Frábærir bílstjórar

Bílstjórar strætó sýna en og aftur góða takta í þessarri keppni. Dags daglega sýna þeir einnig góða takta undir stýri og flytja tugþúsundir höfuðborgarbúa milli staða á skjótan, ódýran og þægilegan máta.

Strætó bs. er frábært fyrirtæki með almennt góða þjónustu miðað við aðstæður og farþegafjölda. Fargjöld eru almennt lægri en í nágrannalöndum. Til dæmis er mun ódýrara að nota strætó allt árið með afsláttarfargjöldum en í mörgum borgum á Norðurlöndum. Nú þurfa bara fleiri að nota strætó til að þjónustan geti verið en betri.

Tengja þarf Suðurnesin og flugstöðina við þjónustusvæðið, fjölga forgangsakreinum strætó, bæta aðkomu að verslanamiðstöðvum, huga að nýrri norður-suður akstursleið um Reykjanesbrautina og bæta þjónustuna við farþega á bið og skiptistöðvum. Sumt af þessu er auðvitað ekki á forræði strætó heldur sveitarfélaganna, ríkisins og verslanamiðstöðva.

Svo má fara með reiðhjól í vagnanna!


mbl.is Íslendingar leiknustu ökumenn strætisvagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru leiknir, enda er hver ferð í strætó meira skerí en rússíbani.

Strætókerfið er ónothæft, og verið að fækka ferðum til að tryggja að enginn noti það. Ég hjóla 22 km á dag (11km í vinnu og heim aftur) frekar en að eyða tæpum tveimur tímum (fer eftir klukkan hvað ég fer) í strætó og bið eftir strætó. Fullorðinn maður er ekki mikið lengur að GANGA 11 km.

Getur vel verið að strætóbílstjórar séu klárir, en þeir vinna í ónýtu strætókerfi þar sem hverfi borgarinnar eru ekki tengd saman á viðunandi hátt, og tíminn alltof tæpur á hverri leið sem þýðir að þeir þurfa að keyra leiðir á öskrandi ferð og hafa ekki tíma til að stoppa, hvað þá að bíða eftir að gamalt fólk setjist. 

ari (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Árni Davíðsson

Strætó hefur hentað mér og mínum ferðum. Ég skil það samt vel að strætó henti ekki öllum. Víða á höfuðborgarsvæðinu er mjög óhentugt að nota strætó. Til dæmis milli hverfa í uppsveitum Árbæjar-Kópavogs-Garðabæjar. Samt finnst mér oft hægt að benda fólki á hentugar leiðir með strætó til daglegra ferða úr og í vinnu.

Samanburðurinn við almenningssamgöngukerfið í nágrannalöndunum finnst mér heldur ekki koma ílla út fyrir strætó miðað við aðstæður. Þetta eru auðvitað allt öðruvísi samfélög heldur en L.A.-höfuðborgarsvæðið okkar. Hlutfall ferða með almenningssamgöngum í nágrannalöndum er miklu hærra en á höfuðborgarsvæðinu. Auðvitað er hægt að halda uppi miklu öflugri þjónustu þar sem farþegar eru fleiri.

Skipulag á höfuðborgarsvæðin hefur miðast við einkabílinn. Sum sveitarfélög vilja fá íbúa sem greiða hátt útsvar og borga fasteignagjöld af stórum eignum. Fyrir þá sem búa í þessum úthverfum er í raun fátt hægt að gera annað en að flytja úr sveitarfélögum með litla þjónustu á staði sem liggja betur við strætó ferðum. Nú eða gera eins og þú og taka fram hjólið og bjarga sér.

Árni Davíðsson, 23.6.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband