Eru bílastæði, strætóstyrkir og hjólastyrkir hlunnindi? - Svar RSK

Í apríl sendi ég Ríkisskattstjóra (RSK) fyrirspurn varðandi skattalega meðferð mismunandi hlunninda. Spurningarnar voru eftirfarandi:

  1. Teljast bifreiðastæði sem launagreiðandi lætur launþega í té á vinnustað starfstengd hlunnindi í skilningi laga um tekjuskatt?
  2.  Teljast strætókort eða farmiðar eða greiðslur til kaupa á þeim, sem launagreiðandi lætur launþega í té til ferðalaga úr og í vinnu, hlunnindi í skilningi laga um tekjuskatt?
  3. Teljast greiðslur til launþega frá launagreiðanda vegna styrkja til kaupa eða notkunar á reiðhjóli til ferða úr og í vinnu hlunnindi í skilningi laga um tekjuskatt.

Frekari skýringar voru síðan við hverja spurningu. RSK svaraði bréfinu greiðlega. Í stuttu máli kemur fram í svarinu að bifreiðastæði hafa ekki verið talin til hlunninda en bæði greiðslur eða ígildi þeirra fyrir strætófargjöldum og reiðhjólum eru talin til hlunninda. Öllum atriðum spurninganna er hinsvegar ekki svarað. Afrit af þessu svari RSK er hér meðfylgjandi.

Þar sem margir gætu haft áhuga á þessu svari er það birt hérna og er öllum heimilt að notfæra sér það með því skilyrði að getið sé heimildar.

Sjálfur ætla ég að skrifa meira um þetta mál seinna.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband