Hjólaði heim af fundi í Laugardalnum um daginn. Leiðin er sýnd á 1. mynd.
Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 61 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 61 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.
2. mynd er tekin á vinstri beygjunni af Suðurlandsbraut upp í Hallarmúla. Mótórhjólamaðurinn er þarna í ríkjandi stöðu á akrein eins og bíll. Hjólreiðamaður á að vera í sömu stöðu þarna.
3. mynd er tekin þegar hjólið kemur vestur Ármúla og nálgast gatnamótin við Háaleitisbraut. Hjólreiðamaður á að öllu jöfnu að troða sér áfram vinstra megin við umferðina eins og önnur ökutæki. Það á aldrei að troðast áfram nema það sé öruggt.
Hættulegustu aðstæður sem hjólreiðamaður lendir í er að vera hægra megin við vörubíl/strætó á gatnamótum. Við þær aðstæður verða flest banaslys erlendis. Hjólreiðamaður á við þær aðstæður að taka sér ríkjandi stöðu á akrein til að hindra bíla í að koma samsíða hjólreiðamanninum á akreininni.
4. mynd sýnir stöðu á akrein við ljós þegar á að halda beint áfram. Vel sjáanlegur í baksýnispegli hjá bílstjóranum á undan. Þarna er líka hægt að vera beint aftan við bílinn. Á þessum ljósum beygja lang flestir til hægri og með því að kanna hvert bílstjóri fyrir aftan er að fara er ekki óðeðlilegt að taka þessa stöðu á þessum gatnamótum.
5. mynd er tekin við afrein af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg. Umferðin í bæinn er minni seinnipartinn þannig að oft er auðveldara að fara austan við Kringlumýrarbrautina á þessum tíma yfir þessa afrein. Á morgnanna er þessu öfugt farið, þá er mikil umferð í bæinn en minni úr bænum þá er oftast auðveldara að fara yfir aðreinina frá Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut vestan megin við Kringlumýrarbrautina.
6. mynd er tekin á nýja stígnum í gegnum Lund í Kópavogi austan megin við Kringlumýrarbraut / Hafnarfjarðarveg. Það er sem sagt búið að klára leiðina í gegn en möl og sandur er en á malbikinu.
Á 7. mynd er hjólið á leið vestur Kársnesbraut og er að fara að beygja upp Urðarbraut. Áður en sveigt er yfir er litið aftur, gefið stefnumerki ef þarf og farið í ríkjandi stöðu á akrein og síðan sætt færi á að beygja yfir akreinina á móti.
Á 8. mynd er hjólið í bestu stöðu í þröngri húsagötu sem í þessu tilviki er með einstefnu. Á miðri götunni í ríkjandi stöðu. Þarna sést hjólið best og hjólreiðamaðurinn sér best umhverfi sitt.
Þessi ferð:
Klukkan: 17:05
Vegalengd: 6,31 km
Meðalhraði: 18,68 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 20:18 mínútur
Hámarkshraði: 44,8 km/klst
Meginflokkur: Hjólreiðar | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Samgöngur, Umhverfismál | 12.6.2009 | 09:28 | Facebook
Færsluflokkar
- Birtar blaðagreinar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Blogg um fréttir
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Hjólreiðar
- Löggæsla
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óbirtar blaðagreinar
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Viðskipti og fjármál
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2024
- Maí 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2020
- Mars 2019
- Janúar 2019
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Nóvember 2017
- Maí 2017
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Nóvember 2015
- Júlí 2015
- Október 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Nóvember 2013
- Október 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Mars 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Janúar 2012
- September 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Janúar 2009
Tenglar
Hjólreiðar
- Landsamtök hjólreiðamanna
- Íslenski fjallahjólaklúbburinn Samtök hjólreiðamanna með ferðalög og samgöngur
- Bikeability UK Hjólafærni verkefnið á Bretlandi
- Cyclecraft Heimasíða John Franklin höfund bókarinnar Cyclecraft
- Lifecycle UK Lifecycle, bresk samtök sem kenna hjólafærni
- Tímaritið Momentum Samgöngu hjólreiðar og hjólamenning í Bandaríkjunum og Kanada
- Tímaritið Velovison Eitt skemmtilegasta hjólatímaritið, mikið með liggjandi hjól
- Laid back bikes í Edinborg Fyrirtæki sem býður ferðir á liggjandi hjólum í Edinborg í Skotlandi
Blogg um hjólreiðar
- Dashjol - Davíð A. Stefánsson Framvinda landfræðilegrar rannsóknar á hjólreiðum á höfuðborgarsvæðinu
- Bjarney Halldórsdóttir Hjólað í Reykjavík
- Hjólaðu maður! Blogg um hjólreiðar að norðan
- Hjóladagbók Bjössa 2009/2010 Hjólaleiðir, myndir, ferðatími og veður
- Íslendingur í Kanada Halldór Gunnarsson "a bike nut from Iceland"
- Copenhagenize Blogg um hjólreiðar í Köben og allan heim
- Copenhagen Cycle Chic Tíska og hjól í Köben
- Chic Cyclist blog "Gellu" hjólreiðar
- Sænsk hjólablogg Yfirlit yfir sænsk hjólablogg
- Malmö - Lund på cykel Marcus doktorsnemi á Skáni bloggar um hjólreiðar
- Karringcykelbloggen Blogg um hjólreiðar í suður Svíþjóð - karring = kelling
- Cycleville Stockholm Bloggað frá Stokkhólmi um hjólreiðar
- Skoti í New York
Viðgerðir á hjólum
- Bicycletutor Myndbönd sem sýna viðgerðir á hjólum
- Park verkfæri Park verkfæri, með sýnikennslu í viðgerðum
- Sheldon Brown Útskýringar á nánast öllu varðandi viðgerðir á hjólum
Ferðir á hjólum
- Crazyguyonabike: Bicycle Touring Safn af ferðafrásögnum, hér má skrá eigin ferðasögu
Athugasemdir
Kúl. Ég stúderaði svolítið hjólafærni í vetur þegar ég gafst upp á gangstéttunum, ég fæ ennþá ákveðna "o, fuck, það er bíll í þann veginn að fara að klessa á mig" tilfinningu ef ég er á hraðbrautum með 80+ km hraða, en á götum með 50 km hámarkshraða finnst mér þægilegra að nýta götur frekar en gangstéttir. Sérstaklega ef þær eru merktar með hjólavísum.
Hversu margir sem keyra svipaða leið til og frá vinnu skyldu átta sig á að það tekur bara 20 mínútur að hjóla þessa leið? Einmitt tíminn sem fólk á að hreyfa sig á hverjum degi. Tími sem fók eyðir á rassinum, inni í bíl, í umferðarteppu eða á rauðu ljósi.
Hjóla-Hrönn, 13.6.2009 kl. 02:38
Sammála þér Hrönn. Það er einmitt tilgangurinn með þessum færslum um "Hjólað í vinnunna". Að benda venjulegu fólki á að það getur hjólað sinna ferða á venjulegum götum og að það tekur ekki langan tíma. Allar tölur þarna eru eftir hraða- og vegalengdarmælinum mínum sem er fjarska nákvæmur.
Vandinn við að koma sér á milli staða á hjóli verður fyrst einhver þegar maður ætlar milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá dugar ekki almenna gatnakerfið lengur fyrir alla.
Árni Davíðsson, 13.6.2009 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.