Hjólað í vinnuna, Laugardalslaug-Kársnes

Hjólaði heim af fundi í Laugardalnum um daginn. Leiðin er sýnd á 1. mynd.Laugardalur

 

Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 61 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 61 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

2. mynd er tekin á vinstri beygjunni af Suðurlandsbraut upp í Hallarmúla. Mótórhjólamaðurinn er þarna í ríkjandi stöðu á akrein eins og bíll. Hjólreiðamaður á að vera í sömu stöðu þarna.Suðurlandsbraut

 

 

 

 

 

3. mynd er tekin þegar hjólið kemur vestur Ármúla og nálgast gatnamótin við Háaleitisbraut. Hjólreiðamaður á að öllu jöfnu að troða sér áfram vinstra megin við umferðina eins og önnur ökutæki. Það á aldrei að troðast áfram nema það sé öruggt.

Hættulegustu aðstæður sem hjólreiðamaður lendir í er að vera hægra megin við vörubíl/strætó á gatnamótum. Við þær aðstæður verða flest banaslys erlendis. Hjólreiðamaður á við þær aðstæður að taka sér ríkjandi stöðu á akrein til að hindra bíla í að koma samsíða hjólreiðamanninum á akreininni.Troðast

 

 

 

 

 

4. mynd sýnir stöðu á akrein við ljós þegar á að halda beint áfram. Vel sjáanlegur í baksýnispegli hjá bílstjóranum á undan. Þarna er líka hægt að vera beint aftan við bílinn. Á þessum ljósum beygja lang flestir til hægri og með því að kanna hvert bílstjóri fyrir aftan er að fara er ekki óðeðlilegt að taka þessa stöðu á þessum gatnamótum.Í speglinum

 

 

 

 

 

5. mynd er tekin við afrein af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg. Umferðin í bæinn er minni seinnipartinn þannig að oft er auðveldara að fara austan við Kringlumýrarbrautina á þessum tíma yfir þessa afrein. Á morgnanna er þessu öfugt farið, þá er mikil umferð í bæinn en minni úr bænum þá er oftast auðveldara að fara yfir aðreinina frá Bústaðavegi niður á Kringlumýrarbraut vestan megin við Kringlumýrarbrautina.Afrein

 

 

 

 

 

6. mynd er tekin á nýja stígnum í gegnum Lund í Kópavogi austan megin við Kringlumýrarbraut / Hafnarfjarðarveg. Það er sem sagt búið að klára leiðina í gegn en möl og sandur er en á malbikinu.Við Lund

 

 

 

 

 

Á 7. mynd er hjólið á leið vestur Kársnesbraut og er að fara að beygja upp Urðarbraut. Áður en sveigt er yfir er litið aftur, gefið stefnumerki ef þarf og farið í ríkjandi stöðu á akrein og síðan sætt færi á að beygja yfir akreinina á móti.

Kársnesbraut

 

 

 

 

 

Á 8. mynd er hjólið í bestu stöðu í þröngri húsagötu sem í þessu tilviki er með einstefnu. Á miðri götunni í ríkjandi stöðu. Þarna sést hjólið best og hjólreiðamaðurinn sér best umhverfi sitt.

Vallargerði

 

 

 

 

 

Þessi ferð:
Klukkan: 17:05
Vegalengd: 6,31 km
Meðalhraði: 18,68 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 20:18 mínútur
Hámarkshraði: 44,8 km/klst

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Kúl.  Ég stúderaði svolítið hjólafærni í vetur þegar ég gafst upp á gangstéttunum, ég fæ ennþá ákveðna "o, fuck, það er bíll í þann veginn að fara að klessa á mig" tilfinningu ef ég er á hraðbrautum með 80+ km hraða, en á götum með 50 km hámarkshraða finnst mér þægilegra að nýta götur frekar en gangstéttir.  Sérstaklega ef þær eru merktar með hjólavísum.

Hversu margir sem keyra svipaða leið til og frá vinnu skyldu átta sig á að það tekur bara 20 mínútur að hjóla þessa leið?  Einmitt tíminn sem fólk á að hreyfa sig á hverjum degi.  Tími sem fók eyðir á rassinum, inni í bíl, í umferðarteppu eða á rauðu ljósi.

Hjóla-Hrönn, 13.6.2009 kl. 02:38

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Sammála þér Hrönn. Það er einmitt tilgangurinn með þessum færslum um "Hjólað í vinnunna". Að benda venjulegu fólki á að það getur hjólað sinna ferða á venjulegum götum og að það tekur ekki langan tíma. Allar tölur þarna eru eftir hraða- og vegalengdarmælinum mínum sem er fjarska nákvæmur.

Vandinn við að koma sér á milli staða á hjóli verður fyrst einhver þegar maður ætlar milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Þá dugar ekki almenna gatnakerfið lengur fyrir alla.

Árni Davíðsson, 13.6.2009 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband