Hjólað í vinnuna, Kársnes-Höfðabakkabrú-Mos

Hjólað í vinnuna eftir Álfhólsvegi, Smiðjuvegi, Höfðabakka og Vesturlandsvegi upp í Mosfellsbæ. Leiðin er sýnd á 1. mynd.

hofdabakki Ferðin er sýnd á eftirfarandi myndbandi. Myndavélin tók mynd á 30 sekúnda fresti og voru myndirnar 90 talsins síðan tengdar saman í myndband þar sem ein mynd er sýnd á sekúndu. Það tekur 90 sek. Ef myndbandið er skrýtið þarf kannski að klikka tvisvar á það.

  Ferðin var farinn á sprett hjólinu mínu (racer) með myndavélinni á stýrinu. Það er miklu meiri titringur á því heldur en á fjallahjólinu þannig að myndavélin losnaði og snérist og eru nokkrar myndir teknar þegar ég er að festa hana aftur.

Höfðabakkabrú

2. mynd er tekin á leiðinni yfir Höfðabakkabrú. Hún er sennilega versti farartálminn á leiðinni. Hún er of mjó til að óhætt sé að bílar taki óhindrað framúr. Þeir geta ekki vikið til hliðar eins og þeir þurfa að gera við framúrakstur útaf vegriði milli akreina á miðri brúnni. Þeir hægja flestir á sér þannig að hjólreiðamaðurinn verður lestarstjóri yfir brúna. Hjólið kemst ekki út á vegöxlina því vegbrúninni er of há og vegöxlin er holótt og sprunginn. Að auki er vegkantur að hluta á leiðinni yfir brúna. Þarna væri auðvelt að breikka veginn með því að lagfæra vegöxlina og bæta þannig aðstæður hjólreiðafólks og bílaumferðar. Það er pláss til þess á brúnni.

 3. mynd er tekin á Vesturlandsvegi. Á henni sést hvernig bílstjórar eiga að taka fram úr hjólum með því að víkja vel til hliðar og gefa hjólreiðamanninum gott pláss. Almennt finnst mér flestir bílstjórar á Vesturlandsvegi sýna góða tillitsemi við framúrakstur, sérstaklega atvinnubílstjórar eins og í rútunni hér. Hjólreiðamenn eiga að kappkosta að fá bílstjóra að víkja vel til hliðar með því að vekja á sér athygli, með réttri staðsetningu á götunni og með því að vera sýnilegir með ljósum, endurskini og áberandi klæðnaði.

Rúta

 Þessi ferð:
Klukkan: 8:15
Vegalengd: 15,78 km
Meðalhraði: 22,08 km/klst
Ferðatími (hjól snúast): 42:54 mínútur
Hámarkshraði: 41,38km/klst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjólarðu þá alltaf með ljósin kveikt?

Önnur spurning af því þú virðist vel að þér í því hvernig á að hjóla.  Þar sem hjólavísarnir eru eins og á Langholtsveginum gefa þeir hjólreiðamanni einhvern forgang?  Nú er t.d. oft mikil umferð þarna seinnipart dags og langar raðir myndast við ljósin.  Má hjólreiðamaður fara fremst í röðina, eða á hann að stoppa þar sem hann er í röðinni og bíða eins og bílarnir?

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 08:40

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Nei ég hjóla bara með ljós í myrkri en þá reyni ég að vera með eins öflug ljós og ég á til. Ég reyni alla jafna að vera í frekar áberandi klæðnaði og nota stundum endurskinsvesti. Í rigningu og slæmu skyggni er ég oftast í regnheldum jakka með góðum endurskinsröndum. Fyrst og síðast reyni ég að vera sýnilegur á götunni með réttri staðsetningu innan sjónsviðs bílstjóra. Ef ég held að bílstjórar hafi mjög lélegt útsýni, t.d. á móti sól reyni ég að fara sérstaklega varlega.

Hjólavísarnir hafa satt að segja ekki fengið lögformlega stöðu á Íslandi, þ.e. það er ekki búið að birta merkið í viðeigandi reglugerð eða slíku frá Vegagerðinni en það stendur víst til. Hjólavísarnir gefa því ekki forgang og hafa enga lagalega stöðu.

Hjólreiðamaður þarf alltaf að fara eftir eigin dómgreind og því á hann bara að fylgja merkingum eins og hjólavísunum ef þær stefna honum ekki í ógöngur. Sumstaðar þar sem hjólavísarnir hafa verið málaðar fylgja þær vegkantinum í víkjandi stöðu þar sem ég hefði talið eðlilegt að setja þær á miðja akreinina í ríkjandi stöðu, t.d. þar sem eru þrengingar á götunni.

Hvort hjólreiðamaður á að troðast (filtering) þar sem umferð er stopp eða ekki fer eftir aðstæðum. Reglan er þá að troðast eða taka framúr vinstra megin eins og önnur ökutæki og taka sér síðan ríkjandi stöðu í miðju umferðarflæðinu, oftast á miðri akrein, annaðhvort áður en að umferð fer af stað eða þegar hún er byrjuð að hreyfast. Þegar hjólreiðamaður er kominn fram úr gatnamótunum færir hann sig í víkjandi stöðu um 40-70 cm frá kanti en fjær ef bílum er lagt við brún og hleypur hraðari umferð framúr. Það er, ef gatan er nógu breið til þess. Hjólreiðamaður getur farið alveg fremst á ljósum en líklegt er að einhver bílstjóri geti orðið pirraður. Á Íslandi eru ekki reglur um sérstakan kassa eða fremri línu fyrir hjólreiðamenn eins og þekkist í öðrum löndum. Persónulega reyni ég sjaldan að troðast á venjulegum gatnamótum. Maður græðir ekki það mikinn tíma á því með 1-4 bíla fyrir framan sig og setur sig í meiri hættu. Ef um raunverulega umferðarteppu er að ræða reyni ég þó oftast að troða mér áfram eða flyt mig upp á stíg eða gangstétt.

Árni Davíðsson, 23.6.2009 kl. 15:48

3 identicon

Takk fyrir þetta.  Einmitt eins og ég hélt, en það væri betra ef búið væri að skilgreina merkin.

En getur ekki verið að svona kassamerkingar séu við ljósin á Suðurgötu milli Háskólans og Háskólabíós?  Einhversstaðar hef ég séð þannig merkingar.  Borgin er líklegast að prófa sig áfram með þetta því það er allt einhvernvegin sitt á hvað eftir borgarhlutum.

Bjarney Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband