Afleiðingar stjórnarstefnu Bush stjórnarinnar

Ofbeldið gagnvart föngum bandaríkjastjórnar í Abu Ghraib fangelsinu og öðrum fangelsum bandarískra stjórnvalda í Írak, Afganistan og annarstaðar var afleiðing meðvitaðrar stefnu stjórnarinnar í meðferð fanga eins og oft hefur komið fram. Á henni ber Bush forseti ábyrgð ásamt öðrum mönnum í ríkisstjórn sinni, fyrst og fremst Cheney og Rumsfeld.

Meðferð fanga bandaríkjanna er ekki verri heldur en í mörgum einræðislöndum sem eru bandamenn bandaríkjanna, sennilega er hún oftast betri. Hinsvegar eiga bandaríkin sem lýðræðisríki að vera fyrirmynd annarra landa í meðferð stríðsfanga og þau eiga auðvitað að fara að alþjóðlegum sáttmálum um meðferð stríðsfanga. Ef þeir eru ekki stríðsfangar á að leiða þá fyrir almenna dómstóla.

Stríð og ómennsk stjórnarstefna gera villimenn úr mönnum eins og dæmin sanna. Við getum ekki huggað okkur með því að þeir sem gerðu sig seka um glæpi í Abu Ghraib og öðrum fangelsum hafi verið undirmálsfólk. Fáfræði þeirra og ungur aldur hefur e.t.v. verið þáttur í því að auðveldari var að móta þá að vilja stjórnvalda. Þeir voru skilgetin afkvæmi kerfisins sem bjó þá til, hvatti þá áfram og skapaði aðstöðu fyrir þá til ofbeldisverka.


mbl.is Nauðganir myndaðar í Abu Ghraib
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna var kristið siðgæði á ferð, guðinn í kristni elskar pyntingar.. og einnig áhangendur hans.
Trú er eitur

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 11:04

2 identicon

Ég er bara ekki að fatta þetta. Hvað er málið, þetta er það allra allra besta sem kaninn gat gert fyrir Al kaida! Ekki míkið mál að safna í lið gegn þeim þegar svona er látið. Þegar Þjóðverjar réðust inn í Sovétríkin þá var þeim ekki illa tekið í Kákasus,Hvíta Rúslandi og víðar enn þeir skemdu fyrir sér með að hjóla í þá með ofbeldi og rugli! Eru menn svona heimskir???

óli (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:16

3 identicon

Þetta er trúarbragðastríð... Mummi vs Sússi... það er það eina sem þetta snýst um.. .og jú olíu og peninga.

Aldrei að treysta mönnum sem eiga ímyndaðan vin í geimnum og eða telja sjálfa sig vera guðlega, staðreynd

DoctorE (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:32

4 identicon

Þeir höguðu sér eins og rannsóknarrétturinn forðum daga. Sennilega drifnir áfram af sömu réttlætingunni; Minn Guð er bestur, ef þú trúir ekki á hann skaltu drepast.

 Jæja, klukkan hvað byrjar svo messan?

Rúnar Jóhannesson (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:44

5 identicon

eg held að bush,Cheney og Rumsfeld seu Hitler.himmler og goubel..                nú tímans..og eins og þýskaland fór munu Bandaríkja-menn falla og verða fuckt up 3 heims ríki og er þvi best að forðast að vera háður þessu landi..þvi þá falla fleiri með..bara mín skoðun

jonkaldi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 16:57

6 Smámynd: Kristján Bjarni Guðmundsson

Það má geta þess að þetta er ekki bara bundið við George Bush og hans stjórn. Obama er búinn að staðfesta að hann ætlar að setja upp kerfi til að hægt sé að halda fólki í fangelsi án dóms og laga í ótakmarkaðað tíma fyrir hugsanlega framtíðarglæpi.

Kristján Bjarni Guðmundsson, 28.5.2009 kl. 21:55

7 identicon

BNA tekur alls konar ruslaralýð inn í herinn sinn.Hver sem er getur farið í herinn.Og flestir eru ómenntaðir og hafa eitthvað misjafnt á samviskunni.

lisa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:12

8 identicon

Vil einnig benda á að ísraelsher tekur einungis þá sem hafa háskólapróf eða eru á leið inn í háskóla.Bæði menn og konur þurfa að gangast undir mjög strangt sálfræðipróf til að standast kröfur hersins um inngöngu.Þessvegna fer enginn vitleysingur í herinn þar.Þeim er kennt mun meira en þeir sem fara í herinn annar staðar í heiminum í dag.Ákvað að koma með þessar upplýsingar vegna þess hve ört vaxandi gyðingahatur hjá landanum fer ekki framhjá mér þegar ég les sumar bloggsíður.En hatrið er ótrúlegt hjá sumum,því miður.

lisa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband