Festing fyrir myndavél á stýri

Ég fékk fyrirspurn um hvernig ég færi að því að taka myndir á hjólinu.

Ég nota veggfestingu fyrir galvaníseruð rör eins og píparar nota en sný við hlutverki festingarinnar. Pípan er í þessu tilviki stýrið á hjólinu sem virkar hér sem festing til að halda í myndavélina sem er skrúfuð ofan á. Festingin þarf auðvitað að samsvara þvermálinu á stýrinu, sem er oftast um 25 - 32 mm.Festing

Ef svona festing er ekki til í draslinu má kaupa hana í pípulagnaverslunum, sem nú eru flestar á Smiðjuveginum í Kópavogi. Til viðbótar þarf maður tvær rær og bolta (skrúfu) með tommumáli, sem passar í skrúfganginn í botni myndavélarinnar. Ef maður á ekki þannig bolta er hægt að fá hann í Fossberg vélaverslun, Dugguvogi 6. Þeir eiga líka skemmtilegt úrval af vinnuvettlingum fyrir hjólaviðgerðirnar.

Boltinn er settur í gegnum opið á festingunni og fest með ró sem er hert vel að. Myndavél1

Myndavélin er síðan skrúfuð ofaná með því að halda í ólina og snúa myndavélinni í hringi þar til hún er komin í botn og snýr í rétta átt. Þá þarf maður að bakka aðeins og herða rónna að og síðan að herða aftur að með myndavélinni þar til hún situr föst ofan á boltanum og hreyfist ekki. Þetta er frumstætt en virkar. Það gæti verið kostur að hafa gúmmískífu þarna á milli.

Ágætt er að vefja ólina á myndavélinni um eitthvað  ef hún skyldi detta. Síðan er bara að R.T.F.M. fyrir myndavélina og komast að því hvað hún getur gert.

Myndavél2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þrælsniðug uppsetning hjá þér.

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Takk fyrir það.

Myndavélin er vel föst á fjallahjólinu. Ég setti samskonar á sprett (racer) hjólið mitt en þar losnar myndavélin mun frekar vegna titrings. Mjó dekkin dempa ekki nóg á grófu malbikinu. Þarf að finna lausn á því.

Árni Davíðsson, 10.6.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband