Hjólað í vinnunna, Mosfellsbær-Blikastaðir-Kársnes

Blikastadir

Leiðin liggur úr Þverholti í Mosfellsbæ framhjá Blikastöðum, yfir Úlfarsá/Korpu á göngubrúnni og síðan eftir Korpúlfsstaðavegi, Víkurvegi, Hallsvegi, Fjallkonuvegi undir Gullinbrú, Sævarhöfða, Elliðaárdal, Smiðjuvegi, Álfhólsvegi og Borgarholtsbraut (1. mynd).

Veðrið þennan dag var hvöss suðaustan átt með sviptivindum við fjöllin í Mosfellsbæ þannig að ég ákvað að fara leiðina framhjá Blikastöðum til að losna við sviptivindana.

 Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 127 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur 63,5 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

 

Skjólbelti Vindurinn var það hvass þennan dag að það var til bóta að fara upp á stíginn við Víkurveg og vera í skjóli af skjólbeltinu sem þarna er (2. mynd).

 

 

Við bæinn Skálará í Elliðaárdal er jafnan mikill sægur af kanínum sem úða í sig nýgræðingnum á slegnum "túnum" borgarinnar. Krakkarnir hafa gaman að þeim (3. mynd).

Kanínur

 

 

 

 

 

 Smiðjuvegur er gata sem þarf að endurgera því hún er of mjó fyrir þá þungu umferð sem þarna fer um og gangstéttirnar eru ófullnægjandi (4. mynd).

Smiðjuvegur

 

 

 

 

 

 Álfhólsvegur er mjög góð gata fyrir hjólandi, nægilega breið með  hóflegri umferð sem víðast hvar fer ekki of hratt. Mér finnst hún vanmetinn af hjólreiðamönnum því hún er besta austur-vestur tengingin á Digraneshálsi (5. mynd).

 Álfhólsvegur

 

 

 

 

 

Þessi ferð:
Klukkan: 18:15
Vegalengd: 17,7 km
Meðalhraði: 17,7km/1.05klst = 16,9 km/klst
Ferðatími (myndir teknar): 63 mínútur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Það liggur við að ég óski eftir því að vinnustaðurinn minn flytji upp í Mosfellsbæ, núna eftir að veðrið varð svona gott finnst mér 20-30 mínútna hjólaleið ekki nóg.  Ég tek á mig krók niður í Fossvogsdal til að lengja aðeins leiðina.

Flott leiðarlýsing hjá þér.

Hjóla-Hrönn, 26.5.2009 kl. 22:55

2 identicon

Þetta er töluvert löng leið sem þú ferð til og frá vinnu.  Ég er mjög sátt með mína 4,5 km - 6 km - 7 km - 10 km (eftir því hvaða leið ég vel að fara).

En hvernig ferðu að því að taka þessar myndir?  Festirðu myndavélina á hjólið?

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: Árni Davíðsson

Ég hjóla ekki nema 1-3 í viku í vinnuna að öllu jöfnu. Ég tek líka strætó t.d. með hjólið og er líka á bíl.

Ég festi myndavélina á stýrið með festingu sem ég útbjó með pípu veggfestingu og skrúfubolta með tommumáli sem gengur upp í skrúfganginn á myndavélum. Píparar kannast við svona veggfestingar sem líta út eins og B í þversniði og eru skrúfaðar í vegg og síðan halda tvær skrúfur pípunni eða stýrinu i þessu tilviki. Síðan er ég með tvær rær til að herða að myndavélinni til að hún snúist ekki á skrúfuboltanum. Ég ætla að taka mynd af þessu við tækifæri.

Árni Davíðsson, 28.5.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband