Eru fulltrúar flokkanna á ábyrgð þeirra?

Af fréttum að dæma voru sjálfstæðismenn ánægðir með Gunnar sinn og sárir yfir aðförinni að honum. Það er bara ágætt þá vita kjósendur hvernig flokkur sjálfstæðisflokkurinn er úr því hann telur Gunnar vera þess verðugan að vera oddviti flokksins í Kópavogi.

Framsóknarflokkurinn hefur í huga almennings verið hagsmunapotsflokkur af verstu gerð og þarf bara að rifja nöfn nokkurra manna sem hafa verið þar í forsvari til að fólk fái hroll niður eftir allri hrygglengjunni. Ef flokksmenn ætla nú að fara siðvæða flokkinn er það bara hið besta mál.

Kópavogsbær samþykkti nýverið siðareglur. Ef framsóknarmenn fara eftir þeim og síðan landslögum eins og stjórnsýslulögum, sveitarstjórnarlögum og hegningarlögum ætti flokkurinn að geta borið höfuðið hátt.

Þá gætu þeir jafnvel eignast bæjarfulltrúa í næstu kosningum. Með Ómar er það útilokað.


mbl.is Vill að Ómar víki úr bæjarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Árni Davíðsson
Árni Davíðsson
Höfundur er líffræðingur og kennari í hjólafærni. Allar skoðanir höfundar eru hans eigin og skal ekki yfirfæra á aðra einstaklinga eða samtök. Tölvupóstur: arnid65@gmail.com

Des. 2024

S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • HI deiliskipulag
  • Akureyri 10 min kort
  • cars
  • Hagatorg
  • Ellidaarborg

Nýjustu myndböndin

Frá Birkimel á Eiðistorg

Frá Nesveg í Kópavog

Frá Suðurlandsbraut á Birkimel

Frá Eiðistorgi á Laugaveg

Kársnes Höfðabakkabrú Mosfellsbær

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband