Spilltasti bæjarstjórinn

Er Gunnar spilltasti bæjarstjóri landsins í spilltasta sveitarfélagi landsins? Já því miður, fyrir íbúa Kópavogs. Það merkilega er að Gunnar nýtur virðingar sumra. Það segir þó meira um það fólk en Gunnar sjálfan. Því fólki finnst þessi spilling fín, skemmtileg og til fyrirmyndar!

Framkoma Gunnars er almennt skammarleg og mörg ummæli Gunnars um þá sem gagnrýna hann virðast benda til þess að hann gangi ekki heill til skógar, en kannski eru það bara leikrænir tilburðir. Kannski vilja sjálfstæðismenn bara hafa forystumenn sína svona?

Annars er sennilegt að þessi atburðarrás sé hönnuð til að reka Gunnar úr stöðunni eða slíta samstarfinu við sjálfstæðisflokkinn. Það væri þó hægur leikur að velja annað mál úr sögu spillingarinnar í Kópavogi til þess. Að vísu voru samstarfsmenn Gunnars í sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum þáttakendur í þeim málum að einhverju leyti.

Nefna má geðþótta lóðaúthlutanir til gæðinga en Kópavogur hefur hlotið marga dóma af ýmsum dómstigum og úrskurði frá umboðsmanni Alþingis þar sem dæmt var að bærinn hefði brotið stjórnsýslulög við lóðaúthlutanir.

Þá má nefna Glaðheima málið, sem bærinn tapar sennilega um 5 milljörðum á þegar allt er talið. Þar keypti bærinn gömlu hesthúsin á einbýlishúsaverði, til að hesthúsaeigendur gætu keypt sér Landcruiser á milli gömlu og nýju hesthúsanna, eins og einn bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins orðaði það svo pent. Þar virtust menn gleyma að bæjarstjórninni ber að gæta hagsmuna bæjarbúa en ekki hesthúsaeiganda. Ein afleiðingin af því máli er að Kópavogsbúar niðurgreiða vatnið ofan í Garðbæinga næstu 40 árin með skatttekjum sínum.

Svo má nefna Lundar málið þar sem verktakafyrirtækið BYGG fékk að byggja á landi Kópavogs fyrir lítið fé og án útboðs en Gunnar mun vera tengdur Bygg samkvæmt DV.

Kópavogur er lýsandi dæmi um hversvegna við þurfum að herða lagaumhverfið í kringum sveitarfélögin. Til dæmis með því að breyta sveitarstjórnarlögum og stjórnsýslulögum og setja inn í þau refsi- og sektarábyrgð einstaklinga í sveitarstjórnum sem taka ólöglegar ákvarðanir. Helst þyrfti einhver stofnun að geta tekið að sér rannsókn þegar sveitarstjórnir misfara með fé og taka ólöglegar ákvarðanir um úthlutun gæða.

Það er fyndið að Gunnar talar um nýsamþykktar siðareglur hjá bænum. Hvergi í siðareglunum stendur þó að fara skuli að lögum. Við íbúar Kópavogs krefjumst ekki meira af bæjarstjóranum og bæjarfulltrúum en að farið sé að lögum og þeir séu heiðarlegir. Til viðbótar krefjumst við þess af bæjarfulltrúunum að þeir séu ekki lyddur, hafi bein í nefinu og láti ekki spilltan bæjarstjórann traðka á sér eða stinga upp í sig dúsu.

 


mbl.is Ræða næstu skref í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband