýlavegi í vestur. Nýbýlavegur er nægjanlega breiður til að hjóla hann í víkjandi stöðu. Þegar komið er að gatnamótum tekur maður upp ríkjandi stöðu.

 15. mynd. Komið að hringtorginu á gatnamótum Auðbrekku og Nýbýlavegar hjá Lundi. Hér tek ég upp ríkjandi stöðu á innri akrein því mest af umferðinni vill vera á hægri akrein og beygja til hægri til Reykjavíkur í þar næsta hringtorgi.

 Stóran hluta ársins er maður með sólina í augunum á morgnanna og kvöldin. Því er mjög gott að hafa skyggni á hjálminum eða derhúfu. Ef menn mega missa kúlið er betra að sleppa sólgleraugum því það er auðveldara að ná augnsambandi við bílstjóra án þeirra. 2 21Karsnesbraut Saebolsbraut

16. mynd. Gatnamót Sæbólsbrautar og Kársnesbrautar. Hér held ég mér í ríkjandi stöðu í röðinni á ljósunum frekar en að reyna að taka  framúr.  Margir bílar taka hægri beygjuna hérna og væri það bara til trafala að reyna að komast áfram. Afgangi leiðarinnar heim er lýst í: Kársnes-Grensás-Strætó.

Að hjóla þessa leið tekur venjulega um 40-45 min. Hraðast hef ég farið á um 35 min í meðvindi en hægast að vetrarlagi í þungri færð á um 60-70 min.

Þessi ferð:
Klukkan: 17:30
Vegalengd: 15,67 km
Meðalhraði: 18,57 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 50:41 mínútur
Hámarkshraði: 35,1 km/klst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband