Hér er hjólað eftir stígakerfinu frá Mosfellsbæ og heim. Leiðin er sýnd á korti á 1. mynd. Vindur var hafgola á móti.
Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 118 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem tvær myndir eru sýndar á sekúndu. Það tekur 59 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
Mosfellsbær setti upp hlið á stígunum í bænum í fyrra (2. mynd), sem eru til að hindra umferð mótorkrosshjóla, fjórhjóla, vespa og gólfbíla! á stígunum. Það er skiljanlegt sjónarmið en hliðin geta valdið þessum aðilum og reiðhjólamönnum hættu í myrkri og vondu skyggni. Hliðin eru ekki vel upplýst þannig að í myrkri er vel mögulegt að hjóla á hliðin ef menn muna ekki eftir þeim eða eru ókunnugir.
Stígurinn meðfram sjónum er ekki með lýsingu þannig að nauðsynlegt er að hafa góð ljós á hjólinu að vetrarlagi ef maður hjólar hann eftir að dimmt er orðið. Þá dugar ekkert minna en öflugt flóðljós eins og hægt er að fá. Þau kosta einhvern tug þúsunda hvort sem þau ganga fyrir rafhlöðu eða rafall í nafinu. Ef menn hafa ekki gott ljós verða menn að miða hraða við aðstæður.
Sennilega verður meira en helmingur slysa á hjóli þegar reiðhjólamaðurinn dettur, t.d. í hálku eða við það að hjóla á fyrirstöðu eða missa stjórn á hjólinu. Vel innan við helmingur slysa verður sennilega þegar hjólreiðamaður og bílstjóri á bíl rekast saman. Engar áreiðanlegar tölur hafa verið teknar saman um þetta á Íslandi svo mér sé kunnugt. Tölur um umferðarslys þar sem lögregla er kölluð til má skoða á vef Umferðarstofu. Ársskýrslur slysaskráningar lögreglu eru t.d. birtar hér: http://www.us.is/id/1000522 . Slysakort með takmörkuðum upplýsingum um einstök slys eru birtar hér: http://www.us.is/id/1000482 .
Slysaskráning lögreglunnar er auðvitað ekki tæmandi, lögregla er ekki alltaf kölluð til þegar árekstur verður. Verra er að upplýsingar um slys á hjólreiðamönnum þegar bíll kemur ekki við sögu eru ekki teknar saman og birtar. Slys á stígum eru því ekki uppi á borðinu þótt sum þeirra séu e.t.v. skráð við komu á slysadeild. Varasamir staðir á stígum vekja því ekki eftirtekt og úrbætur eru ekki gerðar á stöðum þar sem slys verða. Á síðasta ári veit ég um a.m.k. tvö alvarleg slys á reiðhjólamönnum þegar þeir duttu einir á hjóli. Þau slys eru ekki skráð í gögnum lögreglunnar en vegna þess hvað þau voru alvarleg vita sveitarfélögin þó sennilega um þau. Í báðum tilvikum hlutu reiðhjólamennirnir áverka á eða í kringum mænuna.
Ég hjóla þessa leið frekar sjaldan því ég tel mig öruggari á Vesturlandsveginum og þar er ég fljótari í förum. Þar er góð lýsing og dagleg þjónusta veghaldara og það er líklegra að ég fái aðstoð ef slys verður heldur en á fáförnum stíg meðfram sjónum um hávetur í kolniðamyrkri.
Á kaflanum við Blikastaðanes hefur stígurinn verið breikkaður og er um 4 m á breidd. Það er til mikilla bóta eins og sést á 3. mynd þar sem gamli stígurinn tekur við af þeim nýja. Þessi stígur á að vera hluti af stofnstígakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið og eiga þeir stígar að vera 4 m á breidd. Það skapar svigrúm til að skipta stígunum í tvennt fyrir hjólandi og gangandi og skipta hjólahlutanum í tvennt með brotinni línu. Þá geta hjól mæst á sitthvorri akreininni og hægt að innleiða alvöru hægri umferð.
Umferðarreglurnar á stígunum þurfa að vera eins í öllum sveitarfélögum landsins og þarf því að taka af skarið og ákveða hvernig þetta á að vera. Nóg er komið af reglnarugli á stígunum í borginni. Þar á vera hægri umferð en ekki vinstri umferð. Það er komin tími til að Vegagerð ríkisins og Umferðarstofa taki af skarið og setji fram reglur um umferð, og staðla um gerð stofnstíga fyrir reiðhjól.
Þessi ferð:
Klukkan: 17:50
Vegalengd: 18,65 km
Meðalhraði: 18,19 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 61:32 mínútur
Hámarkshraði: 42,2 km/klst
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 5.6.2009 | 00:41 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.