Bílastæði við Háskólann

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifar grein í Fréttablaðið í dag vegna undirskriftasöfnunar Stúdentaráðs þar sem mótmælt er hugmyndum um að koma upp gjaldskyldu á 5% af bílastæðum við Háskóla Íslands. Það er við Aðalbyggingu og Háskólatorg til að tryggja aðgengi fólks að þessum mikilvægustu þjónustustubyggingum og skrifstofum HÍ. Stúdentaráð telur það vera hluta af hagsmunabaráttu stúdenta að berjast fyrir því að geta lagt ókeypis í bílastæði næst mikilvægustu þjónustubyggingum HÍ og hindrað þar með aðgengi annarra að þjónustunni allan daginn. Ég skrifaði grein um þessi mál í Mbl. 2005. Ég get ómögulega haft samúð með Stúdentaráði í þessu máli.

Hildur hefur hafið undirskriftasöfnun gegn þessari undirskriftasöfnun Stúdentaráðs og hefur það reynt að leggja stein í hennar götu til að reyna að hindra að andstæð sjónarmið fái að heyrast.  Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og skrifaði undir í kvöld. Ég hvet alla sem eru nemendur og starfsfólk við HÍ til að skrifa undir þessa undirskriftasöfnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni

 Bætti tengli á þitt blogg inn á síðuna hjá mér.  Alltaf gaman að finna hjólabloggara.

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:46

2 identicon

Alveg rétt hjá þér Árni að skrifa undir þessa undirskriftasöfnun Hildar. Ég er á þeirri skoðun að nánast öll bílastæði háskólans bæði fyrir nemendur og starfsfólk eigi að vera gjaldskyld. Hvers vegna eiga þeir sem nota almenningssamgöngur, labba eða hjóla að niðurgreiða bílastæði fyrir þá sem eiga bíl. Þar sem ég þekki til við erlenda háskóla eru öll bílastæði gjaldskyld hvers vegna er þetta ekki svo við Háskóla Íslands?

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 13:51

3 identicon

Ég þakka stuðninginn.

Hildur Lilliendahl (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband